Ronaldo skaut Bæjara úr leik | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. apríl 2017 21:15 Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar Real Madrid vann 4-2 sigur á Bayern München í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Real Madrid vann fyrri leikinn á Allianz Arena 1-2 og einvígið samanlagt 6-3. Þetta er sjöunda árið í röð sem Real Madrid kemst í undanúrslit Meistaradeildarinnar sem er met. Leikurinn í kvöld var frábær skemmtun og úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu. Staðan var markalaus í hálfleik en á 53. mínútu kom Robert Lewandowski Bayern yfir með marki úr vítaspyrnu. Ronaldo jafnaði metin á 76. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Sergio Ramos afar skrautlegt sjálfsmark og staðan því jöfn samanlagt, 3-3. Á 84. mínútu fékk Arturo Vidal sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir afar litlar sakir. Ronaldo var aftur á ferðinni á 105. mínútu þegar hann skoraði eftir sendingu frá Ramos. Portúgalinn var rangstæður þegar hann fékk boltann en flaggið fór ekki á loft. Fimm mínútum síðar spólaði Marcelo sig í gegnum vörn Bayern og lagði boltann til hliðar á Ronaldo sem skoraði sitt þriðja mark í leiknum, fimmta mark í einvíginu og 100. mark í Meistaradeildinni. Á 112. mínútu rak varamaðurinn Marco Asensio svo síðasta naglann í kistu Bayern. Lokatölur 4-2, Real Madrid í vil. Hér að neðan má lesa lýsingu frá gangi mála í Meistaradeildinni í kvöld.21:13: Leik lokið! Kassai flautar leikinn af. Magnaður fótboltaleikur sem hafði allt. Ronaldo skoraði þrennu í leiknum og fimm mörk í einvíginu. Mörkin í Meistaradeildinni eru alls orðin 100 hjá Portúgalanum.21:04: MARK!!! Asensio labbar framhjá dauðþreyttum Hummels og skorar framhjá Neuer. Madrídingar eru komnir áfram.21:01: MARK!!! Ronaldo skorar sitt þriðja mark! Marcelo á allan heiðurinn að þessu marki, brunar í gegnum miðja vörn Bayern og leggur boltann til hliðar á Ronaldo sem skorar. Hundrað Meistaradeildarmörk hjá þessum ótrúlega leikmanni.20:58: Seinni hálfleikurinn hafinn. Bayern þarf eitt mark og þá eru þýsku meistararnir á leið í undanúrslit.20:56: Kassai flautar til hálfleiks í framlengingunni.20:54: MARK!!! Ronaldo með sitt annað mark í leiknum, fjórða markið í einvíginu og 99. markið í Meistaradeildinni! Ronaldo er rangstæður þegar hann fær boltann frá Ramos en ekkert dæmt. Ronaldo tekur vel á móti boltanum og klárar færið frábærlega.20:48: Marco Asensio með lúmskt skot sem Neuer ver í horn.20:40: Framlengingin er hafin! Hafa Bæjarar kraft til að klára leikinn?20:35: Venjulegum leiktíma er lokið í Madríd! Við erum á leið í framlengingu.20:34: Leiknum á King Power er lokið! Atlético fer í undanúrslit í þriðja skiptið á fjórum árum.20:28: Carlo Ancelotti kippir Lewandowski af velli. Joshua Kimmich kemur inn á. Ancelotti er búinn með sínar skiptingar.20:24: RAUTT!!! Vidal fær sitt annað gula spjald og þar með rautt! Dómurinn er reyndar rangur því Sílemaðurinn tók boltann.20:23: Lucas Vásquez með skot í hliðarnetið.20:19: Marcelo með skot sem Neuer ver.20:18: MARK!!! Bayern þurfti eitt mark og er komið með eitt mark! Stórfurðulegt sjálfsmark hjá Ramos! Ef þetta endar svona förum við í framlengingu.20:16: MARK!!! Ronaldo jafnar metin með sínu þriðja marki í einvíginu. Hann er ekkert eðlilegur. Casemiro lyftir boltanum inn á teig og Ronaldo skallar hann framhjá Neuer. Þetta mark breytir ekki öllu því Bayern kemur leiknum