Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2017 22:58 Hér má sjá þá Guðna Th. og Harald Noregskonung ásamt Elizu Reid, Sonju Noregsdrottningu og Hákoni Noregsprins. Vísir/EPA Haraldur fimmti Noregskonungur og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddu þættina Ófærð og Skam í ávörpum sínum í konungshöllinni í Osló í kvöld. Guðni og eiginkona hans Eliza Reid hófu í dag tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs en þetta er önnur opinber heimsókn forsetahjónanna til útlanda. Síðast heimsóttu þau dönsku konungshjónin í lok janúar. Haraldur talaði um hvað norræn samvinna stæði styrkum fótum og nefndi í því sambandi hvernig kvennalandslið Norðmanna í handbolta hefði náð miklum árangri undir styrkri stjórn íslenska þjálfarans Þóris Hergeirssonar. Hann sagði einnig að íslenska sjónvarpsþáttaröðin Ófærð og norska þáttaröðin Skam hefðu styrkt menningartengsl norrænu þjóðanna. Guðni Th. kaus einnig að ræða Skam í sinni ræðu en hann sagði íslensk ungmenni hafa tekið norsku þáttaröðinni opnum örmum. Þá sagði hann íslensk ungmenni einnig vera byrjuð að sletta á norsku vegna Skam og að það væru orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka í veislu sem þessari, og uppskar mikinn hlátur fyrir vikið í veislunni. Hægt er að hlusta á ræðu Haralds og Guðna á vef norska ríkisútvarpsins hér. Dagskrá forsetahjónanna íslensku er ansi þétt í Noregi. Á morgun eru ráðgerðar heimsóknir til Start - up Lab, miðstöðvar frumkvöðlafyrirtækja í Osló og NORLA, kynningarmiðstöðvar norskra bókmennta á erlendri grundu. Efnt verður til menningardagskrár í Þjóðarbókhlöðunni, forseti á fund með Ernu Solberg forsætisráðherra og situr hádegisverð norsku ríkisstjórnarinnar í boði forsætisráðherra. Síðdegis á morgun heimsækja forsetahjón Ólafíustofu, safnaðarheimili íslenska safnaðarins í Osló, og bjóða til móttöku í Astrup Fearnley listasafninu til heiðurs norsku konungshjónunum. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Haraldur V Noregskonungur Kóngafólk Noregur Tengdar fréttir Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
Haraldur fimmti Noregskonungur og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddu þættina Ófærð og Skam í ávörpum sínum í konungshöllinni í Osló í kvöld. Guðni og eiginkona hans Eliza Reid hófu í dag tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs en þetta er önnur opinber heimsókn forsetahjónanna til útlanda. Síðast heimsóttu þau dönsku konungshjónin í lok janúar. Haraldur talaði um hvað norræn samvinna stæði styrkum fótum og nefndi í því sambandi hvernig kvennalandslið Norðmanna í handbolta hefði náð miklum árangri undir styrkri stjórn íslenska þjálfarans Þóris Hergeirssonar. Hann sagði einnig að íslenska sjónvarpsþáttaröðin Ófærð og norska þáttaröðin Skam hefðu styrkt menningartengsl norrænu þjóðanna. Guðni Th. kaus einnig að ræða Skam í sinni ræðu en hann sagði íslensk ungmenni hafa tekið norsku þáttaröðinni opnum örmum. Þá sagði hann íslensk ungmenni einnig vera byrjuð að sletta á norsku vegna Skam og að það væru orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka í veislu sem þessari, og uppskar mikinn hlátur fyrir vikið í veislunni. Hægt er að hlusta á ræðu Haralds og Guðna á vef norska ríkisútvarpsins hér. Dagskrá forsetahjónanna íslensku er ansi þétt í Noregi. Á morgun eru ráðgerðar heimsóknir til Start - up Lab, miðstöðvar frumkvöðlafyrirtækja í Osló og NORLA, kynningarmiðstöðvar norskra bókmennta á erlendri grundu. Efnt verður til menningardagskrár í Þjóðarbókhlöðunni, forseti á fund með Ernu Solberg forsætisráðherra og situr hádegisverð norsku ríkisstjórnarinnar í boði forsætisráðherra. Síðdegis á morgun heimsækja forsetahjón Ólafíustofu, safnaðarheimili íslenska safnaðarins í Osló, og bjóða til móttöku í Astrup Fearnley listasafninu til heiðurs norsku konungshjónunum.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Haraldur V Noregskonungur Kóngafólk Noregur Tengdar fréttir Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04
Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18