Icelandair ekki gert að greiða týndan iPhone Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. apríl 2017 10:14 Stúlkan gleymdi símanum sínum í sætisvasa en mátti ekki fara aftur um borð til þess að sækja hann. Vísir/Vilhelm Samgöngustofa hefur hafnað því að Icelandair verði gert að greiða skaðabætur vegna iPhone-síma sem tólf ára stúlka glataði um borð í flugvél flugfélagsins á leið frá Washington til Keflavíkur. Skömmu eftir lendingu uppgötvaði stúlkan að hún hafði gleymt símanum í sætisvasa þegar hún fór frá borði. Henni var hins vegar ekki heimilað að fara aftur um borð til að leita að símanum en var þess í stað bent á upplýsingaborð. Síminn fannst aldrei og kvartaði faðir stúlkunnar til Samgöngustofu og krafðist skaðabóta frá Icelandair. Að sögn kvartanda fékk stúlkan engar upplýsingar eða svör eftir að hún tilkynnti um tap símans. Ekki heimilt að hleypa farþega aftur um borðIcelandair hafnaði skaðabótakröfunni á þeim grundvelli að af öryggisástæðum væri ekki heimilt að hleypa farþegum aftur um borð eftir að þeir hafa farið frá borði. Þá sé einnig tekið fram í flutningsskilmálum Icelandair að flugfélagið sé ekki ábyrgt fyrir handfarangri, nema farangurinn týnist vegna vanrækslu flugrekanda. Það hafi hins vegar ekki verið tilfellið að þessu sinni þar sem farþeginn hafi týnt símanum sjálf, tjónið megi því eingöngu rekja til eigin sakar farþegans.Í ákvörðun Samgöngustofu segir að ekkert liggi fyrir um að höfnun flugliða Icelandair á því að hleypa stúlkunni aftur um borð hafi orsakað tjón hennar. Kröfunni var því hafnað. Fréttir af flugi Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Samgöngustofa hefur hafnað því að Icelandair verði gert að greiða skaðabætur vegna iPhone-síma sem tólf ára stúlka glataði um borð í flugvél flugfélagsins á leið frá Washington til Keflavíkur. Skömmu eftir lendingu uppgötvaði stúlkan að hún hafði gleymt símanum í sætisvasa þegar hún fór frá borði. Henni var hins vegar ekki heimilað að fara aftur um borð til að leita að símanum en var þess í stað bent á upplýsingaborð. Síminn fannst aldrei og kvartaði faðir stúlkunnar til Samgöngustofu og krafðist skaðabóta frá Icelandair. Að sögn kvartanda fékk stúlkan engar upplýsingar eða svör eftir að hún tilkynnti um tap símans. Ekki heimilt að hleypa farþega aftur um borðIcelandair hafnaði skaðabótakröfunni á þeim grundvelli að af öryggisástæðum væri ekki heimilt að hleypa farþegum aftur um borð eftir að þeir hafa farið frá borði. Þá sé einnig tekið fram í flutningsskilmálum Icelandair að flugfélagið sé ekki ábyrgt fyrir handfarangri, nema farangurinn týnist vegna vanrækslu flugrekanda. Það hafi hins vegar ekki verið tilfellið að þessu sinni þar sem farþeginn hafi týnt símanum sjálf, tjónið megi því eingöngu rekja til eigin sakar farþegans.Í ákvörðun Samgöngustofu segir að ekkert liggi fyrir um að höfnun flugliða Icelandair á því að hleypa stúlkunni aftur um borð hafi orsakað tjón hennar. Kröfunni var því hafnað.
Fréttir af flugi Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira