Kaldir og blautir eftir að rúða brotnaði í einni rútunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. apríl 2017 16:26 Tvær smárútur lentu í árekstri og sú þriðja, stærri rúta, fauk út af veginum við Svartfell í Langadal. vísir/Loftmyndir.is „Það er mjög slæmt veður, yfir 30 metrar á sekúndu og fimm stiga frost,“ segir Jón Sigurðarsson, formaður björgunarsveitarinnar Vopna um aðstæður á Möðrudalsöræfum þar sem þrjár rútur lendu í vandræðum fyrr í dag. Tvær smárútur lentu í árekstri og sú þriðja, stærri rúta, fauk út af veginum við Svartfell í Langadal. 62 erlendir ferðamenn voru um borð í rútunum þremur. Austurfrétt greindi fyrst frá. Engin slys urðu á fólki en að sögn Jóns voru farþegar í annarri smárútunni orðnir nokkuð kaldir en rúða í henni brotnaði við áreksturinn. Ferðamennirnir voru fluttir í aðrar rútur og eru rúturnar nú á leið til Egilsstaða í fylgd björgunarsveitamanna. Búið er að loka veginum yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði vegna veðurs um óákveðinn tíma en spáð er mjög hvössum vindi á Austur- og Suðausturlandi um leið og kröpp lægð fer til suðurs skammt fyrir austan land. Búist er við að veður verði í hámarki alveg til klukkan níu í kvöld. Jón segir þó að björgunarsveitir á Austurlandi séu ekki með sérstakan viðbúnað vegna veðursins, en séu þó klárar komi kallið. Veður Tengdar fréttir Rútur lentu í árekstri á Möðrudalsöræfum Mjög slæmt veður á slysstaðnum, hvasst og snjókoma en farþegar verða fluttir í aðrar rútur. 4. apríl 2017 14:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
„Það er mjög slæmt veður, yfir 30 metrar á sekúndu og fimm stiga frost,“ segir Jón Sigurðarsson, formaður björgunarsveitarinnar Vopna um aðstæður á Möðrudalsöræfum þar sem þrjár rútur lendu í vandræðum fyrr í dag. Tvær smárútur lentu í árekstri og sú þriðja, stærri rúta, fauk út af veginum við Svartfell í Langadal. 62 erlendir ferðamenn voru um borð í rútunum þremur. Austurfrétt greindi fyrst frá. Engin slys urðu á fólki en að sögn Jóns voru farþegar í annarri smárútunni orðnir nokkuð kaldir en rúða í henni brotnaði við áreksturinn. Ferðamennirnir voru fluttir í aðrar rútur og eru rúturnar nú á leið til Egilsstaða í fylgd björgunarsveitamanna. Búið er að loka veginum yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði vegna veðurs um óákveðinn tíma en spáð er mjög hvössum vindi á Austur- og Suðausturlandi um leið og kröpp lægð fer til suðurs skammt fyrir austan land. Búist er við að veður verði í hámarki alveg til klukkan níu í kvöld. Jón segir þó að björgunarsveitir á Austurlandi séu ekki með sérstakan viðbúnað vegna veðursins, en séu þó klárar komi kallið.
Veður Tengdar fréttir Rútur lentu í árekstri á Möðrudalsöræfum Mjög slæmt veður á slysstaðnum, hvasst og snjókoma en farþegar verða fluttir í aðrar rútur. 4. apríl 2017 14:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Rútur lentu í árekstri á Möðrudalsöræfum Mjög slæmt veður á slysstaðnum, hvasst og snjókoma en farþegar verða fluttir í aðrar rútur. 4. apríl 2017 14:30