Erfitt fyrir Macron og hans menn að bregðast við lekanum Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2017 09:52 Frakkar munu kjósa milli Emmanuel Macron og Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferð forsetakosninganna á morgun. Vísir/afp Erfitt verður fyrir Emmanuel Macron og kosningalið hans að bregðast við því sem fram kemur í öllum þeim tölvupóstum og öðrum gögnum úr hans herbúðum sem lekið var á netið í gær þar sem kosningabaráttunni lauk formlega í gær. Macron fordæmdi í gærkvöldi árásina þar sem níu gígabæt af gögnum honum tengd var lekið á netið. Segir hann að þar sé að finna ósvikin skjöl sem blandað hafi verið við fölsuð skjöl til að villa fyrir kjósendum. Frakkar munu kjósa milli Macron og Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferð forsetakosninganna á morgun. Skoðanakannanir síðustu daga hafa bent til að Macron hafi öruggt forskot á andstæðing sinn, Le Pen.Dreift á samfélagsmiðlum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. Macron og talsmönnum hans er þar með gert erfitt um vik að bregðast við því sem fram kemur án þess að gerast brotleg við kosningalög. Á sama tíma má telja líklegt að gögnunum sem lekið var verði dreift á samfélagsmiðlum og víðar. Tímasetning lekans virðist því á engan hátt vera einhver tilviljun, en gögnunum var stolið fyrir mörgum vikum.Árás á lýðræðið Talsmenn Macron sögðu í gær lekann vera „gríðarmikinn og samhæfðan“ og tilraun til að ráðast gegn lýðræðinu á sama hátt og gert var í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Talsmaður franskra yfirvalda segir að hvorki innanríkisráðuneytið né önnur ráðuneyti komi til með að tjá sig um málið þar sem bannað varð að fjalla um kosningarnar eftir miðnætti. Landskjörstjórn hefur skipað franska fjölmiðla til að fara varlega í umfjöllun um lekann og segir að hver sá sem birtir upplýsingar úr gögnunum fyrir kosningarnar verði ákærður. Hefur kjörstjórnin boðað til neyðarfundar í dag til að ræða málið. Ekki liggur fyrir hverjir standa að baki lekanum, en gögnin voru birt á síðunni Pastebin sem hýsir nafnlausar birtingar. Frakkland Tengdar fréttir Macron eykur fylgi sitt dagana fyrir kosningar Macron mælist með 62 prósent fylgi en Le Pen 38 prósent í nýrri könnun Elabe. 5. maí 2017 08:22 Framboð Macrons fordæmir gríðar mikinn leka úr herbúðum frambjóðandans Segir hakkara reyna að grafa undan framboði hans. 5. maí 2017 22:45 Gera lokatilraun til að sannfæra kjósendur á síðasta degi kosningabaráttunnar Miðjumaðurinn Emmanuel Macron, sem leiðir í könnunum, ætlar að heimsækja borgina Rodez í dag sem er í suðurhluta landsins. 5. maí 2017 07:37 Macron ætlar í mál gegn þeim sem ásaka hann um að eiga aflandsfélag Forsetaframbjóðandi í Frakklandi sakaður um að eiga aflandsfélag. Neitar ásökunum og ætlar í mál gegn síðum sem halda því fram. Andstæðingur hans vakti máls á meintu aflandsfélagi í sjónvarpskappræðum þeirra. 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Erfitt verður fyrir Emmanuel Macron og kosningalið hans að bregðast við því sem fram kemur í öllum þeim tölvupóstum og öðrum gögnum úr hans herbúðum sem lekið var á netið í gær þar sem kosningabaráttunni lauk formlega í gær. Macron fordæmdi í gærkvöldi árásina þar sem níu gígabæt af gögnum honum tengd var lekið á netið. Segir hann að þar sé að finna ósvikin skjöl sem blandað hafi verið við fölsuð skjöl til að villa fyrir kjósendum. Frakkar munu kjósa milli Macron og Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferð forsetakosninganna á morgun. Skoðanakannanir síðustu daga hafa bent til að Macron hafi öruggt forskot á andstæðing sinn, Le Pen.Dreift á samfélagsmiðlum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. Macron og talsmönnum hans er þar með gert erfitt um vik að bregðast við því sem fram kemur án þess að gerast brotleg við kosningalög. Á sama tíma má telja líklegt að gögnunum sem lekið var verði dreift á samfélagsmiðlum og víðar. Tímasetning lekans virðist því á engan hátt vera einhver tilviljun, en gögnunum var stolið fyrir mörgum vikum.Árás á lýðræðið Talsmenn Macron sögðu í gær lekann vera „gríðarmikinn og samhæfðan“ og tilraun til að ráðast gegn lýðræðinu á sama hátt og gert var í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Talsmaður franskra yfirvalda segir að hvorki innanríkisráðuneytið né önnur ráðuneyti komi til með að tjá sig um málið þar sem bannað varð að fjalla um kosningarnar eftir miðnætti. Landskjörstjórn hefur skipað franska fjölmiðla til að fara varlega í umfjöllun um lekann og segir að hver sá sem birtir upplýsingar úr gögnunum fyrir kosningarnar verði ákærður. Hefur kjörstjórnin boðað til neyðarfundar í dag til að ræða málið. Ekki liggur fyrir hverjir standa að baki lekanum, en gögnin voru birt á síðunni Pastebin sem hýsir nafnlausar birtingar.
Frakkland Tengdar fréttir Macron eykur fylgi sitt dagana fyrir kosningar Macron mælist með 62 prósent fylgi en Le Pen 38 prósent í nýrri könnun Elabe. 5. maí 2017 08:22 Framboð Macrons fordæmir gríðar mikinn leka úr herbúðum frambjóðandans Segir hakkara reyna að grafa undan framboði hans. 5. maí 2017 22:45 Gera lokatilraun til að sannfæra kjósendur á síðasta degi kosningabaráttunnar Miðjumaðurinn Emmanuel Macron, sem leiðir í könnunum, ætlar að heimsækja borgina Rodez í dag sem er í suðurhluta landsins. 5. maí 2017 07:37 Macron ætlar í mál gegn þeim sem ásaka hann um að eiga aflandsfélag Forsetaframbjóðandi í Frakklandi sakaður um að eiga aflandsfélag. Neitar ásökunum og ætlar í mál gegn síðum sem halda því fram. Andstæðingur hans vakti máls á meintu aflandsfélagi í sjónvarpskappræðum þeirra. 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Macron eykur fylgi sitt dagana fyrir kosningar Macron mælist með 62 prósent fylgi en Le Pen 38 prósent í nýrri könnun Elabe. 5. maí 2017 08:22
Framboð Macrons fordæmir gríðar mikinn leka úr herbúðum frambjóðandans Segir hakkara reyna að grafa undan framboði hans. 5. maí 2017 22:45
Gera lokatilraun til að sannfæra kjósendur á síðasta degi kosningabaráttunnar Miðjumaðurinn Emmanuel Macron, sem leiðir í könnunum, ætlar að heimsækja borgina Rodez í dag sem er í suðurhluta landsins. 5. maí 2017 07:37
Macron ætlar í mál gegn þeim sem ásaka hann um að eiga aflandsfélag Forsetaframbjóðandi í Frakklandi sakaður um að eiga aflandsfélag. Neitar ásökunum og ætlar í mál gegn síðum sem halda því fram. Andstæðingur hans vakti máls á meintu aflandsfélagi í sjónvarpskappræðum þeirra. 5. maí 2017 07:00