Uppbótartíminn: Þrjú lið með jafnmörg stig á toppnum | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. maí 2017 12:00 Valsmenn misstu frá sér toppsætið. Vísir/Eyþór Vísir gerir upp þriðju umferð Pepsi-deildar karla, sem lauk í gærkvöldi. Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Stjörnumenn eru komnir á topp Pepsi-deildarinnar eftir 3-1 sigur á Breiðabliki í Kópavogi en Valsmenn töpuðu aftur á móti sínum fyrstu stigum í sumar þegar þeir gerðu jafntefli á heimavelli við FH. Stjarnan er með sjö stig á toppnum eins og KA og Valur. Það hafa því öll liðin tapað stigum í fyrstu þremur umferðunum. Nýliðar KA halda áfram góðri byrjun sinni og urðu fyrsta liðið til að skora hjá Fjölnismönnum í 2-0 sigri fyrir norðan. KA-liðið hefur fengið sjö stig og skorað 7 mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í úrvalsdeildinni í þrettán ár. Íslandsmeistarar FH gerðu jafntefli í öðrum leiknum í röð og eru komnir niður í fimmta sæti deildarinnar. KR-ingar komust upp fyrir FH-liðið með öðrum 2-1 sigri sínum í röð. Á hinum enda töflunnar eru Breiðablik og ÍA bæði stigalaus eftir þrjár umferðir en öll hin tíu lið deildarinnar hafa náð að fagna sigri í sumar.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:KR - ÍA 2-1ÍBV - Víkingur R. 1-0Grindavík - Víkingur Ó. 1-3KA - Fjölnir 2-0Breiðablik - Stjarnan 1-3Valur - FH 1-1 Góð umferð fyrir ...Hilmar Árni Halldórsson skoraði í öðrum leiknum í röð fyrir Stjörnumenn.Vísir/Anton... Stjörnumenn sem fylgdu eftir 5-0 sigri á ÍBV með því að vinna 3-1 sigur á Breiðabliki liðinu sem þeir höfðu ekki fengið eitt einasta stig á móti í fjórum innbyrðisleikjum liðanna 2015 og 2016. Stjörnuliðið hefur nú skorað tíu mörk í fyrstu þremur leikjum sínum og liðið heldur áfram að fá mörk frá varnarmönnum, miðjumönnum og sóknarmönnum í sínum leikjum. Þessir tveir stóru sigrar hafa skilað Garðbæingum upp í toppsæti deildarinnar. ... Eyjamenn sem töpuðu illa á móti Stjörnunni í 2. umferðinni og voru ekki búnir að skora í fyrstu tveimur leikjum sínum þegar kom að leiknum við Víkinga. Kristján Guðmundsson náði hinsvegar að loka vörninni sem fékk á sig fimm mörk í leiknum á undan og eitt mark nægði Eyjaliðinu til að taka öll þrjú stigin á móti Reykjavíkur-Víkingum. Eyjamenn hafa kannski bara skorað eitt mark í sumar, en þeir hafa haldið tvisvar hreinu í fyrstu þremur leikjum sínum og eru í áttunda sætinu með 4 stig. ... Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó. Ólafsvíkingar hafa bætt sig með hverjum leik í sumar og unnu flottan 3-1 sigur í Grindavík í 3. umferðinni. Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga, var búinn að lesa Grindvíkurliðið og skipti um leikaðferð sem gekk fullkomlega upp. Eftir mjög slakan tapleik á móti Val og stigalausan en mjög góðan leik á móti KR þá náðu Ólsarar í sín fyrstu stig í sumar. Ef liðið heldur áfram að bæta sig á milli leikja þá er von á góðu á Snæfellsnesinu í sumar. Slæm umferð fyrir ....Skagamenn töpuðu þriðja leiknum í röð.Vísir/Anton... Guðmund Ársæl Guðmundsson dómara. Hann gerði dómaramistök ársins er hann fattaði ekki að gefa KA-manninum Almarri Ormarssyni rautt spjald eftir að hann gaf leikmanninum gula spjaldið í annað sinn. Ótrúlegt klúður sem mun elta dómarann í allt sumar. Hann verður undir smásjánni. ... Breiðablik sem tapaði sínum þriðja leik í röð. Það er ekki bara að liðið sé að valda vonbrigðum á vellinum heldur virðist stjórn félagsins vera í tómu rugli. Rak þjálfarann án þess að vera með annan þjálfara tilbúinn og stjórnin hefur því sett liðið í hendurnar á manni sem virðist ekki hafa nákvæmlega neinn áhuga á því að þjálfa liðið. ... Skagamenn sem eru búnir að tapa öllum sínum leikjum rétt eins og Breiðablik. ÍA er þess utan búið að fá á sig heil tíu mörk í fyrstu leikjunum. Andstæðingarnir vissulega erfiðir en spilamennska liðsins er langt frá því að vera sannfærandi. Skemmtilegir punktar úr BoltavaktinniHörð barátt á Kópavogsvelli.Vísir/AntonKristinn Páll Teitsson á Kópavogsvelli „Vallarþulurinn tilkynnir að gamla stúkan hafi verið opnuð til að koma fleiri áhorfendum fyrir og það fer strax straumur af fólki yfir. Það er vel mætt í kvöld.“Anton Ingi Leifsson á Grindavíkurvelli „Eftir aukaspyrnu virtist skot Andra Rúnars Bjarnasonar vera á leið yfir, en boltinn náði ekki alla leið og vindurinn greip í hann. Boltinn skoppaði nánast á marklínu, en fauk svo bara í burtu. Vindurinn að taka þátt!“Arnar Geir Halldórsson á Akureyrarvelli „Það er heldur betur mikið um dýrðir hér í aðdraganda leiksins. Leiðin okkar allra með Hjálmunum er flutt af forsöngvara og myndarlegum karlakór. Liðin eru að ganga inn á völlinn. Stúkan nánast orðin full.“Tryggvi Páll Tryggvason á Valsvelli „Heimir situr á rökstólunum með aðstoðarmönnum sínum. Þeir þurfa að finna lausnir og það fljótt því að annars fer FH með 0 stig heim í fjörðinn fagra.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Aleksandar Trninic, KA 8 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 8 Rasmus Steenberg Christiansen; Val 8 Sindri Snær Magnússon, ÍBV 8 Sigurður Grétar Benónýsson, ÍBV 8 Atli Guðnason, FH 8 Halldór Orri Björnsson; FH 4 Viktor Örn Margeirsson, Breiðabliki 4 Hrvoje Tokic, Breiðabliki 4 Dofri Snorrason, Víkingi R. 4 Vladimir Tufegdzic, Víkingi R. 4 Aron Ingi Kristinsson, ÍA 4 Arnar Már Guðjónsson, ÍA 4 Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 4 Hans Viktor Guðmundsson, Fjölni 4 Igor Jugovic, Fjölni 4 Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni 4 Hákon Ívar Ólafsson, Grindavík 4 Gunnar Þorsteinsson, Grindavík 4 Jón Ingason, Grindavík 4 Aron Freyr Róbertsson, Grindavík 4 Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 4Umræðan á #pepsi365Besta við Pepsi Deildina er að 25% þjálfara eru frá gömlu Júgóslavíu. Veisla í fjórða hverju viðtali #pepsi365— Aron Heiðdal (@aronheiddal) May 15, 2017 6 "útlendingar" í liði vikunnar - Gleymum ekki að deildin væri miklu verri án þeirra #pepsi365 #fotbolti— Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) May 15, 2017 Veit ekki hvort það sé þessum rennislétta Valsvelli og góðu veðri að þakka en þetta var langbesti leikur tímabilsins. #pepsi365 #ValurFH— Teitur Örlygsson (@teitur11) May 15, 2017 Síðast þegar Stjarnan var ekki í topp 3 umræðu fyrir mót var árið 2014 #pepsi365— Aron Heiðdal (@aronheiddal) May 15, 2017 Powerranking 15.5 #pepsi365 pic.twitter.com/B9wlDHWPtK— Teitur Örlygsson (@teitur11) May 15, 2017 GullmarkiðAugnablikiðBesturTrabantinn120 sekúndur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira
Vísir gerir upp þriðju umferð Pepsi-deildar karla, sem lauk í gærkvöldi. Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Stjörnumenn eru komnir á topp Pepsi-deildarinnar eftir 3-1 sigur á Breiðabliki í Kópavogi en Valsmenn töpuðu aftur á móti sínum fyrstu stigum í sumar þegar þeir gerðu jafntefli á heimavelli við FH. Stjarnan er með sjö stig á toppnum eins og KA og Valur. Það hafa því öll liðin tapað stigum í fyrstu þremur umferðunum. Nýliðar KA halda áfram góðri byrjun sinni og urðu fyrsta liðið til að skora hjá Fjölnismönnum í 2-0 sigri fyrir norðan. KA-liðið hefur fengið sjö stig og skorað 7 mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í úrvalsdeildinni í þrettán ár. Íslandsmeistarar FH gerðu jafntefli í öðrum leiknum í röð og eru komnir niður í fimmta sæti deildarinnar. KR-ingar komust upp fyrir FH-liðið með öðrum 2-1 sigri sínum í röð. Á hinum enda töflunnar eru Breiðablik og ÍA bæði stigalaus eftir þrjár umferðir en öll hin tíu lið deildarinnar hafa náð að fagna sigri í sumar.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:KR - ÍA 2-1ÍBV - Víkingur R. 1-0Grindavík - Víkingur Ó. 1-3KA - Fjölnir 2-0Breiðablik - Stjarnan 1-3Valur - FH 1-1 Góð umferð fyrir ...Hilmar Árni Halldórsson skoraði í öðrum leiknum í röð fyrir Stjörnumenn.Vísir/Anton... Stjörnumenn sem fylgdu eftir 5-0 sigri á ÍBV með því að vinna 3-1 sigur á Breiðabliki liðinu sem þeir höfðu ekki fengið eitt einasta stig á móti í fjórum innbyrðisleikjum liðanna 2015 og 2016. Stjörnuliðið hefur nú skorað tíu mörk í fyrstu þremur leikjum sínum og liðið heldur áfram að fá mörk frá varnarmönnum, miðjumönnum og sóknarmönnum í sínum leikjum. Þessir tveir stóru sigrar hafa skilað Garðbæingum upp í toppsæti deildarinnar. ... Eyjamenn sem töpuðu illa á móti Stjörnunni í 2. umferðinni og voru ekki búnir að skora í fyrstu tveimur leikjum sínum þegar kom að leiknum við Víkinga. Kristján Guðmundsson náði hinsvegar að loka vörninni sem fékk á sig fimm mörk í leiknum á undan og eitt mark nægði Eyjaliðinu til að taka öll þrjú stigin á móti Reykjavíkur-Víkingum. Eyjamenn hafa kannski bara skorað eitt mark í sumar, en þeir hafa haldið tvisvar hreinu í fyrstu þremur leikjum sínum og eru í áttunda sætinu með 4 stig. ... Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó. Ólafsvíkingar hafa bætt sig með hverjum leik í sumar og unnu flottan 3-1 sigur í Grindavík í 3. umferðinni. Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga, var búinn að lesa Grindvíkurliðið og skipti um leikaðferð sem gekk fullkomlega upp. Eftir mjög slakan tapleik á móti Val og stigalausan en mjög góðan leik á móti KR þá náðu Ólsarar í sín fyrstu stig í sumar. Ef liðið heldur áfram að bæta sig á milli leikja þá er von á góðu á Snæfellsnesinu í sumar. Slæm umferð fyrir ....Skagamenn töpuðu þriðja leiknum í röð.Vísir/Anton... Guðmund Ársæl Guðmundsson dómara. Hann gerði dómaramistök ársins er hann fattaði ekki að gefa KA-manninum Almarri Ormarssyni rautt spjald eftir að hann gaf leikmanninum gula spjaldið í annað sinn. Ótrúlegt klúður sem mun elta dómarann í allt sumar. Hann verður undir smásjánni. ... Breiðablik sem tapaði sínum þriðja leik í röð. Það er ekki