Gagnsæi er forsenda trúverðugleika Lilja Alfreðsdóttir skrifar 24. mars 2017 07:00 Miklar breytingar hafa átt sér stað á íslensku fjármálakerfi frá því að bankakerfið hrundi á einni viku eins og spilaborg. Regluverk hefur verið stórbætt í þeim tilgangi að auka traust á bankakerfinu og draga úr áhættu kerfisins. Stærð bankakerfisins hefur minnkað og er rúm 150% af landsframleiðslu. Eigið fé bankanna er ríflegt, vanskil hafa minnkað verulega og kjör á erlendri markaðsfjármögnun hafa batnað mikið. Fyrsti áfanginn í endurreisn bankakerfisins hefur að mörgu leyti tekist vel eins og helstu kennitölur bankanna bera með sér. Í næsta áfanga þarf að huga að framtíðarskipan bankakerfisins, þ.e. hvernig það á að vera uppbyggt til að það þjóni heimilunum og fyrirtækjunum í landinu á bæði hagkvæman og sanngjarnan hátt. Erlendir vogunarsjóðir keyptu tæp 30% í Arion banka í upphafi þessarar viku. Ráðamenn þjóðarinnar fögnuðu þessum viðskiptum og sögðu að nú væru vogunarsjóðirnir að veðja með Íslandi. Þrátt fyrir traustsyfirlýsingar ráðamanna, þá hafa margir goldið varhug við þessari þróun. Eignarhald þessara sjóða liggur ekki fyrir. Fréttir hafa borist af vafasamri fortíð eins sjóðanna sem nú er hluthafi í Arion banka. Einnig leit út fyrir að eigendur sjóðanna væru að stytta sér leið fram hjá leikreglunum til þess að flýta fyrir söluferlinu, þ.e. keyptur var 9.99% hlutur í Arion banka en þannig urðu sjóðirnir ekki virkir eigendur strax í upphafi ferlisins. Gagnsætt eignarhald er forsenda þess að skapa traust og tiltrú á íslensku bankakerfi. Það er slæm byrjun á næsta áfanga í endurreisn bankakerfisins ef ekki fást skýrar upplýsingar um eigendurna og fyrirætlanir þeirra um íslenskt bankakerfi. Ef gagnsæið verður ekki aukið, mun næsti áfangi í endurreisn fjármálakerfisins misheppnast. Stjórnvöld verða að tryggja að svo verði ekki. Samfélagið allt hefur lagt mikið af mörkum í endurreisnina og því er brýnt að vandað verði til verks í næstu skrefum. Það tekur mörg ár að byggja upp trúverðugleika en hann getur glatast hratt ef ekki er rétt á málum haldið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Miklar breytingar hafa átt sér stað á íslensku fjármálakerfi frá því að bankakerfið hrundi á einni viku eins og spilaborg. Regluverk hefur verið stórbætt í þeim tilgangi að auka traust á bankakerfinu og draga úr áhættu kerfisins. Stærð bankakerfisins hefur minnkað og er rúm 150% af landsframleiðslu. Eigið fé bankanna er ríflegt, vanskil hafa minnkað verulega og kjör á erlendri markaðsfjármögnun hafa batnað mikið. Fyrsti áfanginn í endurreisn bankakerfisins hefur að mörgu leyti tekist vel eins og helstu kennitölur bankanna bera með sér. Í næsta áfanga þarf að huga að framtíðarskipan bankakerfisins, þ.e. hvernig það á að vera uppbyggt til að það þjóni heimilunum og fyrirtækjunum í landinu á bæði hagkvæman og sanngjarnan hátt. Erlendir vogunarsjóðir keyptu tæp 30% í Arion banka í upphafi þessarar viku. Ráðamenn þjóðarinnar fögnuðu þessum viðskiptum og sögðu að nú væru vogunarsjóðirnir að veðja með Íslandi. Þrátt fyrir traustsyfirlýsingar ráðamanna, þá hafa margir goldið varhug við þessari þróun. Eignarhald þessara sjóða liggur ekki fyrir. Fréttir hafa borist af vafasamri fortíð eins sjóðanna sem nú er hluthafi í Arion banka. Einnig leit út fyrir að eigendur sjóðanna væru að stytta sér leið fram hjá leikreglunum til þess að flýta fyrir söluferlinu, þ.e. keyptur var 9.99% hlutur í Arion banka en þannig urðu sjóðirnir ekki virkir eigendur strax í upphafi ferlisins. Gagnsætt eignarhald er forsenda þess að skapa traust og tiltrú á íslensku bankakerfi. Það er slæm byrjun á næsta áfanga í endurreisn bankakerfisins ef ekki fást skýrar upplýsingar um eigendurna og fyrirætlanir þeirra um íslenskt bankakerfi. Ef gagnsæið verður ekki aukið, mun næsti áfangi í endurreisn fjármálakerfisins misheppnast. Stjórnvöld verða að tryggja að svo verði ekki. Samfélagið allt hefur lagt mikið af mörkum í endurreisnina og því er brýnt að vandað verði til verks í næstu skrefum. Það tekur mörg ár að byggja upp trúverðugleika en hann getur glatast hratt ef ekki er rétt á málum haldið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun