Stöðugleikasjóður auðlindahagkerfisins Lilja Alfreðsdóttir skrifar 28. apríl 2017 07:00 Verkefni okkar er að draga úr sveiflum og auka stöðugleika. Vegna smæðar hagkerfisins og tiltölulega fábreytts útflutnings, þá mun íslenska hagkerfið alltaf búa við einhverjar sveiflur. Ísland er útflutningsdrifið auðlindahagkerfi. Hagsaga okkar hefur einkennst af miklum hagsveiflum en þær gera almenningi og fyrirtækjum í landinu erfiðara fyrir að gera áætlanir um framtíðina. Stofnun Stöðugleikasjóðs Íslands mun draga úr sveiflum og auka þar með stöðugleika. Slíkur sjóður kæmi í veg fyrir að uppgangur í einni útflutningsgrein skerði ekki samkeppnishæfni annarra. Þjóðir sem eru ríkar af auðlindum, líkt og Ísland, hafa sett upp svipaða sjóði í sama tilgangi. Norski olíusjóðurinn er eitt besta dæmið um slíkan sjóð. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði á ársfundi Landsvirkjunar á miðvikudaginn að nýr vinnuhópur hefði verið skipaður til að leggja drög að þjóðarsjóði. Ráðherrann talar fyrir því að arðgreiðslur frá Landsvirkjun muni fjármagna sjóðinn og sem gætu verið á bilinu 10-20 ma.kr. á ári. Þetta dugar ekki til. Slíkur sjóður mun ekki auka stöðugleika eins og við öll sækjumst eftir því of langan tíma tekur að byggja upp myndarlegan höfuðstól. Stöðugleikasjóðinn á frekar að fjármagna með nokkrum leiðum. Í fyrsta lagi með stofnframlagi, til dæmis hluta af stöðugleikaframlögum slitabúanna sem nýttur er til kaupa á gjaldeyri af Seðlabankanum. Það myndi minnka tugmilljarða kostnað á hverju ári sem hlýst af gjaldeyrisforða þjóðarbúsins. Í öðru lagi ættu tekjur ríkissjóðs af nýtingu auðlinda landsins, þ.e. sjávarútvegi, orkuiðnaði og ferðaþjónustu, að fara í sjóðinn. Í þriðja lagi ætti ríkissjóður að nýta tekjuafgang sinn þegar vel árar og setja í sjóðinn. Þar með myndi ríkissjóður ganga í takt við Seðlabankann og vextir gætu lækkað. Stöðugleikasjóðurinn getur gegnt lykilhlutverki í hagstjórn landsins og orðið til þess að vextir lækki með minni sveiflum og því að ríkissjóður og Seðlabanki gangi í takt. Að sama skapi á að nýta stöðugleikasjóðinn til innviðauppbyggingu þegar skórinn kreppir. Það væri til mikils að vinna ef hægt væri að auka stöðugleika í íslensku hagkerfi og nú eru kjöraðstæður til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Sjá meira
Verkefni okkar er að draga úr sveiflum og auka stöðugleika. Vegna smæðar hagkerfisins og tiltölulega fábreytts útflutnings, þá mun íslenska hagkerfið alltaf búa við einhverjar sveiflur. Ísland er útflutningsdrifið auðlindahagkerfi. Hagsaga okkar hefur einkennst af miklum hagsveiflum en þær gera almenningi og fyrirtækjum í landinu erfiðara fyrir að gera áætlanir um framtíðina. Stofnun Stöðugleikasjóðs Íslands mun draga úr sveiflum og auka þar með stöðugleika. Slíkur sjóður kæmi í veg fyrir að uppgangur í einni útflutningsgrein skerði ekki samkeppnishæfni annarra. Þjóðir sem eru ríkar af auðlindum, líkt og Ísland, hafa sett upp svipaða sjóði í sama tilgangi. Norski olíusjóðurinn er eitt besta dæmið um slíkan sjóð. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði á ársfundi Landsvirkjunar á miðvikudaginn að nýr vinnuhópur hefði verið skipaður til að leggja drög að þjóðarsjóði. Ráðherrann talar fyrir því að arðgreiðslur frá Landsvirkjun muni fjármagna sjóðinn og sem gætu verið á bilinu 10-20 ma.kr. á ári. Þetta dugar ekki til. Slíkur sjóður mun ekki auka stöðugleika eins og við öll sækjumst eftir því of langan tíma tekur að byggja upp myndarlegan höfuðstól. Stöðugleikasjóðinn á frekar að fjármagna með nokkrum leiðum. Í fyrsta lagi með stofnframlagi, til dæmis hluta af stöðugleikaframlögum slitabúanna sem nýttur er til kaupa á gjaldeyri af Seðlabankanum. Það myndi minnka tugmilljarða kostnað á hverju ári sem hlýst af gjaldeyrisforða þjóðarbúsins. Í öðru lagi ættu tekjur ríkissjóðs af nýtingu auðlinda landsins, þ.e. sjávarútvegi, orkuiðnaði og ferðaþjónustu, að fara í sjóðinn. Í þriðja lagi ætti ríkissjóður að nýta tekjuafgang sinn þegar vel árar og setja í sjóðinn. Þar með myndi ríkissjóður ganga í takt við Seðlabankann og vextir gætu lækkað. Stöðugleikasjóðurinn getur gegnt lykilhlutverki í hagstjórn landsins og orðið til þess að vextir lækki með minni sveiflum og því að ríkissjóður og Seðlabanki gangi í takt. Að sama skapi á að nýta stöðugleikasjóðinn til innviðauppbyggingu þegar skórinn kreppir. Það væri til mikils að vinna ef hægt væri að auka stöðugleika í íslensku hagkerfi og nú eru kjöraðstæður til þess.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun