Frönsku forsetaframbjóðendurnir fá allir sínar 15 mínútur í sjónvarpi í kvöld Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2017 14:08 Emmanuel Macron þykir enn líklegastur til að verða næsti forseti Frakklands. Vísir/AFP Frönsku frambjóðendurnir ellefu munu allir koma fram í frönsku sjónvarpi í kvöld þar sem hverjum og einum hefur verið úthlutað korteri til að reyna að sannfæra kjósendur um ágæti sitt. Kosningabaráttunni mun svo ljúka annað kvöld en fyrri umferð forsetakosninganna fara fram á sunnudaginn. Emmanuel Macron er enn talinn líklegastur til að taka við af sósíalistanum Francois Hollande sem lætur af embættinu í sumar. Upphaflega stóð til að kosningabaráttunni lyki með sjónvarpskappræðum allra frambjóðenda í kvöld. Margir þeirra hótuðu þó að sniðganga slíkar kappræður. Í grein Aftonbladet kemur fram að margir frambjóðendur hafi ekki viljað standa frammi fyrir að geta ekki svarað fyrir ákveðin mál sem kynnu að koma upp í slíkum kappræðum, áður en kosningabaráttunni lyki. Var því ákveðið að grípa til þess að frambjóðendur yrðu spurðir spurninga, hver í sínu lagi. Hver og einn frambjóðandi fær korter til að svara spurningum og í lokin fá þeir tveir og hálfa mínútu þar sem þeir geta talað beint til franskra kjósenda og reynt að sannfæra þá hvers vegna þeir séu best til þess fallnir að leiða frönsku þjóðina á næstu árum.Baráttan á milli fjögurra efstu Skoðanakannanir hafa bent til að nokkuð jafnt sé milli fjögurra frambjóðenda, þar sem miðjumaðurinn Macron og Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, mælast með nokkurt forskot á Repúblikanann Francois Fillon og vinstrimanninn Jean-Luc Mélenchon. Möguleikar hinna sjö frambjóðendanna eru taldir litlir sem engir. Macron þykir svo líklegast til að bera sigur úr býtum í síðari umferð kosninganna sem fram fara 7. maí þar sem kosið er á milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni. Skoðanakönnun Ifops sem birt var í gær: Emmanuel Macron, En Marche!, 23,5 prósent Marine Le Pen, Þjóðfylkingin, 22,5 prósent François Fillon, Repúblikanaflokkurinn, 19,5 prósent Jean-Luc Mélenchon, Vinstriflokkurinn, 18,5 prósent Benoît Hamon, Sósíalistaflokkurinn, 7,5 prósent Nicolas Dupont-Aignan, Áfram Frakkland, 4 prósent Philippe Poutou, Nýi andkapitalistaflokkurinn, 1,5 prósent Jean Lassalle, Andstaða, 1,5 prósent François Asselineau, Repúblikanasambandið, 1 prósent Nathalie Arthaud, Verkamannabaráttan, 0,5 prósent Jacques Cheminade, Eining og framfarir, 0 prósent Frakkland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Frönsku frambjóðendurnir ellefu munu allir koma fram í frönsku sjónvarpi í kvöld þar sem hverjum og einum hefur verið úthlutað korteri til að reyna að sannfæra kjósendur um ágæti sitt. Kosningabaráttunni mun svo ljúka annað kvöld en fyrri umferð forsetakosninganna fara fram á sunnudaginn. Emmanuel Macron er enn talinn líklegastur til að taka við af sósíalistanum Francois Hollande sem lætur af embættinu í sumar. Upphaflega stóð til að kosningabaráttunni lyki með sjónvarpskappræðum allra frambjóðenda í kvöld. Margir þeirra hótuðu þó að sniðganga slíkar kappræður. Í grein Aftonbladet kemur fram að margir frambjóðendur hafi ekki viljað standa frammi fyrir að geta ekki svarað fyrir ákveðin mál sem kynnu að koma upp í slíkum kappræðum, áður en kosningabaráttunni lyki. Var því ákveðið að grípa til þess að frambjóðendur yrðu spurðir spurninga, hver í sínu lagi. Hver og einn frambjóðandi fær korter til að svara spurningum og í lokin fá þeir tveir og hálfa mínútu þar sem þeir geta talað beint til franskra kjósenda og reynt að sannfæra þá hvers vegna þeir séu best til þess fallnir að leiða frönsku þjóðina á næstu árum.Baráttan á milli fjögurra efstu Skoðanakannanir hafa bent til að nokkuð jafnt sé milli fjögurra frambjóðenda, þar sem miðjumaðurinn Macron og Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, mælast með nokkurt forskot á Repúblikanann Francois Fillon og vinstrimanninn Jean-Luc Mélenchon. Möguleikar hinna sjö frambjóðendanna eru taldir litlir sem engir. Macron þykir svo líklegast til að bera sigur úr býtum í síðari umferð kosninganna sem fram fara 7. maí þar sem kosið er á milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni. Skoðanakönnun Ifops sem birt var í gær: Emmanuel Macron, En Marche!, 23,5 prósent Marine Le Pen, Þjóðfylkingin, 22,5 prósent François Fillon, Repúblikanaflokkurinn, 19,5 prósent Jean-Luc Mélenchon, Vinstriflokkurinn, 18,5 prósent Benoît Hamon, Sósíalistaflokkurinn, 7,5 prósent Nicolas Dupont-Aignan, Áfram Frakkland, 4 prósent Philippe Poutou, Nýi andkapitalistaflokkurinn, 1,5 prósent Jean Lassalle, Andstaða, 1,5 prósent François Asselineau, Repúblikanasambandið, 1 prósent Nathalie Arthaud, Verkamannabaráttan, 0,5 prósent Jacques Cheminade, Eining og framfarir, 0 prósent
Frakkland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira