Hollande styður Macron Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2017 14:34 Francois Hollande, forseti Frakklands. Vísir/AFP Leiðtogar hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka í Frakklandi keppast nú við að lýsa yfir stuðningi við miðjumanninn Emannuel Macron sem keppa mun um forsetaembættið við Marine Le Pen, frambjóðanda Franska þjóðarflokksins, í seinni umferð kosninganna. BBC greinir frá. Francois Hollande, núverandi forseti Frakklands, ávarpaði þjóð sína í dag þar sem hann sagði að öfgasinnuð hægri stefna Le Pen myndi ógna samstarfi Evrópuríkja og sundra Frakklandi. Standandi frammi fyrir slíkri hættu gæti hann ekki annað en kosið Macron í síðari umferðinni. Francois Fillon, frambjóðandi hægri manna sem var þriðji í fyrri umferðinni, hefur þegar lýst yfir stuðningi við Macron og segir hann að fari Le Pen með sigur muni það einungis færa frönsku þjóðinni „óhamingju og óeiningu.“ Vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon, sem varð í fjórða sæti með 19,6 prósent atkvæða hefur þó ekki sagt hvorn frambjóðandann hann muni styðja en hann gagnrýndi Macron harðlega í kosningabaráttunni. Þá hefur Benoit Hamon, frambjóðandi sósíalista, einnig lýst yfir stuðningi við Macron auk þess sem að forsætisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, hefur gert slíkt hið sama. Síðari umferð forsetakosninganna verður haldin 7. maí. Frakkland Tengdar fréttir Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Ekki allir sáttir við úrslit fyrri umferðar frönsku forsetakosninganna Þórhildur Þorkelsdóttir er í París og heldur áfram umfjöllun um frönsku forsetakosningarnar. 24. apríl 2017 13:30 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Leiðtogar hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka í Frakklandi keppast nú við að lýsa yfir stuðningi við miðjumanninn Emannuel Macron sem keppa mun um forsetaembættið við Marine Le Pen, frambjóðanda Franska þjóðarflokksins, í seinni umferð kosninganna. BBC greinir frá. Francois Hollande, núverandi forseti Frakklands, ávarpaði þjóð sína í dag þar sem hann sagði að öfgasinnuð hægri stefna Le Pen myndi ógna samstarfi Evrópuríkja og sundra Frakklandi. Standandi frammi fyrir slíkri hættu gæti hann ekki annað en kosið Macron í síðari umferðinni. Francois Fillon, frambjóðandi hægri manna sem var þriðji í fyrri umferðinni, hefur þegar lýst yfir stuðningi við Macron og segir hann að fari Le Pen með sigur muni það einungis færa frönsku þjóðinni „óhamingju og óeiningu.“ Vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon, sem varð í fjórða sæti með 19,6 prósent atkvæða hefur þó ekki sagt hvorn frambjóðandann hann muni styðja en hann gagnrýndi Macron harðlega í kosningabaráttunni. Þá hefur Benoit Hamon, frambjóðandi sósíalista, einnig lýst yfir stuðningi við Macron auk þess sem að forsætisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, hefur gert slíkt hið sama. Síðari umferð forsetakosninganna verður haldin 7. maí.
Frakkland Tengdar fréttir Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Ekki allir sáttir við úrslit fyrri umferðar frönsku forsetakosninganna Þórhildur Þorkelsdóttir er í París og heldur áfram umfjöllun um frönsku forsetakosningarnar. 24. apríl 2017 13:30 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50
Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45
Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Ekki allir sáttir við úrslit fyrri umferðar frönsku forsetakosninganna Þórhildur Þorkelsdóttir er í París og heldur áfram umfjöllun um frönsku forsetakosningarnar. 24. apríl 2017 13:30