í framlengingu með einu marki.20:07: Vardy í góðri stöðu en skýtur í varnarmann. Leicester hefur verið mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik.20:00: MARK!!! Jamie Vardy minnkar muninn fyrir Leicester gegn Atlético! Chilwell heldur áfram að valda usla og á skot sem fer af varnarmanni og til Vardys sem skorar. Enn er von fyrir Leicester.19:54: Vidal í færi en hittir ekki markið! Bæjarar ætla að hamra járnið meðan það er heitt.19:53: MARK!!! Lewandowski skorar örugglega úr vítaspyrnunni og staðan orðin 0-1! Bayern þarf samt eitt mark til viðbótar til að fara áfram.19:52: VÍTI!!! Casemiro brýtur á Robben og Viktor Kassai bendir á punktinn!19:51: Marcelo bjargar á línu frá Robben! Þarna sluppu heimamenn vel. Á King Power á varamaðurinn Chilwell skot rétt yfir mark Atlético.19:48: Vidal brýtur á Casemiro en sleppur við spjald sem er eins gott fyrir Bayern því Sílemaðurinn er á spjaldi.19:45: Búið að flauta seinni hálfleikinn á í báðum leikjunum! Craig Shakespeare gerði tvær breytingar á Leicester-liðinu í hálfleik. Inn komu Leonardo Ulloa og Ben Chilwell og út fóru Yohan Benalouane og Okazaki.19:30: Búið að flauta til hálfleiks í báðum leikjunum. Allt opið í Madríd en staða Leicester er ansi erfið því liðið þarf að skora þrjú mörk til að komast áfram í undanúrslit.19:23: Kroos í dauðafæri en Hummels kemst fyrir skot hans og kemur í veg fyrir að Real Madrid nái forystunni.19:21: DAUÐAFÆRI! Cristiano Ronaldo kemst einn í gegnum vörn Bayern og reynir skot sem Neuer ver! Karim Benzema var með Ronaldo sem var aldrei líklegur til að gefa boltann.19:19: Riyad Mahrez með skot beint á Jan Oblak. Á Bernabeu á Toni Kroos skot yfir mark Bayern.19:13: Neuer í ruglinu! Missir fyrirgjöf/skot Carvajals út í teiginn á Sergio Ramos sem á skot sem Jérome Boateng bjargar á línu!19:11: MARK! Saúl Níguez kemur Atlético yfir í Leicester með skalla eftir fyrirgjöf Filipe Luís frá vinstri.19:10: Dani Carvajal með fast skot sem Manuel Neuer virðist verja í horn. Real Madrid fær samt ekki horn.19:06: Fín sókn hjá Leicester sem endar með skoti Shinji Okazaki yfir. Ensku meistararnir minna á sig.18:54: Færi hjá Bayern! Thiago fær sendingu frá Franck Ribéry en skýtur í Marcelo. Arjen Robben fær svo boltann en skýtur í hliðarnetið.18:51: Arturo Vidal fær gult spjald sem þýðir að hann verður í banni í fyrri undanúrslitaleiknum, að því gefnu að Bayern komist þangað.18:45: Það er búið að flauta til leiks á Santíago Bernabeu og King Power vellinum!18:15: Real Madrid getur sett met með því að komast í undanúrslit sjöunda árið í röð. Manni finnst ekki svo langt síðan liðið komst ekki upp úr 16-liða úrslitunum.18:00: Kafteinn Wes Morgan snýr aftur í lið Leicester og tekur stöðu Roberts Huth sem er í leikbanni. Diego Simeone gerir eina breytingu á byrjunarliði Atlético; José María Giménez kemur inn fyrir Fernando Torres og spilar á miðjunni. Óvænt útspil hjá Simeone.18:00: Robert Lewandowski snýr aftur í lið Bayern eftir meiðsli og tekur stöðu Thomas Müller í byrjunarliðinu. Mats Hummels kemur svo inn fyrir Javi Martínez sem tekur út leikbann. Annars er byrjunarlið Bayern óbreytt. Zinedine Zidane teflir fram óbreyttu byrjunarliði frá fyrri leiknum fyrir utan að Isco kemur inn fyrir meiddan Gareth Bale.18:00: Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Þar mætast annars vegar Bayern München og Real Madrid og hins vegar Leicester City og Atlético Madrid. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Sjá meira
Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar Real Madrid vann 4-2 sigur á Bayern München í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Real Madrid vann fyrri leikinn á Allianz Arena 1-2 og einvígið samanlagt 6-3. Þetta er sjöunda árið í röð sem Real Madrid kemst í undanúrslit Meistaradeildarinnar sem er met. Leikurinn í kvöld var frábær skemmtun og úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu. Staðan var markalaus í hálfleik en á 53. mínútu kom Robert Lewandowski Bayern yfir með marki úr vítaspyrnu. Ronaldo jafnaði metin á 76. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Sergio Ramos afar skrautlegt sjálfsmark og staðan því jöfn samanlagt, 3-3. Á 84. mínútu fékk Arturo Vidal sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir afar litlar sakir. Ronaldo var aftur á ferðinni á 105. mínútu þegar hann skoraði eftir sendingu frá Ramos. Portúgalinn var rangstæður þegar hann fékk boltann en flaggið fór ekki á loft. Fimm mínútum síðar spólaði Marcelo sig í gegnum vörn Bayern og lagði boltann til hliðar á Ronaldo sem skoraði sitt þriðja mark í leiknum, fimmta mark í einvíginu og 100. mark í Meistaradeildinni. Á 112. mínútu rak varamaðurinn Marco Asensio svo síðasta naglann í kistu Bayern. Lokatölur 4-2, Real Madrid í vil. Hér að neðan má lesa lýsingu frá gangi mála í Meistaradeildinni í kvöld.21:13: Leik lokið! Kassai flautar leikinn af. Magnaður fótboltaleikur sem hafði allt. Ronaldo skoraði þrennu í leiknum og fimm mörk í einvíginu. Mörkin í Meistaradeildinni eru alls orðin 100 hjá Portúgalanum.21:04: MARK!!! Asensio labbar framhjá dauðþreyttum Hummels og skorar framhjá Neuer. Madrídingar eru komnir áfram.21:01: MARK!!! Ronaldo skorar sitt þriðja mark! Marcelo á allan heiðurinn að þessu marki, brunar í gegnum miðja vörn Bayern og leggur boltann til hliðar á Ronaldo sem skorar. Hundrað Meistaradeildarmörk hjá þessum ótrúlega leikmanni.20:58: Seinni hálfleikurinn hafinn. Bayern þarf eitt mark og þá eru þýsku meistararnir á leið í undanúrslit.20:56: Kassai flautar til hálfleiks í framlengingunni.20:54: MARK!!! Ronaldo með sitt annað mark í leiknum, fjórða markið í einvíginu og 99. markið í Meistaradeildinni! Ronaldo er rangstæður þegar hann fær boltann frá Ramos en ekkert dæmt. Ronaldo tekur vel á móti boltanum og klárar færið frábærlega.20:48: Marco Asensio með lúmskt skot sem Neuer ver í horn.20:40: Framlengingin er hafin! Hafa Bæjarar kraft til að klára leikinn?20:35: Venjulegum leiktíma er lokið í Madríd! Við erum á leið í framlengingu.20:34: Leiknum á King Power er lokið! Atlético fer í undanúrslit í þriðja skiptið á fjórum árum.20:28: Carlo Ancelotti kippir Lewandowski af velli. Joshua Kimmich kemur inn á. Ancelotti er búinn með sínar skiptingar.20:24: RAUTT!!! Vidal fær sitt annað gula spjald og þar með rautt! Dómurinn er reyndar rangur því Sílemaðurinn tók boltann.20:23: Lucas Vásquez með skot í hliðarnetið.20:19: Marcelo með skot sem Neuer ver.20:18: MARK!!! Bayern þurfti eitt mark og er komið með eitt mark! Stórfurðulegt sjálfsmark hjá Ramos! Ef þetta endar svona förum við í framlengingu.20:16: MARK!!! Ronaldo jafnar metin með sínu þriðja marki í einvíginu. Hann er ekkert eðlilegur. Casemiro lyftir boltanum inn á teig og Ronaldo skallar hann framhjá Neuer. Þetta mark breytir ekki öllu því Bayern kemur leiknum í framlengingu með einu marki.20:07: Vardy í