Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2017 22:58 Hér má sjá þá Guðna Th. og Harald Noregskonung ásamt Elizu Reid, Sonju Noregsdrottningu og Hákoni Noregsprins. Vísir/EPA Haraldur fimmti Noregskonungur og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddu þættina Ófærð og Skam í ávörpum sínum í konungshöllinni í Osló í kvöld. Guðni og eiginkona hans Eliza Reid hófu í dag tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs en þetta er önnur opinber heimsókn forsetahjónanna til útlanda. Síðast heimsóttu þau dönsku konungshjónin í lok janúar. Haraldur talaði um hvað norræn samvinna stæði styrkum fótum og nefndi í því sambandi hvernig kvennalandslið Norðmanna í handbolta hefði náð miklum árangri undir styrkri stjórn íslenska þjálfarans Þóris Hergeirssonar. Hann sagði einnig að íslenska sjónvarpsþáttaröðin Ófærð og norska þáttaröðin Skam hefðu styrkt menningartengsl norrænu þjóðanna. Guðni Th. kaus einnig að ræða Skam í sinni ræðu en hann sagði íslensk ungmenni hafa tekið norsku þáttaröðinni opnum örmum. Þá sagði hann íslensk ungmenni einnig vera byrjuð að sletta á norsku vegna Skam og að það væru orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka í veislu sem þessari, og uppskar mikinn hlátur fyrir vikið í veislunni. Hægt er að hlusta á ræðu Haralds og Guðna á vef norska ríkisútvarpsins hér. Dagskrá forsetahjónanna íslensku er ansi þétt í Noregi. Á morgun eru ráðgerðar heimsóknir til Start - up Lab, miðstöðvar frumkvöðlafyrirtækja í Osló og NORLA, kynningarmiðstöðvar norskra bókmennta á erlendri grundu. Efnt verður til menningardagskrár í Þjóðarbókhlöðunni, forseti á fund með Ernu Solberg forsætisráðherra og situr hádegisverð norsku ríkisstjórnarinnar í boði forsætisráðherra. Síðdegis á morgun heimsækja forsetahjón Ólafíustofu, safnaðarheimili íslenska safnaðarins í Osló, og bjóða til móttöku í Astrup Fearnley listasafninu til heiðurs norsku konungshjónunum. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Haraldur V Noregskonungur Kóngafólk Noregur Tengdar fréttir Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Haraldur fimmti Noregskonungur og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddu þættina Ófærð og Skam í ávörpum sínum í konungshöllinni í Osló í kvöld. Guðni og eiginkona hans Eliza Reid hófu í dag tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs en þetta er önnur opinber heimsókn forsetahjónanna til útlanda. Síðast heimsóttu þau dönsku konungshjónin í lok janúar. Haraldur talaði um hvað norræn samvinna stæði styrkum fótum og nefndi í því sambandi hvernig kvennalandslið Norðmanna í handbolta hefði náð miklum árangri undir styrkri stjórn íslenska þjálfarans Þóris Hergeirssonar. Hann sagði einnig að íslenska sjónvarpsþáttaröðin Ófærð og norska þáttaröðin Skam hefðu styrkt menningartengsl norrænu þjóðanna. Guðni Th. kaus einnig að ræða Skam í sinni ræðu en hann sagði íslensk ungmenni hafa tekið norsku þáttaröðinni opnum örmum. Þá sagði hann íslensk ungmenni einnig vera byrjuð að sletta á norsku vegna Skam og að það væru orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka í veislu sem þessari, og uppskar mikinn hlátur fyrir vikið í veislunni. Hægt er að hlusta á ræðu Haralds og Guðna á vef norska ríkisútvarpsins hér. Dagskrá forsetahjónanna íslensku er ansi þétt í Noregi. Á morgun eru ráðgerðar heimsóknir til Start - up Lab, miðstöðvar frumkvöðlafyrirtækja í Osló og NORLA, kynningarmiðstöðvar norskra bókmennta á erlendri grundu. Efnt verður til menningardagskrár í Þjóðarbókhlöðunni, forseti á fund með Ernu Solberg forsætisráðherra og situr hádegisverð norsku ríkisstjórnarinnar í boði forsætisráðherra. Síðdegis á morgun heimsækja forsetahjón Ólafíustofu, safnaðarheimili íslenska safnaðarins í Osló, og bjóða til móttöku í Astrup Fearnley listasafninu til heiðurs norsku konungshjónunum.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Haraldur V Noregskonungur Kóngafólk Noregur Tengdar fréttir Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04
Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18