Kolefnisbinding er náttúruvernd Pétur Halldórsson skrifar 7. apríl 2017 10:00 Um þetta erum við sammála, Tómas Grétar Gunnarsson, sem skrifar grein á visir.is 3. apríl með fyrirsögninni „Að samræma kolefnisbindingu og aðra náttúruvernd“. Kolefnisbinding er náttúruvernd og ber að þakka Tómasi fyrir að vekja máls á því. Að heimsbyggðinni steðja hættur sem eru sjálfskaparvíti okkar sjálfra, hröð losun kolefnis út í andrúmsloftið sem tók milljónir ára að bindast með hjálp ljóstillífandi lífvera. Skógrækt er ein öflugasta aðgerð sem Íslendingum stendur til boða til að ná markmiðum sínum í Parísarsamkomulaginu. Ráðast þarf í miklu fleiri aðgerðir og leggja áherslu á að draga úr losun. Það nægir þó ekki að draga úr losun því minnka þarf þann koltvísýring sem þegar hefur verið losaður út í andrúmsloftið og enn á eftir að bætast við á komandi árum. Skógrækt er besta og öruggasta leiðin sem við höfum til þess. Aðrar leiðir, svo sem að bleyta aftur upp í framræstu landi eða að græða upp land án skógræktar, geta vafalaust verið góðar loftslagsaðgerðir í mörgum tilvikum. Enn er þó ekki er til vöktunarkerfi til að mæla ávinninginn og nokkuð vantar upp á þekkinguna svo við getum spáð fyrir um árangur einstakra aðgerða. Miklar rannsóknir eru aftur á móti til um bindingu í skógi á Íslandi og Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá rekur vöktunarkerfi sem mælir bindingu alls skóglendis á Íslandi og skilar til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Skógrækt á Íslandi ógnar ekki náttúrugæðum landsins. Í skógræktaráætlunum er ávallt sneitt hjá votlendi, fornleifum og öðrum verndarsvæðum. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að skógrækt spilli fyrir því að Íslendingar geti staðið við Ramsarsáttmálann um vernd votlendis, Ríósamninginn um vernd líffjölbreytni eða Bernarsamninginn um vernd evrópskra dýra, plantna og lífsvæða. Yfirleitt eykur skógrækt líffjölbreytni, ekki síst þar sem skógur er ræktaður á nær líflausum auðnum og gildir þá einu hvaða trjátegundir eru notaðar. Á slíkum svæðum er vonast til að aukið samstarf Skógræktarinnar og Landgræðslu ríkisins beri mikinn ávöxt á komandi árum með ræktun öflugra skóga þeirra trjátegunda sem best henta til að ná settum markmiðum. Með því er jafnframt tryggt að gróður, jarðvegur og uppsafnað kolefni landgræðslusvæða haldist við til frambúðar og eigi ekki á hættu að eyðast snögglega, til dæmis í einu öskugosi.Engin ógn af skógrækt Þetta þýðir þó ekki að skógrækt eigi að vera án takmarkana og hömlulaus. Langt er frá því að svo sé. Miklar skorður eru settar við skógrækt á Íslandi og skýrar reglur sem fylgja þarf við gerð skógræktaráætlana. Skógrækt fer að langmestu leyti fram á landbúnaðarlandi annars vegar og auðnum hins vegar. Þegar tekið er tillit til þess að ræktaður skógur nær ekki hálfu prósenti flatarmáls Íslands er óhætt að fullyrða að af skógrækt standi engin ógn. Jafnvel þótt við tífölduðum flatarmál ræktaðra skóga yrðu þeir ekki nema á 5 hundraðshlutum landsins, sem er lítið miðað við allt það villta birkiskóglendi sem á landinu var við landnám. Í nýjum lögum um skóga og skógrækt sem umhverfis og auðlindaráðherra hefur lagt fram á Alþingi er gert ráð fyrir að ráðherra leggi fram landsáætlun í skógrækt til tíu ára í senn. Hafa skuli víðtækt samráð við gerð áætlunarinnar, til dæmis um forsendur fyrir vali á landi til skógræktar með tilliti til náttúruverndar, minjaverndar og landslags. Sú áætlun minnkar áreiðanlega núning milli hagaðila um nýtingu lands. Áhugavert er að skoða þær plöntutegundir sem eru friðaðar samkvæmt íslenskum lögum. Þá kemur í ljós að á listanum eru ýmsar tegundir sem í öðrum löndum þrífast helst í skógi svo sem súrsmæra, skógfjóla, ferlaufungur og eggtvíblaðka. Fleiri íslenskar tegundir ættu að geta breiðst út með auknum skógum, til dæmis burknategundir sem nú finnast eingöngu í dimmum klettaskorum og giljum. Ástæða væri til að dreifa slíkum tegundum í skógum landsins til að auðga flóru skóganna og tryggja viðgang tegundanna. Skógrækt á Íslandi er stunduð með varfærnum og vönduðum hætti. Auðvitað má þó alltaf gera betur og að því er stefnt. Upplýsingar og rannsóknir hjálpa þar