Sverrir: Sá eftir fyrstu sjö leikina að við gátum gert ótrúlega hluti Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2017 21:47 Sverrir Þór Sverrisson með bikarinn eftir leikinn í kvöld. vísir/tom „Mér líður stórkostlega en núna er ég í hálfgerðu spennufalli. Maður er bara dasaður,“ sagði kampakátur en dauðþreyttur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir að hans stelpur lögðu Snæfell, 70-50, í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Domino´s-deildarinnar. Keflavík varð Íslandsmeistari með sigrinum en þær tóku seríuna, 3-1. Keflavíkurliðið var betra allan tímann en var búið að missa öruggt forskot niður í sex stig þegar minnst var undir lok þriðja leikhluta. „Mér fannst við vera farin að passa að missa þetta ekki niður í staðinn fyrir að keyra bara á körfuna og reyna að skora," sagði Sverrir. „Við vorum átta stigum yfir eftir þrjá leikhluta og töluðum um það þá að það voru bara 50 prósent líkur á að við myndum vinna þennan leik í kvöld. Við erum ekki að verja neitt. Við erum bara að spila í 40 mínútur að reyna að spila vörn og reyna að ná góðu skoti.“ Litlu slátrararnir í Keflavík fengu ekki á sig körfu fyrstu átta mínúturnar í fjórða leikhluta og sigldu þannig fram úr. Frammistaðan var hreint ótrúlega hjá ekki eldra liði en þetta. „Algjörlega. Þetta var geggjað,“ sagði Sverrir sem gat ekki svarað því strax hvort þetta eru átta bestu mínútur sem hann hefur séð frá liði sem hann er að þjálfa. „Ég var á svo miklu flugi og á eftir að horfa á þetta aftur rólegur en þær voru alveg geggjaðar. Emelía og Erna sátu framan af völlum fjórða leikhluta því Katla og Þóranna voru að spila svo frábæra vörn. Svo gat ég sett Emelíu inn þegar þær voru orðnar þreyttar. Þetta var frábært,“ sagði hann. Keflavíkurliðið var í molum þegar Sverrir tók við því í fyrra en viðsnúningurinn hefur verið ótrúlegur. „Ég kem inn á leiðinlegum tíma í fyrra. Það var allt í tómu rugli þannig við hreinsuðum úr hópnum. Ég fæ til mín Ernu og Salbjörgu sem eru stelpur sem ég hef þjálfað áður og veit hvernig eru. Þær eru frábærir karkatar og góðir liðsmenn. “ Hann vissi að þetta lið gæti gert eitthvað magnað. „Ég sá eftir sjö fyrstu leikina að við erum samkeppnishæf við alla. Markmiðið var að komast í úrslitakeppnina en ég sá eftir fyrstu umferðina að við gátum gert ótrúlega hluti,“ sagði Sverrir. „Ég ætlaði mér stærri hluti við stelpurnar en ég sagði við stelpurnar á fundinum í haust. Ég vissi að ef allt myndi smella hjá okkur gætum við gert eitthvað meira. Ég talaði samt aldrei við þær um að vinna tvöfalt eða neitt svoleiðis,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45 Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12 Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Sjá meira
„Mér líður stórkostlega en núna er ég í hálfgerðu spennufalli. Maður er bara dasaður,“ sagði kampakátur en dauðþreyttur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir að hans stelpur lögðu Snæfell, 70-50, í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Domino´s-deildarinnar. Keflavík varð Íslandsmeistari með sigrinum en þær tóku seríuna, 3-1. Keflavíkurliðið var betra allan tímann en var búið að missa öruggt forskot niður í sex stig þegar minnst var undir lok þriðja leikhluta. „Mér fannst við vera farin að passa að missa þetta ekki niður í staðinn fyrir að keyra bara á körfuna og reyna að skora," sagði Sverrir. „Við vorum átta stigum yfir eftir þrjá leikhluta og töluðum um það þá að það voru bara 50 prósent líkur á að við myndum vinna þennan leik í kvöld. Við erum ekki að verja neitt. Við erum bara að spila í 40 mínútur að reyna að spila vörn og reyna að ná góðu skoti.“ Litlu slátrararnir í Keflavík fengu ekki á sig körfu fyrstu átta mínúturnar í fjórða leikhluta og sigldu þannig fram úr. Frammistaðan var hreint ótrúlega hjá ekki eldra liði en þetta. „Algjörlega. Þetta var geggjað,“ sagði Sverrir sem gat ekki svarað því strax hvort þetta eru átta bestu mínútur sem hann hefur séð frá liði sem hann er að þjálfa. „Ég var á svo miklu flugi og á eftir að horfa á þetta aftur rólegur en þær voru alveg geggjaðar. Emelía og Erna sátu framan af völlum fjórða leikhluta því Katla og Þóranna voru að spila svo frábæra vörn. Svo gat ég sett Emelíu inn þegar þær voru orðnar þreyttar. Þetta var frábært,“ sagði hann. Keflavíkurliðið var í molum þegar Sverrir tók við því í fyrra en viðsnúningurinn hefur verið ótrúlegur. „Ég kem inn á leiðinlegum tíma í fyrra. Það var allt í tómu rugli þannig við hreinsuðum úr hópnum. Ég fæ til mín Ernu og Salbjörgu sem eru stelpur sem ég hef þjálfað áður og veit hvernig eru. Þær eru frábærir karkatar og góðir liðsmenn. “ Hann vissi að þetta lið gæti gert eitthvað magnað. „Ég sá eftir sjö fyrstu leikina að við erum samkeppnishæf við alla. Markmiðið var að komast í úrslitakeppnina en ég sá eftir fyrstu umferðina að við gátum gert ótrúlega hluti,“ sagði Sverrir. „Ég ætlaði mér stærri hluti við stelpurnar en ég sagði við stelpurnar á fundinum í haust. Ég vissi að ef allt myndi smella hjá okkur gætum við gert eitthvað meira. Ég talaði samt aldrei við þær um að vinna tvöfalt eða neitt svoleiðis,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45 Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12 Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45
Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12
Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04