Nístandi naumhyggja Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. apríl 2017 07:00 Snærós Sindradóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifað á dögunum um tillögu mína til þingsályktunar, og sex annarra þingmanna Vinstri grænna, í dálkinum Frá degi til dags í Fréttablaðinu. Tillagan fjallar um að Alþingi komi á fót kynjavakt „sem geri úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku innan Alþingis, hvernig ályktunum Alþingis og aðgerðaáætlunum ríkisstjórna í jafnréttismálum hefur verið framfylgt og skoði næmi Alþingis fyrir ólíkri stöðu kynjanna samkvæmt kynnæmum vísum Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU).“ Tillagan á rætur sínar að rekja til ferðar undirritaðs á fund kvennanefndar SÞ í New York. Þar kynnti Alþjóðaþingmannasambandið umrædda vísa, en þjóðþing víða um heim hafa tekið þá upp. Tilgangur þeirra er að meta raunverulegt kynjajafnrétti innan þinganna, ekki bara að telja hve margar konur sitji þar og hve margir karlar. Það á sem sagt að meta áhrifin. Þá mundi kynjavaktin einnig meta þær aðgerðaáætlanir, stefnur og samþykktir sem Alþingi hefur gert í jafnréttismálum, hvort þeim hafi verið fylgt eftir. Fjölmargar slíkar samþykktir hafa verið gerðar en því miður hefur skort á eftirfylgni með þeim. Snærós fjallar um þessar tillögur af þeirri kerskni sem umræddum dálki hæfir. Hún segir að hér sé á ferð tillaga sem „vafalítið mun skila áhugaverðum niðurstöðum sem þorri almennings mun ekki skeyta neinu um.“ Það er miður að Snærós hafi ekki meiri trú á áhuga almennings um jafnrétti, en vel má vera að hún hafi rétt fyrir sér hvað það varðar. Það setur aukna ábyrgð á hendur okkar sem um þau mál fjöllum að reyna að vekja þann áhuga, enda mikilvæg mál. Þá virðist Snærós telja tillöguna gæluverkefni þingmanna, mín þá væntanlega, sem kosta þurfi fjármunum til, en slíkt sé „ekki það fyrsta sem þeir sem eru að reyna að knýja fram jafnrétti dettur í hug,“ eins og hún orðar það. Ekki veit ég hvort hún telur mig til þess hóps sem er að reyna að knýja fram jafnrétti og kannski er það lauk-, kór- og hárrétt hjá henni að þetta er ekki það fyrsta sem mér, og öðrum, dettur í hug í þeim efnum. En þetta var þó það fyrsta sem mér datt í hug, eftir setu á fundi kvennanefndar SÞ, að ég gæti sem óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu lagt af mörkum. Og þær konur sem ég leitaði ráða hjá, sem starfa í geiranum og hafa margar gert áratugum saman, lýstu yfir ánægju sinni og fögnuðu framtakinu. Hvað kostnaðinn varðar, þá verður hann nú trauðla mikill. Hér er lagt til að þingmenn setjist í nefnd um málið og haft verði samráð við jafnréttisnefnd skrifstofu Alþingis. Þetta verði því einfaldlega hluti af starfi þingmanna og starfsmanna þingsins. Sannast sagna kem ég ekki auga á neinn kostnað, en kannski veit Snærós betur? Snærós lýkur svo máli sínu með eftirfarandi orðum: „Má ég þá frekar biðja um jöfn laun.“ Þessi orð finnst mér lýsa nístandi naumhyggju. Að smætta jafn víðfeðmt mál og kynjajafnrétti niður í það að annað hvort verði komið á fót kynjavakt Alþingis eða jöfnum launum finnst mér furðuleg niðurstaða. Að mínu viti þarf nefnilega ótal aðgerðir á fjölmörgum vígstöðvum. Við þurfum að meta raunveruleg áhrif kynjanna, aðkomu að ákvörðunum, eftirfylgni með samþykktum, við þurfum að auka menntun í kynja- og jafnréttisfræðum á öllum skólastigum, við þurfum að mennta kennarana okkar í að kenna þau fræði, við þurfum að tryggja að hvergi halli á konur og þetta er engan veginn tæmandi listi. Og við þurfum að tryggja að greidd séu jöfn laun, óháð kyni. Það er því ekkert annað hvort eða í þessum efnum. Tillagan um kynjavakt er tilraun til að tryggja að innan þess mengis sem Alþingi er ríki fullt jafnrétti á öllum sviðum – auk þess er lýtur að eftirfylgni með samþykktum. Sjálfur held ég að gott væri að gera slíka úttekt sem víðast; á Alþingi, í sveitarstjórnum og jafnvel á stórum vinnustöðum eins og útgefendum Fréttablaðsins og Vísis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Snærós Sindradóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifað á dögunum um tillögu mína til þingsályktunar, og sex annarra þingmanna Vinstri grænna, í dálkinum Frá degi til dags í Fréttablaðinu. Tillagan fjallar um að Alþingi komi á fót kynjavakt „sem geri úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku innan Alþingis, hvernig ályktunum Alþingis og aðgerðaáætlunum ríkisstjórna í jafnréttismálum hefur verið framfylgt og skoði næmi Alþingis fyrir ólíkri stöðu kynjanna samkvæmt kynnæmum vísum Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU).“ Tillagan á rætur sínar að rekja til ferðar undirritaðs á fund kvennanefndar SÞ í New York. Þar kynnti Alþjóðaþingmannasambandið umrædda vísa, en þjóðþing víða um heim hafa tekið þá upp. Tilgangur þeirra er að meta raunverulegt kynjajafnrétti innan þinganna, ekki bara að telja hve margar konur sitji þar og hve margir karlar. Það á sem sagt að meta áhrifin. Þá mundi kynjavaktin einnig meta þær aðgerðaáætlanir, stefnur og samþykktir sem Alþingi hefur gert í jafnréttismálum, hvort þeim hafi verið fylgt eftir. Fjölmargar slíkar samþykktir hafa verið gerðar en því miður hefur skort á eftirfylgni með þeim. Snærós fjallar um þessar tillögur af þeirri kerskni sem umræddum dálki hæfir. Hún segir að hér sé á ferð tillaga sem „vafalítið mun skila áhugaverðum niðurstöðum sem þorri almennings mun ekki skeyta neinu um.“ Það er miður að Snærós hafi ekki meiri trú á áhuga almennings um jafnrétti, en vel má vera að hún hafi rétt fyrir sér hvað það varðar. Það setur aukna ábyrgð á hendur okkar sem um þau mál fjöllum að reyna að vekja þann áhuga, enda mikilvæg mál. Þá virðist Snærós telja tillöguna gæluverkefni þingmanna, mín þá væntanlega, sem kosta þurfi fjármunum til, en slíkt sé „ekki það fyrsta sem þeir sem eru að reyna að knýja fram jafnrétti dettur í hug,“ eins og hún orðar það. Ekki veit ég hvort hún telur mig til þess hóps sem er að reyna að knýja fram jafnrétti og kannski er það lauk-, kór- og hárrétt hjá henni að þetta er ekki það fyrsta sem mér, og öðrum, dettur í hug í þeim efnum. En þetta var þó það fyrsta sem mér datt í hug, eftir setu á fundi kvennanefndar SÞ, að ég gæti sem óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu lagt af mörkum. Og þær konur sem ég leitaði ráða hjá, sem starfa í geiranum og hafa margar gert áratugum saman, lýstu yfir ánægju sinni og fögnuðu framtakinu. Hvað kostnaðinn varðar, þá verður hann nú trauðla mikill. Hér er lagt til að þingmenn setjist í nefnd um málið og haft verði samráð við jafnréttisnefnd skrifstofu Alþingis. Þetta verði því einfaldlega hluti af starfi þingmanna og starfsmanna þingsins. Sannast sagna kem ég ekki auga á neinn kostnað, en kannski veit Snærós betur? Snærós lýkur svo máli sínu með eftirfarandi orðum: „Má ég þá frekar biðja um jöfn laun.“ Þessi orð finnst mér lýsa nístandi naumhyggju. Að smætta jafn víðfeðmt mál og kynjajafnrétti niður í það að annað hvort verði komið á fót kynjavakt Alþingis eða jöfnum launum finnst mér furðuleg niðurstaða. Að mínu viti þarf nefnilega ótal aðgerðir á fjölmörgum vígstöðvum. Við þurfum að meta raunveruleg áhrif kynjanna, aðkomu að ákvörðunum, eftirfylgni með samþykktum, við þurfum að auka menntun í kynja- og jafnréttisfræðum á öllum skólastigum, við þurfum að mennta kennarana okkar í að kenna þau fræði, við þurfum að tryggja að hvergi halli á konur og þetta er engan veginn tæmandi listi. Og við þurfum að tryggja að greidd séu jöfn laun, óháð kyni. Það er því ekkert annað hvort eða í þessum efnum. Tillagan um kynjavakt er tilraun til að tryggja að innan þess mengis sem Alþingi er ríki fullt jafnrétti á öllum sviðum – auk þess er lýtur að eftirfylgni með samþykktum. Sjálfur held ég að gott væri að gera slíka úttekt sem víðast; á Alþingi, í sveitarstjórnum og jafnvel á stórum vinnustöðum eins og útgefendum Fréttablaðsins og Vísis.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun