Er Real Madrid tilbúið að selja bæði Bale og Ronaldo? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2017 08:45 Cristiano Ronaldo og Gareth Bale. Vísir/Getty Spænska blaðið Don Balon slær því upp í morgun að bæði forseti Real Madrid, Florentino Perez og knattspyrnustjórinn, Zinedine Zidane, séu það óánægðir með frammistöðu tveggja stærstu stjarna liðsins að þeir séu til sölu í sumar. Real Madrid keypti á sínum tíma þá Cristiano Ronaldo og Gareth Bale fyrir metfé frá ensku liðunum Manchester United (Ronaldo) og Tottenham (Bale). Nú eru þeir ekki lengur ómissandi í huga þeirra sem ráða öllu á Santiago Bernabeu ef marka má fréttina hjá Don Balon. Spænskir fjölmiðlar höfðu áður fjallað um þær áhyggjur sem Florentino Perez hefur af frammistöðu Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo er orðinn 32 ára og því farið að styttast í lok ferilsins. Hann er samt ríkjandi besti knattspyrnumaður heims. Cristiano Ronaldo og Gareth Bale áttu ekki góðan leik fyrir framan markið í jafntefli á móti Atletico Madrid á Santiago Bernabeu um helgina. Mörgum finnst þeir ekki leggja sig nógu mikið fram og samkvæmt heimildum Don Balon er Zinedine Zidane einn af þeim. Real Madrid er að reyna að vinna sinn fyrsta meistaratitil á Spáni síðan 2012 og þetta jafntefli hefði getað verið dýrkeypt. Barcelona tapaði hinsvegar sínum leik og því er Real Madrid bæði með þriggja stiga forskot á toppnum og á líka leik inni á Börsunga. Zinedine Zidane heldur áfram að spila þeim Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Karim Benzema í leikjunum en spænskir fjölmiðlamenn vilja margir sjá meira af þeim Alvaro Morata (í stað Benzema) og Lucas Vazquez (í stað Bale). Það að Real Madrid sé tilbúið að selja þá Cristiano Ronaldo og Gareth Bale ætti að hrista upp í félagsskiptamarkaðnum á Englandi en mörg ensk félög hafa örugglega mikinn áhuga á því að fá þessa öflugu leikmann aftur í ensku úrvalsdeildina. Real Madrid selur kannski ekki báða en það þarf ekki að koma á óvart þótt að annar þeirra fari.El toque de atención de Zidane a la BBC que incendia el vestuario del Real Madrid https://t.co/BnWJrw3TrD pic.twitter.com/FwrLgkz50O— Don Balon España (@donbalon_com) April 9, 2017 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Spænska blaðið Don Balon slær því upp í morgun að bæði forseti Real Madrid, Florentino Perez og knattspyrnustjórinn, Zinedine Zidane, séu það óánægðir með frammistöðu tveggja stærstu stjarna liðsins að þeir séu til sölu í sumar. Real Madrid keypti á sínum tíma þá Cristiano Ronaldo og Gareth Bale fyrir metfé frá ensku liðunum Manchester United (Ronaldo) og Tottenham (Bale). Nú eru þeir ekki lengur ómissandi í huga þeirra sem ráða öllu á Santiago Bernabeu ef marka má fréttina hjá Don Balon. Spænskir fjölmiðlar höfðu áður fjallað um þær áhyggjur sem Florentino Perez hefur af frammistöðu Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo er orðinn 32 ára og því farið að styttast í lok ferilsins. Hann er samt ríkjandi besti knattspyrnumaður heims. Cristiano Ronaldo og Gareth Bale áttu ekki góðan leik fyrir framan markið í jafntefli á móti Atletico Madrid á Santiago Bernabeu um helgina. Mörgum finnst þeir ekki leggja sig nógu mikið fram og samkvæmt heimildum Don Balon er Zinedine Zidane einn af þeim. Real Madrid er að reyna að vinna sinn fyrsta meistaratitil á Spáni síðan 2012 og þetta jafntefli hefði getað verið dýrkeypt. Barcelona tapaði hinsvegar sínum leik og því er Real Madrid bæði með þriggja stiga forskot á toppnum og á líka leik inni á Börsunga. Zinedine Zidane heldur áfram að spila þeim Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Karim Benzema í leikjunum en spænskir fjölmiðlamenn vilja margir sjá meira af þeim Alvaro Morata (í stað Benzema) og Lucas Vazquez (í stað Bale). Það að Real Madrid sé tilbúið að selja þá Cristiano Ronaldo og Gareth Bale ætti að hrista upp í félagsskiptamarkaðnum á Englandi en mörg ensk félög hafa örugglega mikinn áhuga á því að fá þessa öflugu leikmann aftur í ensku úrvalsdeildina. Real Madrid selur kannski ekki báða en það þarf ekki að koma á óvart þótt að annar þeirra fari.El toque de atención de Zidane a la BBC que incendia el vestuario del Real Madrid https://t.co/BnWJrw3TrD pic.twitter.com/FwrLgkz50O— Don Balon España (@donbalon_com) April 9, 2017
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira