Hátt settir Framsóknarmenn vilja tefla Sigmundi fram í borginni Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. maí 2017 05:00 Alþekkt er að fyrrverandi forsætisráðherra hefur mikinn áhuga á skipulagsmálum og hefur verið gagnrýninn á þróun þeirra og framkvæmdir í miðborginni. Vísir/Daníel Áhrifamenn innan Framsóknarflokks hafa hvatt Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmann flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, til að leiða lista Framsóknar og flugvallarvina í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Þetta staðfestir Sigmundur Davíð í samtali við Fréttablaðið. Hann er sem stendur óbreyttur þingmaður og situr í utanríkismálanefnd. „Það er ekkert launungarmál að málefni sveitarfélaganna og skipulagsmál skipa stóran sess í mínum huga, en þau eru líka nátengd landsmálunum og það er fjölmargt annað á sviði landsmálanna sem mér finnst mikil þörf á, og tækifæri til, að bæta,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við að hann hafi skyldum að gegna í sínu kjördæmi og líki þingmennskan vel. „Ég geri ráð fyrir að halda mig við landsmálin þótt mér þyki málefni borgarinnar líka mjög áhugaverð og gríðarlega mikilvæg.“ Alþekkt er að Sigmundur Davíð hefur mikinn áhuga á skipulagsmálum í borginni. Hann hefur í gegnum tíðina látið sig þau mál varða, líka þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. Sigmundur hefur skrifað innblásna pistla um skipulagsmál og hefur verið gagnrýninn á þróun þeirra og framkvæmdir í miðborginni. Árið 2015 skrifaði hann, svo dæmi sé tekið, grein á heimasíðu sína þar sem hann sagði gamla bæinn í Reykjavík ekki hafa staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og þá frá því fyrir deiluna um Bernhöftstorfuna fyrir hátt í hálfri öld. Hann nefndi fyrirhugaðar framkvæmdir á Hörpureitnum og lóðum við hlið Tollstjórahússins sem dæmi um vont skipulag. Þá varð frægt þegar hann sendi frá sér jólakort sama ár, þar sem hann hafði látið teikna byggingu inn á fyrirhugaðan byggingarreit nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis í stíl Guðjóns Samúelssonar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjáðu teikningar forsætisráðherra af húsum í miðbænum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra teiknaði upp útlit nokkurra húsa fyrir nokkrum árum eftir því hvernig upprunalegar teikningar þeirra eru. 26. febrúar 2016 16:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Áhrifamenn innan Framsóknarflokks hafa hvatt Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmann flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, til að leiða lista Framsóknar og flugvallarvina í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Þetta staðfestir Sigmundur Davíð í samtali við Fréttablaðið. Hann er sem stendur óbreyttur þingmaður og situr í utanríkismálanefnd. „Það er ekkert launungarmál að málefni sveitarfélaganna og skipulagsmál skipa stóran sess í mínum huga, en þau eru líka nátengd landsmálunum og það er fjölmargt annað á sviði landsmálanna sem mér finnst mikil þörf á, og tækifæri til, að bæta,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við að hann hafi skyldum að gegna í sínu kjördæmi og líki þingmennskan vel. „Ég geri ráð fyrir að halda mig við landsmálin þótt mér þyki málefni borgarinnar líka mjög áhugaverð og gríðarlega mikilvæg.“ Alþekkt er að Sigmundur Davíð hefur mikinn áhuga á skipulagsmálum í borginni. Hann hefur í gegnum tíðina látið sig þau mál varða, líka þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. Sigmundur hefur skrifað innblásna pistla um skipulagsmál og hefur verið gagnrýninn á þróun þeirra og framkvæmdir í miðborginni. Árið 2015 skrifaði hann, svo dæmi sé tekið, grein á heimasíðu sína þar sem hann sagði gamla bæinn í Reykjavík ekki hafa staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og þá frá því fyrir deiluna um Bernhöftstorfuna fyrir hátt í hálfri öld. Hann nefndi fyrirhugaðar framkvæmdir á Hörpureitnum og lóðum við hlið Tollstjórahússins sem dæmi um vont skipulag. Þá varð frægt þegar hann sendi frá sér jólakort sama ár, þar sem hann hafði látið teikna byggingu inn á fyrirhugaðan byggingarreit nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis í stíl Guðjóns Samúelssonar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjáðu teikningar forsætisráðherra af húsum í miðbænum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra teiknaði upp útlit nokkurra húsa fyrir nokkrum árum eftir því hvernig upprunalegar teikningar þeirra eru. 26. febrúar 2016 16:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Sjáðu teikningar forsætisráðherra af húsum í miðbænum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra teiknaði upp útlit nokkurra húsa fyrir nokkrum árum eftir því hvernig upprunalegar teikningar þeirra eru. 26. febrúar 2016 16:36