bara að liðið sé að valda vonbrigðum á vellinum heldur virðist stjórn félagsins vera í tómu rugli. Rak þjálfarann án þess að vera með annan þjálfara tilbúinn og stjórnin hefur því sett liðið í hendurnar á manni sem virðist ekki hafa nákvæmlega neinn áhuga á því að þjálfa liðið. ... Skagamenn sem eru búnir að tapa öllum sínum leikjum rétt eins og Breiðablik. ÍA er þess utan búið að fá á sig heil tíu mörk í fyrstu leikjunum. Andstæðingarnir vissulega erfiðir en spilamennska liðsins er langt frá því að vera sannfærandi. Skemmtilegir punktar úr BoltavaktinniHörð barátt á Kópavogsvelli.Vísir/AntonKristinn Páll Teitsson á Kópavogsvelli „Vallarþulurinn tilkynnir að gamla stúkan hafi verið opnuð til að koma fleiri áhorfendum fyrir og það fer strax straumur af fólki yfir. Það er vel mætt í kvöld.“Anton Ingi Leifsson á Grindavíkurvelli „Eftir aukaspyrnu virtist skot Andra Rúnars Bjarnasonar vera á leið yfir, en boltinn náði ekki alla leið og vindurinn greip í hann. Boltinn skoppaði nánast á marklínu, en fauk svo bara í burtu. Vindurinn að taka þátt!“Arnar Geir Halldórsson á Akureyrarvelli „Það er heldur betur mikið um dýrðir hér í aðdraganda leiksins. Leiðin okkar allra með Hjálmunum er flutt af forsöngvara og myndarlegum karlakór. Liðin eru að ganga inn á völlinn. Stúkan nánast orðin full.“Tryggvi Páll Tryggvason á Valsvelli „Heimir situr á rökstólunum með aðstoðarmönnum sínum. Þeir þurfa að finna lausnir og það fljótt því að annars fer FH með 0 stig heim í fjörðinn fagra.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Aleksandar Trninic, KA 8 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 8 Rasmus Steenberg Christiansen; Val 8 Sindri Snær Magnússon, ÍBV 8 Sigurður Grétar Benónýsson, ÍBV 8 Atli Guðnason, FH 8 Halldór Orri Björnsson; FH 4 Viktor Örn Margeirsson, Breiðabliki 4 Hrvoje Tokic, Breiðabliki 4 Dofri Snorrason, Víkingi R. 4 Vladimir Tufegdzic, Víkingi R. 4 Aron Ingi Kristinsson, ÍA 4 Arnar Már Guðjónsson, ÍA 4 Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 4 Hans Viktor Guðmundsson, Fjölni 4 Igor Jugovic, Fjölni 4 Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni 4 Hákon Ívar Ólafsson, Grindavík 4 Gunnar Þorsteinsson, Grindavík 4 Jón Ingason, Grindavík 4 Aron Freyr Róbertsson, Grindavík 4 Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 4Umræðan á #pepsi365Besta við Pepsi Deildina er að 25% þjálfara eru frá gömlu Júgóslavíu. Veisla í fjórða hverju viðtali #pepsi365— Aron Heiðdal (@aronheiddal) May 15, 2017 6 "útlendingar" í liði vikunnar - Gleymum ekki að deildin væri miklu verri án þeirra #pepsi365 #fotbolti— Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) May 15, 2017 Veit ekki hvort það sé þessum rennislétta Valsvelli og góðu veðri að þakka en þetta var langbesti leikur tímabilsins. #pepsi365 #ValurFH— Teitur Örlygsson (@teitur11) May 15, 2017 Síðast þegar Stjarnan var ekki í topp 3 umræðu fyrir mót var árið 2014 #pepsi365— Aron Heiðdal (@aronheiddal) May 15, 2017 Powerranking 15.5 #pepsi365 pic.twitter.com/B9wlDHWPtK— Teitur Örlygsson (@teitur11) May 15, 2017 GullmarkiðAugnablikiðBesturTrabantinn120 sekúndur
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira
Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30