Ólga í Frakklandi: Forsetaframbjóðendurnir harðorðir á verkalýðsdaginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2017 23:20 Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í París í dag. Vísir/AFP Hinir tveir eftirstandandi frambjóðendur forsetakosninganna í Frakklandi, þau Emmanuel Macron og Marine Le Pen, skutu föstum skotum í ræðum sínum á verkalýðsdaginn. Reuters greinir frá. Emmanuel Macron hamraði á því, eins og áður, að Le Pen væri ofstækismaður. Þá sagði Le Pen að Macron væri klón hins óvinsæla, fráfarandi Frakklandsforseta, Francois Hollande. Kannanir hafa ítrekað sýnt fram á forskot Macron en hann er talinn munu vinna kosningarnar með um 60 prósent atkvæða.Emmanuel Macron flytur ræðu frammi fyrir kjósendum í París, höfuðborg Frakklands, í dag.Vísir/AFPHarðorð á degi verkalýðsins Á mánudag, í tilefni dags verkalýðsins, flutti Macron ræðu við minningarathöfn um ungan marokkóskan mann sem drukknaði í ánni Signu fyrir 22 árum. Ungi maðurinn hafði verið staddur í kröfugöngu á verkalýðsdaginn en honum var hrint ofan í ána. Atvikið hefur alla tíð verið rakið til kynþáttahaturs. „Ég mun berjast fram á síðustu sekúndu, ekki aðeins gegn stefnuskrá hennar, heldur líka gegn hugmynd hennar um lýðræði og franska lýðveldið,“ sagði Macron, sem fer fram fyrir hinn nýstofnaða flokk En Marche! eða Áfram gakk!, um mótframbjóðanda sinn. Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, ávarpaði stuðningsmenn sína í Villepinte, úthverfi í norðurhluta Parísarborgar, og sagði: „Emmanuel Macron er bara Francois Hollande sem vill framlengja viðveru sína og rígheldur í vald eins og hrúðurkarl.“ Hún kallaði eftir því að Frakkland endurheimti „sjálfstæði sitt“ frá Evrópusambandinu en minntist ekkert á tillögu sína um að leggja niður evruna.Marine Le Pen ávarpar samkomu í Villepinte, úthverfi Parísarborgar.Vísir/AfpÁtök á mörgum vígstöðvum Á meðan frambjóðendurnir tókust á geisuðu einnig átök á götum Parísar. Í frétt BBC er greint frá ryskingum milli lögreglu og mótmælenda samhliða hinum hefðbundnu verkalýðsgöngum í París. Fjórir lögreglumenn særðust þegar grímuklæddir mótmælendur hentu bensínsprengjum í átt að lögreglu, sem brást við með táragasi. Atvikið átti sér stað við Bastillutorgið í París. Fimm af stærstu stéttarfélögum Frakklands hafa hvatt meðlimi sína til að greiða Le Pen ekki atkvæði í forsetakosningunum. Þó hafa aðeins tvö frönsk stéttarfélög lýst yfir stuðningi við Macron. Erlent Frakkland Tengdar fréttir Hollande styður Macron Leiðtogar hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka í Frakklandi keppast nú við að lýsa yfir stuðningi við miðjumanninn Emannuel Macron sem keppa mun um forsetaembættið við Marine Le Pen, frambjóðanda Franska þjóðarflokksins, í seinni umferð kosninganna. 24. apríl 2017 14:34 Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51 Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Hinir tveir eftirstandandi frambjóðendur forsetakosninganna í Frakklandi, þau Emmanuel Macron og Marine Le Pen, skutu föstum skotum í ræðum sínum á verkalýðsdaginn. Reuters greinir frá. Emmanuel Macron hamraði á því, eins og áður, að Le Pen væri ofstækismaður. Þá sagði Le Pen að Macron væri klón hins óvinsæla, fráfarandi Frakklandsforseta, Francois Hollande. Kannanir hafa ítrekað sýnt fram á forskot Macron en hann er talinn munu vinna kosningarnar með um 60 prósent atkvæða.Emmanuel Macron flytur ræðu frammi fyrir kjósendum í París, höfuðborg Frakklands, í dag.Vísir/AFPHarðorð á degi verkalýðsins Á mánudag, í tilefni dags verkalýðsins, flutti Macron ræðu við minningarathöfn um ungan marokkóskan mann sem drukknaði í ánni Signu fyrir 22 árum. Ungi maðurinn hafði verið staddur í kröfugöngu á verkalýðsdaginn en honum var hrint ofan í ána. Atvikið hefur alla tíð verið rakið til kynþáttahaturs. „Ég mun berjast fram á síðustu sekúndu, ekki aðeins gegn stefnuskrá hennar, heldur líka gegn hugmynd hennar um lýðræði og franska lýðveldið,“ sagði Macron, sem fer fram fyrir hinn nýstofnaða flokk En Marche! eða Áfram gakk!, um mótframbjóðanda sinn. Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, ávarpaði stuðningsmenn sína í Villepinte, úthverfi í norðurhluta Parísarborgar, og sagði: „Emmanuel Macron er bara Francois Hollande sem vill framlengja viðveru sína og rígheldur í vald eins og hrúðurkarl.“ Hún kallaði eftir því að Frakkland endurheimti „sjálfstæði sitt“ frá Evrópusambandinu en minntist ekkert á tillögu sína um að leggja niður evruna.Marine Le Pen ávarpar samkomu í Villepinte, úthverfi Parísarborgar.Vísir/AfpÁtök á mörgum vígstöðvum Á meðan frambjóðendurnir tókust á geisuðu einnig átök á götum Parísar. Í frétt BBC er greint frá ryskingum milli lögreglu og mótmælenda samhliða hinum hefðbundnu verkalýðsgöngum í París. Fjórir lögreglumenn særðust þegar grímuklæddir mótmælendur hentu bensínsprengjum í átt að lögreglu, sem brást við með táragasi. Atvikið átti sér stað við Bastillutorgið í París. Fimm af stærstu stéttarfélögum Frakklands hafa hvatt meðlimi sína til að greiða Le Pen ekki atkvæði í forsetakosningunum. Þó hafa aðeins tvö frönsk stéttarfélög lýst yfir stuðningi við Macron.
Erlent Frakkland Tengdar fréttir Hollande styður Macron Leiðtogar hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka í Frakklandi keppast nú við að lýsa yfir stuðningi við miðjumanninn Emannuel Macron sem keppa mun um forsetaembættið við Marine Le Pen, frambjóðanda Franska þjóðarflokksins, í seinni umferð kosninganna. 24. apríl 2017 14:34 Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51 Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Hollande styður Macron Leiðtogar hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka í Frakklandi keppast nú við að lýsa yfir stuðningi við miðjumanninn Emannuel Macron sem keppa mun um forsetaembættið við Marine Le Pen, frambjóðanda Franska þjóðarflokksins, í seinni umferð kosninganna. 24. apríl 2017 14:34
Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51
Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50
Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45