góðri stöðu en skýtur í varnarmann. Leicester hefur verið mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik.20:00: MARK!!! Jamie Vardy minnkar muninn fyrir Leicester gegn Atlético! Chilwell heldur áfram að valda usla og á skot sem fer af varnarmanni og til Vardys sem skorar. Enn er von fyrir Leicester.19:54: Vidal í færi en hittir ekki markið! Bæjarar ætla að hamra járnið meðan það er heitt.19:53: MARK!!! Lewandowski skorar örugglega úr vítaspyrnunni og staðan orðin 0-1! Bayern þarf samt eitt mark til viðbótar til að fara áfram.19:52: VÍTI!!! Casemiro brýtur á Robben og Viktor Kassai bendir á punktinn!19:51: Marcelo bjargar á línu frá Robben! Þarna sluppu heimamenn vel. Á King Power á varamaðurinn Chilwell skot rétt yfir mark Atlético.19:48: Vidal brýtur á Casemiro en sleppur við spjald sem er eins gott fyrir Bayern því Sílemaðurinn er á spjaldi.19:45: Búið að flauta seinni hálfleikinn á í báðum leikjunum! Craig Shakespeare gerði tvær breytingar á Leicester-liðinu í hálfleik. Inn komu Leonardo Ulloa og Ben Chilwell og út fóru Yohan Benalouane og Okazaki.19:30: Búið að flauta til hálfleiks í báðum leikjunum. Allt opið í Madríd en staða Leicester er ansi erfið því liðið þarf að skora þrjú mörk til að komast áfram í undanúrslit.19:23: Kroos í dauðafæri en Hummels kemst fyrir skot hans og kemur í veg fyrir að Real Madrid nái forystunni.19:21: DAUÐAFÆRI! Cristiano Ronaldo kemst einn í gegnum vörn Bayern og reynir skot sem Neuer ver! Karim Benzema var með Ronaldo sem var aldrei líklegur til að gefa boltann.19:19: Riyad Mahrez með skot beint á Jan Oblak. Á Bernabeu á Toni Kroos skot yfir mark Bayern.19:13: Neuer í ruglinu! Missir fyrirgjöf/skot Carvajals út í teiginn á Sergio Ramos sem á skot sem Jérome Boateng bjargar á línu!19:11: MARK! Saúl Níguez kemur Atlético yfir í Leicester með skalla eftir fyrirgjöf Filipe Luís frá vinstri.19:10: Dani Carvajal með fast skot sem Manuel Neuer virðist verja í horn. Real Madrid fær samt ekki horn.19:06: Fín sókn hjá Leicester sem endar með skoti Shinji Okazaki yfir. Ensku meistararnir minna á sig.18:54: Færi hjá Bayern! Thiago fær sendingu frá Franck Ribéry en skýtur í Marcelo. Arjen Robben fær svo boltann en skýtur í hliðarnetið.18:51: Arturo Vidal fær gult spjald sem þýðir að hann verður í banni í fyrri undanúrslitaleiknum, að því gefnu að Bayern komist þangað.18:45: Það er búið að flauta til leiks á Santíago Bernabeu og King Power vellinum!18:15: Real Madrid getur sett met með því að komast í undanúrslit sjöunda árið í röð. Manni finnst ekki svo langt síðan liðið komst ekki upp úr 16-liða úrslitunum.18:00: Kafteinn Wes Morgan snýr aftur í lið Leicester og tekur stöðu Roberts Huth sem er í leikbanni. Diego Simeone gerir eina breytingu á byrjunarliði Atlético; José María Giménez kemur inn fyrir Fernando Torres og spilar á miðjunni. Óvænt útspil hjá Simeone.18:00: Robert Lewandowski snýr aftur í lið Bayern eftir meiðsli og tekur stöðu Thomas Müller í byrjunarliðinu. Mats Hummels kemur svo inn fyrir Javi Martínez sem tekur út leikbann. Annars er byrjunarlið Bayern óbreytt. Zinedine Zidane teflir fram óbreyttu byrjunarliði frá fyrri leiknum fyrir utan að Isco kemur inn fyrir meiddan Gareth Bale.18:00: Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Þar mætast annars vegar Bayern München og Real Madrid og hins vegar Leicester City og Atlético Madrid.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Sjá meira