Ólafur segir dýrara í sumum tilfellum að taka flugrútuna en að leggja í langtímastæði Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 14. apríl 2017 12:10 Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir að það geti verið dýrara fyrir fólk að taka flugrútuna en að fara á eigin bíl. Vísir/Pjetur Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir sérkennilegt að það borgi sig í sumum tilfellum að greiða í langtímabílastæði á Keflavíkurflugvelli frekar en að taka flugrútuna. Ef hjón fara til að mynda í helgarferð yrði flugrútan dýrari kosturinn. Við Keflavíkurflugvöll eru ríflega tvö þúsund stæði sem hægt er að nýta ef farþegar vilja skilja bílinn sinn eftir við flugvöllinn þegar þeir fara til útlanda. Nú er staðan sú að stæðin eru öll full og hafa þeir sem ætluðu að leggja við flugvöllinn lent í vandræðum. Í gær sendi Isavia frá sér tilkynningu og hvatti fólk sem var að fara í flug í gær eða í dag til að taka rútu, strætó eða leigubíl á völlinn. Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir að það geti verið dýrara fyrir fólk að taka flugrútuna en að fara á eigin bíl. „Þetta er svolítið áhugavert dæmi. Það kostar í langtímastæði 1250 krónur á sólarhring. Ef maður kaupir miða fram og til baka í rútuna þá kostar það 4.000 krónur. Á fjórða degi er orðið ódýrara fyrir einn að taka rútuna en ef tveir eru að fara í helgarferð er miklu ódýrara að keyra út á völl og borga fyrir bílastæði,“ segir Ólafur. Hann segir að í flestum nágrannalöndum Íslands sé ekki mikið um það að fólk fari á einkabíl út á flugvöll. „Það notar almenningssamgöngur. Það sem er líka umhugsunarefni þegar maður sér það að þegar fólk er að fara kannski í helgarferð til borgar í Evrópu að dýrasti leggurinn sé að koma sér til og frá Keflavíkurflugvelli,“ segir Ólafur enda geti flug í dag einungis kostað nokkuð þúsund krónur. Hann segir að ferðir til og frá flugvelli séu þó oft einnig kostnaðarsamar í öðrum löndum og að það útskýrist af lítilli samkeppni. „Þetta er kannski ekki há fjárhæð miðað við hvað hlutirnir kosta á Íslandi en hvað er mörg sæti í rútunni, þetta eru 50 til 70 sæti, og svo geta menn bara margfaldað þetta. Þetta eru drjúgar tekjur sem rútan er að taka inn á dag,“ segir Ólafur. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reikna með að vísa fólki frá þegar líða fer á daginn Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. 13. apríl 2017 12:11 Íslendingar flykkjast til útlanda yfir páskana sem aldrei fyrr Aukinn kaupmáttur Íslendinga og ódýrar flugferðir til útlanda gera það að verkum að langtímabílstæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia og að met verði líklega slegið í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana þessa páskana. 13. apríl 2017 19:30 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir sérkennilegt að það borgi sig í sumum tilfellum að greiða í langtímabílastæði á Keflavíkurflugvelli frekar en að taka flugrútuna. Ef hjón fara til að mynda í helgarferð yrði flugrútan dýrari kosturinn. Við Keflavíkurflugvöll eru ríflega tvö þúsund stæði sem hægt er að nýta ef farþegar vilja skilja bílinn sinn eftir við flugvöllinn þegar þeir fara til útlanda. Nú er staðan sú að stæðin eru öll full og hafa þeir sem ætluðu að leggja við flugvöllinn lent í vandræðum. Í gær sendi Isavia frá sér tilkynningu og hvatti fólk sem var að fara í flug í gær eða í dag til að taka rútu, strætó eða leigubíl á völlinn. Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir að það geti verið dýrara fyrir fólk að taka flugrútuna en að fara á eigin bíl. „Þetta er svolítið áhugavert dæmi. Það kostar í langtímastæði 1250 krónur á sólarhring. Ef maður kaupir miða fram og til baka í rútuna þá kostar það 4.000 krónur. Á fjórða degi er orðið ódýrara fyrir einn að taka rútuna en ef tveir eru að fara í helgarferð er miklu ódýrara að keyra út á völl og borga fyrir bílastæði,“ segir Ólafur. Hann segir að í flestum nágrannalöndum Íslands sé ekki mikið um það að fólk fari á einkabíl út á flugvöll. „Það notar almenningssamgöngur. Það sem er líka umhugsunarefni þegar maður sér það að þegar fólk er að fara kannski í helgarferð til borgar í Evrópu að dýrasti leggurinn sé að koma sér til og frá Keflavíkurflugvelli,“ segir Ólafur enda geti flug í dag einungis kostað nokkuð þúsund krónur. Hann segir að ferðir til og frá flugvelli séu þó oft einnig kostnaðarsamar í öðrum löndum og að það útskýrist af lítilli samkeppni. „Þetta er kannski ekki há fjárhæð miðað við hvað hlutirnir kosta á Íslandi en hvað er mörg sæti í rútunni, þetta eru 50 til 70 sæti, og svo geta menn bara margfaldað þetta. Þetta eru drjúgar tekjur sem rútan er að taka inn á dag,“ segir Ólafur.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reikna með að vísa fólki frá þegar líða fer á daginn Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. 13. apríl 2017 12:11 Íslendingar flykkjast til útlanda yfir páskana sem aldrei fyrr Aukinn kaupmáttur Íslendinga og ódýrar flugferðir til útlanda gera það að verkum að langtímabílstæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia og að met verði líklega slegið í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana þessa páskana. 13. apríl 2017 19:30 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Reikna með að vísa fólki frá þegar líða fer á daginn Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. 13. apríl 2017 12:11
Íslendingar flykkjast til útlanda yfir páskana sem aldrei fyrr Aukinn kaupmáttur Íslendinga og ódýrar flugferðir til útlanda gera það að verkum að langtímabílstæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia og að met verði líklega slegið í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana þessa páskana. 13. apríl 2017 19:30