Enginn skorað hjá Buffon í fimm mánuði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2017 10:15 Gianluigi Buffon og félagar í Juventus hafa lítinn áhuga á að fá á sig mörk í Meistaradeild Evrópu. Buffon lék sinn hundraðasta leik í Meistaradeildinni í gær þegar Juventus vann 0-2 sigur á Monaco í fyrri leik liðanna í undanúrslitunum. Ítölsku meistararnir standa því afar vel að vígi fyrir seinni leikinn á þriðjudaginn. Juventus hefur nú haldið hreinu í sex leikjum í röð í Meistaradeildinni sem er mikið afrek, sérstaklega í ljósi þess af helmingur þessara leikja var gegn Monaco og Barcelona, tveimur af sókndjörfustu liðum Evrópu. Í 11 leikjum í Meistaradeildinni í vetur hefur Juventus aðeins fengið á sig tvö mörk og haldið markinu níu sinnum hreinu. Hinn 39 ára gamli Buffon hefur haldið átta sinnum hreinu en hann hvíldi í 2-0 sigri á Dinamo Zabreb í lokaumferð riðlakeppninnar. Brasilíumaðurinn Neto stóð þá í marki Juventus. Buffon fékk síðast á sig mark í Meistaradeildinni í 1-3 sigri á Sevilla 22. nóvember 2016. Nicolás Pareja skoraði þá með skoti fyrir utan teig. Síðan þá er liðin 621 mínúta. Besti leikur Buffons í Meistaradeildinni í vetur var eflaust í 1-1 jafntefli við Lyon 2. nóvember á síðasta ári. Þar átti hann þrjár frábærar vörslur en þá bestu má sjá hér að neðan. Meistaradeildin er eini félagsliðatitilinn sem Buffon á eftir að vinna á löngum og glæsilegum ferli. Hann hefur tvisvar farið í úrslit með Juventus (2003 og 2015) en tapaði í bæði skiptin. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin hjá Higuaín | Myndbönd Argentínumaðurinn Gonzalo Higuaín skoraði bæði mörk Juventus þegar liðið vann 0-2 sigur á Monaco í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Juventus stendur því afar vel að vígi fyrir seinni leikinn á þriðjudaginn. 4. maí 2017 09:15 Higuain sýndi að hann getur verið maður stóru leikjanna Argentínski framherjinn Gonzalo Higuain sýndi og sannaði í kvöld að hann getur vel blómstrað í stóru leikjunum. Hann skoraði þá í tvígang fyrir Juventus í fyrri leik liðsins gegn Monaco í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. 3. maí 2017 20:30 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Gianluigi Buffon og félagar í Juventus hafa lítinn áhuga á að fá á sig mörk í Meistaradeild Evrópu. Buffon lék sinn hundraðasta leik í Meistaradeildinni í gær þegar Juventus vann 0-2 sigur á Monaco í fyrri leik liðanna í undanúrslitunum. Ítölsku meistararnir standa því afar vel að vígi fyrir seinni leikinn á þriðjudaginn. Juventus hefur nú haldið hreinu í sex leikjum í röð í Meistaradeildinni sem er mikið afrek, sérstaklega í ljósi þess af helmingur þessara leikja var gegn Monaco og Barcelona, tveimur af sókndjörfustu liðum Evrópu. Í 11 leikjum í Meistaradeildinni í vetur hefur Juventus aðeins fengið á sig tvö mörk og haldið markinu níu sinnum hreinu. Hinn 39 ára gamli Buffon hefur haldið átta sinnum hreinu en hann hvíldi í 2-0 sigri á Dinamo Zabreb í lokaumferð riðlakeppninnar. Brasilíumaðurinn Neto stóð þá í marki Juventus. Buffon fékk síðast á sig mark í Meistaradeildinni í 1-3 sigri á Sevilla 22. nóvember 2016. Nicolás Pareja skoraði þá með skoti fyrir utan teig. Síðan þá er liðin 621 mínúta. Besti leikur Buffons í Meistaradeildinni í vetur var eflaust í 1-1 jafntefli við Lyon 2. nóvember á síðasta ári. Þar átti hann þrjár frábærar vörslur en þá bestu má sjá hér að neðan. Meistaradeildin er eini félagsliðatitilinn sem Buffon á eftir að vinna á löngum og glæsilegum ferli. Hann hefur tvisvar farið í úrslit með Juventus (2003 og 2015) en tapaði í bæði skiptin.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin hjá Higuaín | Myndbönd Argentínumaðurinn Gonzalo Higuaín skoraði bæði mörk Juventus þegar liðið vann 0-2 sigur á Monaco í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Juventus stendur því afar vel að vígi fyrir seinni leikinn á þriðjudaginn. 4. maí 2017 09:15 Higuain sýndi að hann getur verið maður stóru leikjanna Argentínski framherjinn Gonzalo Higuain sýndi og sannaði í kvöld að hann getur vel blómstrað í stóru leikjunum. Hann skoraði þá í tvígang fyrir Juventus í fyrri leik liðsins gegn Monaco í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. 3. maí 2017 20:30 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Sjáðu mörkin hjá Higuaín | Myndbönd Argentínumaðurinn Gonzalo Higuaín skoraði bæði mörk Juventus þegar liðið vann 0-2 sigur á Monaco í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Juventus stendur því afar vel að vígi fyrir seinni leikinn á þriðjudaginn. 4. maí 2017 09:15
Higuain sýndi að hann getur verið maður stóru leikjanna Argentínski framherjinn Gonzalo Higuain sýndi og sannaði í kvöld að hann getur vel blómstrað í stóru leikjunum. Hann skoraði þá í tvígang fyrir Juventus í fyrri leik liðsins gegn Monaco í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. 3. maí 2017 20:30