Trump reiknar með að árásin í París hjálpi Le Pen

Í viðtali við fréttastofu Associated Press sagði Trump að hann væri ekki að lýsa yfir stuðning við Le Pen, sem er leiðtogi og forsetaframbjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar.
Hann telur þó að árásin í París muni hjálpa Le Pen á kjördag enda sé hún „sterkust þegar kemur að landamærum og sterkust þegar kemur að því hvað er í gangi í Frakklandi,“ sagði Trump.
Trump sagðist telja að árásin myndi hafa áhrif á hvernig kjósendur myndu kjósa á sunnudaginn. Mikil spenna ríkir fyrir kosningarnar en talið er líklegt að Le Pen og Emmanuel Maccron muni bera sigur úr bítum í fyrri umferð kosniganna og takast á um forsetaembætið í síðari umferð kosninganna.
Tengdar fréttir

Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn
Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni.

Árásarmaðurinn hét Karim Cheurfi
Hafði setið í fangelsi fyrir að reyna að myrða lögregluþjóna árið 2001.

Trump sendir samúðarkveðjur til Frakklands
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi samúðarkveðjur til Frakklands í kjölfar árásarinnar sem varð í París í kvöld. Talið er að minnst einn sé látinn og tveir alvarlega særðir eftir árásina sem sögð er vera hryðjuverkaárás.

Nágrannar tóku ekki eftir neinu óeðlilegu í samskiptum sínum við árásarmanninn í París
Fjölmiðlar segja að maðurinn sem skaut lögreglumann til bana og særði þrjá til viðbótar í París hafi verið Karim Cheurfi, 39 ára franskur ríkisborgari.

Le Pen segist vilja vísa öllum útlendingum undir eftirliti úr landi
Árásin í París í gærkvöldi hefur haft áhrif á frönsku forsetaframbjóðendurna og hafa sumir þeirra aflýst boðuðum kosningafundum.