mjög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Halldórsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Um þetta erum við sammála, Tómas Grétar Gunnarsson, sem skrifar grein á visir.is 3. apríl með fyrirsögninni „Að samræma kolefnisbindingu og aðra náttúruvernd“. Kolefnisbinding er náttúruvernd og ber að þakka Tómasi fyrir að vekja máls á því. Að heimsbyggðinni steðja hættur sem eru sjálfskaparvíti okkar sjálfra, hröð losun kolefnis út í andrúmsloftið sem tók milljónir ára að bindast með hjálp ljóstillífandi lífvera. Skógrækt er ein öflugasta aðgerð sem Íslendingum stendur til boða til að ná markmiðum sínum í Parísarsamkomulaginu. Ráðast þarf í miklu fleiri aðgerðir og leggja áherslu á að draga úr losun. Það nægir þó ekki að draga úr losun því minnka þarf þann koltvísýring sem þegar hefur verið losaður út í andrúmsloftið og enn á eftir að bætast við á komandi árum. Skógrækt er besta og öruggasta leiðin sem við höfum til þess. Aðrar leiðir, svo sem að bleyta aftur upp í framræstu landi eða að græða upp land án skógræktar, geta vafalaust verið góðar loftslagsaðgerðir í mörgum tilvikum. Enn er þó ekki er til vöktunarkerfi til að mæla ávinninginn og nokkuð vantar upp á þekkinguna svo við getum spáð fyrir um árangur einstakra aðgerða. Miklar rannsóknir eru aftur á móti til um bindingu í skógi á Íslandi og Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá rekur vöktunarkerfi sem mælir bindingu alls skóglendis á Íslandi og skilar til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Skógrækt á Íslandi ógnar ekki náttúrugæðum landsins. Í skógræktaráætlunum er ávallt sneitt hjá votlendi, fornleifum og öðrum verndarsvæðum. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að skógrækt spilli fyrir því að Íslendingar geti staðið við Ramsarsáttmálann um vernd votlendis, Ríósamninginn um vernd líffjölbreytni eða Bernarsamninginn um vernd evrópskra dýra, plantna og lífsvæða. Yfirleitt eykur skógrækt líffjölbreytni, ekki síst þar sem skógur er ræktaður á nær líflausum auðnum og gildir þá einu hvaða trjátegundir eru notaðar. Á slíkum svæðum er vonast til að aukið samstarf Skógræktarinnar og Landgræðslu ríkisins beri mikinn ávöxt á komandi árum með ræktun öflugra skóga þeirra trjátegunda sem best henta til að ná settum markmiðum. Með því er jafnframt tryggt að gróður, jarðvegur og uppsafnað kolefni landgræðslusvæða haldist við til frambúðar og eigi ekki á hættu að eyðast snögglega, til dæmis í einu öskugosi.Engin ógn af skógrækt Þetta þýðir þó ekki að skógrækt eigi að vera án takmarkana og hömlulaus. Langt er frá því að svo sé. Miklar skorður eru settar við skógrækt á Íslandi og skýrar reglur sem fylgja þarf við gerð skógræktaráætlana. Skógrækt fer að langmestu leyti fram á landbúnaðarlandi annars vegar og auðnum hins vegar. Þegar tekið er tillit til þess að ræktaður skógur nær ekki hálfu prósenti flatarmáls Íslands er óhætt að fullyrða að af skógrækt standi engin ógn. Jafnvel þótt við tífölduðum flatarmál ræktaðra skóga yrðu þeir ekki nema á 5 hundraðshlutum landsins, sem er lítið miðað við allt það villta birkiskóglendi sem á landinu var við landnám. Í nýjum lögum um skóga og skógrækt sem umhverfis og auðlindaráðherra hefur lagt fram á Alþingi er gert ráð fyrir að ráðherra leggi fram landsáætlun í skógrækt til tíu ára í senn. Hafa skuli víðtækt samráð við gerð áætlunarinnar, til dæmis um forsendur fyrir vali á landi til skógræktar með tilliti til náttúruverndar, minjaverndar og landslags. Sú áætlun minnkar áreiðanlega núning milli hagaðila um nýtingu lands. Áhugavert er að skoða þær plöntutegundir sem eru friðaðar samkvæmt íslenskum lögum. Þá kemur í ljós að á listanum eru ýmsar tegundir sem í öðrum löndum þrífast helst í skógi svo sem súrsmæra, skógfjóla, ferlaufungur og eggtvíblaðka. Fleiri íslenskar tegundir ættu að geta breiðst út með auknum skógum, til dæmis burknategundir sem nú finnast eingöngu í dimmum klettaskorum og giljum. Ástæða væri til að dreifa slíkum tegundum í skógum landsins til að auðga flóru skóganna og tryggja viðgang tegundanna. Skógrækt á Íslandi er stunduð með varfærnum og vönduðum hætti. Auðvitað má þó alltaf gera betur og að því er stefnt. Upplýsingar og rannsóknir hjálpa þar mjög.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun