Stuðningsmenn Dortmund sýndu Mónakó-fólkinu mikinn höfðingsskap Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2017 08:30 Stuðningsmenn liðanna á Westfalenstadion í gærkvöldi. Vísir/Samsett/Getty Ekkert varð að leik Borussia Dortmund og Mónakó í Meistaradeildinni í gærkvöldi eftir að sprengjur sprungu við rútu Borussia Dortmund á leiðinni í leikinn. Leiknum var frestað um sólarhring en það voru ekki bara slæmar fréttir frá Þýskalandi í gær. Áhorfendurnir voru nær allir komnir á Westfalenstadion þegar fréttist af sprengjunni þar sem einn leikmaður Dortmund, Marc Bartra, slasaðist á hendi. Stuðningsmenn beggja lið héldu ró sinni á leikvanginum á meðan beðið var eftir hvort yrði af leiknum. Stuðningsmenn Borussia Dortmund og stuðningsmenn Mónakó sýndu allir mikinn klassa í þessum aðstæðum. Stuðningsmenn Mónakó fá mikið hrós fyrir að syngja „Áfram Dortmund“ félaginu til stuðnings þegar þeir fréttu af því að liðsrúta Dortmund hafi orðið fyrir árás og það kunnu heimamenn að meta. Leiknum var frestað þangað til 16.45 í dag en það þýddi að þeir stuðningsmenn Mónakó sem höfðu ferðast frá suðurströnd Frakklands til Dortmund höfðu flestir í engin hús að venda. Allir sem áttu miða á leikinn í gær fá miða á leikinn í kvöld. Stuðningsmenn Borussia Dortmund gátu sett sig í spor kollega sinna og hófu strax herferð á samfélagsmiðlum um að redda stuðningsmönnum Mónakó næturgistingu. BBC fjallaði um þetta höfðinglega framtak Þjóðverjanna og birti meðal annars skemmtilega mynd þar sem stuðningsmenn Dortmund og stuðningsmenn Mónakó voru að borða saman heima hjá stuðningsmanni Dortmund. Það má sjá myndband frá BBC hér fyrir neðan.What a fantastic gesture from the Dortmund fans ??https://t.co/YCaH9ncrpk pic.twitter.com/D59YZg02vv— BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2017 Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leik Dortmund og Monaco frestað vegna sprengjuárásar Meistaradeildarslagur Dortmund og Monaco fer ekki fram eftir að sprengja slasaði leikmann þýska liðsins. 11. apríl 2017 18:30 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Ekkert varð að leik Borussia Dortmund og Mónakó í Meistaradeildinni í gærkvöldi eftir að sprengjur sprungu við rútu Borussia Dortmund á leiðinni í leikinn. Leiknum var frestað um sólarhring en það voru ekki bara slæmar fréttir frá Þýskalandi í gær. Áhorfendurnir voru nær allir komnir á Westfalenstadion þegar fréttist af sprengjunni þar sem einn leikmaður Dortmund, Marc Bartra, slasaðist á hendi. Stuðningsmenn beggja lið héldu ró sinni á leikvanginum á meðan beðið var eftir hvort yrði af leiknum. Stuðningsmenn Borussia Dortmund og stuðningsmenn Mónakó sýndu allir mikinn klassa í þessum aðstæðum. Stuðningsmenn Mónakó fá mikið hrós fyrir að syngja „Áfram Dortmund“ félaginu til stuðnings þegar þeir fréttu af því að liðsrúta Dortmund hafi orðið fyrir árás og það kunnu heimamenn að meta. Leiknum var frestað þangað til 16.45 í dag en það þýddi að þeir stuðningsmenn Mónakó sem höfðu ferðast frá suðurströnd Frakklands til Dortmund höfðu flestir í engin hús að venda. Allir sem áttu miða á leikinn í gær fá miða á leikinn í kvöld. Stuðningsmenn Borussia Dortmund gátu sett sig í spor kollega sinna og hófu strax herferð á samfélagsmiðlum um að redda stuðningsmönnum Mónakó næturgistingu. BBC fjallaði um þetta höfðinglega framtak Þjóðverjanna og birti meðal annars skemmtilega mynd þar sem stuðningsmenn Dortmund og stuðningsmenn Mónakó voru að borða saman heima hjá stuðningsmanni Dortmund. Það má sjá myndband frá BBC hér fyrir neðan.What a fantastic gesture from the Dortmund fans ??https://t.co/YCaH9ncrpk pic.twitter.com/D59YZg02vv— BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2017
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leik Dortmund og Monaco frestað vegna sprengjuárásar Meistaradeildarslagur Dortmund og Monaco fer ekki fram eftir að sprengja slasaði leikmann þýska liðsins. 11. apríl 2017 18:30 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Leik Dortmund og Monaco frestað vegna sprengjuárásar Meistaradeildarslagur Dortmund og Monaco fer ekki fram eftir að sprengja slasaði leikmann þýska liðsins. 11. apríl 2017 18:30