Búið að opna kjörstaði í Frakklandi Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2017 08:20 Kjörstaðir opnuðu klukkan átta að staðartíma í morgun. Vísir/afp Kjörstaðir í Frakklandi opnuðu klukkan átta að staðartíma í morgun, eða sex að íslenskum tíma. Frakkar munu í dag kjósa sér nýjan forseta þar sem kosið er á milli miðjumannsins Emmanuel Macron og Marine Le Pen, forsetaefnis Þjóðfylkingarinnar. Kjörstöðum verður á mörgum stöðum lokað klukkan 19 að frönskum tíma eða 17 að íslenskum tíma, þó að í sumum stórum borgum verður þeim lokað klukkustund síðar. Má reikna með fyrstu tölum fljótlega eftir að þeim kjörstöðum lokar. Hinn 39 ára Macron og hin 48 ára Le Pen hlutu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna þann 23. apríl síðastliðinn, en alls voru ellefu frambjóðendur í framboði. Flestir þeirra sem heltust úr lestinni hafa lýst yfir stuðningi við Macron. Frambjóðendurnir sem kosið er á milli í dag hafa mjög ólíka sýn hvert Frakkland skuli stefna. Þannig er Macron frjálslyndur og mikill stuðningsmaður Evrópusamvinnunnar á meðan Le Pen hefur talað gegn Evrópusambandinu og að stöðva verði straum innflytjenda til Frakklands. Hún vill hverfa frá notkun evrunnar og að kosið verður um ESB-aðild Frakklands. Skoðanakannanir hafa bent til að Macron muni hafa sigur í kosningunum í dag, en talið er að Le Pen muni græða á því ef kosningaþátttakan verði lítil líkt og spáð er. Líkt og í fyrri umferð kosninganna verður öryggisgæsla mikil við kjörstaði þar sem um 50 þúsund lögreglumenn verða að störfum ásamt hermönnum úr Sentinelle-sveitinni. Innanríkisráðuneyti landsins hefur unnið með fulltrúum beggja frambjóðenda á síðustu dögum að tryggja að stuðningsmönnum verður gert kleift að fagna mögulegum sigri með öruggum hætti og að ekki komi til átaka. Er líklegt að á sumum stöðum verður notast við girðingar svipuðum þeim og notaðar eru á tónleikum eða á íþróttaviðburðum. Frakkland Tengdar fréttir Erfitt fyrir Macron og hans menn að bregðast við lekanum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. 6. maí 2017 09:52 Hollande heitir viðbrögðum við gagnalekanum Forseti Frakklands, Francois Hollande, hefur heitið því að „svara fyrir“ árás tölvuþrjóta á herbúðir Emmanuel Macron, annars frambjóðenda forsetakosninganna sem fram fara á morgun í Frakklandi. 6. maí 2017 19:57 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Kjörstaðir í Frakklandi opnuðu klukkan átta að staðartíma í morgun, eða sex að íslenskum tíma. Frakkar munu í dag kjósa sér nýjan forseta þar sem kosið er á milli miðjumannsins Emmanuel Macron og Marine Le Pen, forsetaefnis Þjóðfylkingarinnar. Kjörstöðum verður á mörgum stöðum lokað klukkan 19 að frönskum tíma eða 17 að íslenskum tíma, þó að í sumum stórum borgum verður þeim lokað klukkustund síðar. Má reikna með fyrstu tölum fljótlega eftir að þeim kjörstöðum lokar. Hinn 39 ára Macron og hin 48 ára Le Pen hlutu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna þann 23. apríl síðastliðinn, en alls voru ellefu frambjóðendur í framboði. Flestir þeirra sem heltust úr lestinni hafa lýst yfir stuðningi við Macron. Frambjóðendurnir sem kosið er á milli í dag hafa mjög ólíka sýn hvert Frakkland skuli stefna. Þannig er Macron frjálslyndur og mikill stuðningsmaður Evrópusamvinnunnar á meðan Le Pen hefur talað gegn Evrópusambandinu og að stöðva verði straum innflytjenda til Frakklands. Hún vill hverfa frá notkun evrunnar og að kosið verður um ESB-aðild Frakklands. Skoðanakannanir hafa bent til að Macron muni hafa sigur í kosningunum í dag, en talið er að Le Pen muni græða á því ef kosningaþátttakan verði lítil líkt og spáð er. Líkt og í fyrri umferð kosninganna verður öryggisgæsla mikil við kjörstaði þar sem um 50 þúsund lögreglumenn verða að störfum ásamt hermönnum úr Sentinelle-sveitinni. Innanríkisráðuneyti landsins hefur unnið með fulltrúum beggja frambjóðenda á síðustu dögum að tryggja að stuðningsmönnum verður gert kleift að fagna mögulegum sigri með öruggum hætti og að ekki komi til átaka. Er líklegt að á sumum stöðum verður notast við girðingar svipuðum þeim og notaðar eru á tónleikum eða á íþróttaviðburðum.
Frakkland Tengdar fréttir Erfitt fyrir Macron og hans menn að bregðast við lekanum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. 6. maí 2017 09:52 Hollande heitir viðbrögðum við gagnalekanum Forseti Frakklands, Francois Hollande, hefur heitið því að „svara fyrir“ árás tölvuþrjóta á herbúðir Emmanuel Macron, annars frambjóðenda forsetakosninganna sem fram fara á morgun í Frakklandi. 6. maí 2017 19:57 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Erfitt fyrir Macron og hans menn að bregðast við lekanum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. 6. maí 2017 09:52
Hollande heitir viðbrögðum við gagnalekanum Forseti Frakklands, Francois Hollande, hefur heitið því að „svara fyrir“ árás tölvuþrjóta á herbúðir Emmanuel Macron, annars frambjóðenda forsetakosninganna sem fram fara á morgun í Frakklandi. 6. maí 2017 19:57