Uppbótartíminn: Þrjú lið með jafnmörg stig á toppnum | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. maí 2017 12:00 Valsmenn misstu frá sér toppsætið. Vísir/Eyþór Vísir gerir upp þriðju umferð Pepsi-deildar karla, sem lauk í gærkvöldi. Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Stjörnumenn eru komnir á topp Pepsi-deildarinnar eftir 3-1 sigur á Breiðabliki í Kópavogi en Valsmenn töpuðu aftur á móti sínum fyrstu stigum í sumar þegar þeir gerðu jafntefli á heimavelli við FH. Stjarnan er með sjö stig á toppnum eins og KA og Valur. Það hafa því öll liðin tapað stigum í fyrstu þremur umferðunum. Nýliðar KA halda áfram góðri byrjun sinni og urðu fyrsta liðið til að skora hjá Fjölnismönnum í 2-0 sigri fyrir norðan. KA-liðið hefur fengið sjö stig og skorað 7 mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í úrvalsdeildinni í þrettán ár. Íslandsmeistarar FH gerðu jafntefli í öðrum leiknum í röð og eru komnir niður í fimmta sæti deildarinnar. KR-ingar komust upp fyrir FH-liðið með öðrum 2-1 sigri sínum í röð. Á hinum enda töflunnar eru Breiðablik og ÍA bæði stigalaus eftir þrjár umferðir en öll hin tíu lið deildarinnar hafa náð að fagna sigri í sumar.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:KR - ÍA 2-1ÍBV - Víkingur R. 1-0Grindavík - Víkingur Ó. 1-3KA - Fjölnir 2-0Breiðablik - Stjarnan 1-3Valur - FH 1-1 Góð umferð fyrir ...Hilmar Árni Halldórsson skoraði í öðrum leiknum í röð fyrir Stjörnumenn.Vísir/Anton... Stjörnumenn sem fylgdu eftir 5-0 sigri á ÍBV með því að vinna 3-1 sigur á Breiðabliki liðinu sem þeir höfðu ekki fengið eitt einasta stig á móti í fjórum innbyrðisleikjum liðanna 2015 og 2016. Stjörnuliðið hefur nú skorað tíu mörk í fyrstu þremur leikjum sínum og liðið heldur áfram að fá mörk frá varnarmönnum, miðjumönnum og sóknarmönnum í sínum leikjum. Þessir tveir stóru sigrar hafa skilað Garðbæingum upp í toppsæti deildarinnar. ... Eyjamenn sem töpuðu illa á móti Stjörnunni í 2. umferðinni og voru ekki búnir að skora í fyrstu tveimur leikjum sínum þegar kom að leiknum við Víkinga. Kristján Guðmundsson náði hinsvegar að loka vörninni sem fékk á sig fimm mörk í leiknum á undan og eitt mark nægði Eyjaliðinu til að taka öll þrjú stigin á móti Reykjavíkur-Víkingum. Eyjamenn hafa kannski bara skorað eitt mark í sumar, en þeir hafa haldið tvisvar hreinu í fyrstu þremur leikjum sínum og eru í áttunda sætinu með 4 stig. ... Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó. Ólafsvíkingar hafa bætt sig með hverjum leik í sumar og unnu flottan 3-1 sigur í Grindavík í 3. umferðinni. Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga, var búinn að lesa Grindvíkurliðið og skipti um leikaðferð sem gekk fullkomlega upp. Eftir mjög slakan tapleik á móti Val og stigalausan en mjög góðan leik á móti KR þá náðu Ólsarar í sín fyrstu stig í sumar. Ef liðið heldur áfram að bæta sig á milli leikja þá er von á góðu á Snæfellsnesinu í sumar. Slæm umferð fyrir ....Skagamenn töpuðu þriðja leiknum í röð.Vísir/Anton... Guðmund Ársæl Guðmundsson dómara. Hann gerði dómaramistök ársins er hann fattaði ekki að gefa KA-manninum Almarri Ormarssyni rautt spjald eftir að hann gaf leikmanninum gula spjaldið í annað sinn. Ótrúlegt klúður sem mun elta dómarann í allt sumar. Hann verður undir smásjánni. ... Breiðablik sem tapaði sínum þriðja leik í röð. Það er ekki bara að liðið sé að valda vonbrigðum á vellinum heldur virðist stjórn félagsins vera í tómu rugli. Rak þjálfarann án þess að vera með annan þjálfara tilbúinn og stjórnin hefur því sett liðið í hendurnar á manni sem virðist ekki hafa nákvæmlega neinn áhuga á því að þjálfa liðið. ... Skagamenn sem eru búnir að tapa öllum sínum leikjum rétt eins og Breiðablik. ÍA er þess utan búið að fá á sig heil tíu mörk í fyrstu leikjunum. Andstæðingarnir vissulega erfiðir en spilamennska liðsins er langt frá því að vera sannfærandi. Skemmtilegir punktar úr BoltavaktinniHörð barátt á Kópavogsvelli.Vísir/AntonKristinn Páll Teitsson á Kópavogsvelli „Vallarþulurinn tilkynnir að gamla stúkan hafi verið opnuð til að koma fleiri áhorfendum fyrir og það fer strax straumur af fólki yfir. Það er vel mætt í kvöld.“Anton Ingi Leifsson á Grindavíkurvelli „Eftir aukaspyrnu virtist skot Andra Rúnars Bjarnasonar vera á leið yfir, en boltinn náði ekki alla leið og vindurinn greip í hann. Boltinn skoppaði nánast á marklínu, en fauk svo bara í burtu. Vindurinn að taka þátt!“Arnar Geir Halldórsson á Akureyrarvelli „Það er heldur betur mikið um dýrðir hér í aðdraganda leiksins. Leiðin okkar allra með Hjálmunum er flutt af forsöngvara og myndarlegum karlakór. Liðin eru að ganga inn á völlinn. Stúkan nánast orðin full.“Tryggvi Páll Tryggvason á Valsvelli „Heimir situr á rökstólunum með aðstoðarmönnum sínum. Þeir þurfa að finna lausnir og það fljótt því að annars fer FH með 0 stig heim í fjörðinn fagra.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Aleksandar Trninic, KA 8 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 8 Rasmus Steenberg Christiansen; Val 8 Sindri Snær Magnússon, ÍBV 8 Sigurður Grétar Benónýsson, ÍBV 8 Atli Guðnason, FH 8 Halldór Orri Björnsson; FH 4 Viktor Örn Margeirsson, Breiðabliki 4 Hrvoje Tokic, Breiðabliki 4 Dofri Snorrason, Víkingi R. 4 Vladimir Tufegdzic, Víkingi R. 4 Aron Ingi Kristinsson, ÍA 4 Arnar Már Guðjónsson, ÍA 4 Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 4 Hans Viktor Guðmundsson, Fjölni 4 Igor Jugovic, Fjölni 4 Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni 4 Hákon Ívar Ólafsson, Grindavík 4 Gunnar Þorsteinsson, Grindavík 4 Jón Ingason, Grindavík 4 Aron Freyr Róbertsson, Grindavík 4 Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 4Umræðan á #pepsi365Besta við Pepsi Deildina er að 25% þjálfara eru frá gömlu Júgóslavíu. Veisla í fjórða hverju viðtali #pepsi365— Aron Heiðdal (@aronheiddal) May 15, 2017 6 "útlendingar" í liði vikunnar - Gleymum ekki að deildin væri miklu verri án þeirra #pepsi365 #fotbolti— Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) May 15, 2017 Veit ekki hvort það sé þessum rennislétta Valsvelli og góðu veðri að þakka en þetta var langbesti leikur tímabilsins. #pepsi365 #ValurFH— Teitur Örlygsson (@teitur11) May 15, 2017 Síðast þegar Stjarnan var ekki í topp 3 umræðu fyrir mót var árið 2014 #pepsi365— Aron Heiðdal (@aronheiddal) May 15, 2017 Powerranking 15.5 #pepsi365 pic.twitter.com/B9wlDHWPtK— Teitur Örlygsson (@teitur11) May 15, 2017 GullmarkiðAugnablikiðBesturTrabantinn120 sekúndur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Sjá meira
Vísir gerir upp þriðju umferð Pepsi-deildar karla, sem lauk í gærkvöldi. Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Stjörnumenn eru komnir á topp Pepsi-deildarinnar eftir 3-1 sigur á Breiðabliki í Kópavogi en Valsmenn töpuðu aftur á móti sínum fyrstu stigum í sumar þegar þeir gerðu jafntefli á heimavelli við FH. Stjarnan er með sjö stig á toppnum eins og KA og Valur. Það hafa því öll liðin tapað stigum í fyrstu þremur umferðunum. Nýliðar KA halda áfram góðri byrjun sinni og urðu fyrsta liðið til að skora hjá Fjölnismönnum í 2-0 sigri fyrir norðan. KA-liðið hefur fengið sjö stig og skorað 7 mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í úrvalsdeildinni í þrettán ár. Íslandsmeistarar FH gerðu jafntefli í öðrum leiknum í röð og eru komnir niður í fimmta sæti deildarinnar. KR-ingar komust upp fyrir FH-liðið með öðrum 2-1 sigri sínum í röð. Á hinum enda töflunnar eru Breiðablik og ÍA bæði stigalaus eftir þrjár umferðir en öll hin tíu lið deildarinnar hafa náð að fagna sigri í sumar.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:KR - ÍA 2-1ÍBV - Víkingur R. 1-0Grindavík - Víkingur Ó. 1-3KA - Fjölnir 2-0Breiðablik - Stjarnan 1-3Valur - FH 1-1 Góð umferð fyrir ...Hilmar Árni Halldórsson skoraði í öðrum leiknum í röð fyrir Stjörnumenn.Vísir/Anton... Stjörnumenn sem fylgdu eftir 5-0 sigri á ÍBV með því að vinna 3-1 sigur á Breiðabliki liðinu sem þeir höfðu ekki fengið eitt einasta stig á móti í fjórum innbyrðisleikjum liðanna 2015 og 2016. Stjörnuliðið hefur nú skorað tíu mörk í fyrstu þremur leikjum sínum og liðið heldur áfram að fá mörk frá varnarmönnum, miðjumönnum og sóknarmönnum í sínum leikjum. Þessir tveir stóru sigrar hafa skilað Garðbæingum upp í toppsæti deildarinnar. ... Eyjamenn sem töpuðu illa á móti Stjörnunni í 2. umferðinni og voru ekki búnir að skora í fyrstu tveimur leikjum sínum þegar kom að leiknum við Víkinga. Kristján Guðmundsson náði hinsvegar að loka vörninni sem fékk á sig fimm mörk í leiknum á undan og eitt mark nægði Eyjaliðinu til að taka öll þrjú stigin á móti Reykjavíkur-Víkingum. Eyjamenn hafa kannski bara skorað eitt mark í sumar, en þeir hafa haldið tvisvar hreinu í fyrstu þremur leikjum sínum og eru í áttunda sætinu með 4 stig. ... Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó. Ólafsvíkingar hafa bætt sig með hverjum leik í sumar og unnu flottan 3-1 sigur í Grindavík í 3. umferðinni. Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga, var búinn að lesa Grindvíkurliðið og skipti um leikaðferð sem gekk fullkomlega upp. Eftir mjög slakan tapleik á móti Val og stigalausan en mjög góðan leik á móti KR þá náðu Ólsarar í sín fyrstu stig í sumar. Ef liðið heldur áfram að bæta sig á milli leikja þá er von á góðu á Snæfellsnesinu í sumar. Slæm umferð fyrir ....Skagamenn töpuðu þriðja leiknum í röð.Vísir/Anton... Guðmund Ársæl Guðmundsson dómara. Hann gerði dómaramistök ársins er hann fattaði ekki að gefa KA-manninum Almarri Ormarssyni rautt spjald eftir að hann gaf leikmanninum gula spjaldið í annað sinn. Ótrúlegt klúður sem mun elta dómarann í allt sumar. Hann verður undir smásjánni. ... Breiðablik sem tapaði sínum þriðja leik í röð. Það er ekki bara að liðið sé að valda vonbrigðum á vellinum heldur virðist stjórn félagsins vera í tómu rugli. Rak þjálfarann án þess að vera með annan þjálfara tilbúinn og stjórnin hefur því sett liðið í hendurnar á manni sem virðist ekki hafa nákvæmlega neinn áhuga á því að þjálfa liðið. ... Skagamenn sem eru búnir að tapa öllum sínum leikjum rétt eins og Breiðablik. ÍA er þess utan búið að fá á sig heil tíu mörk í fyrstu leikjunum. Andstæðingarnir vissulega erfiðir en spilamennska liðsins er langt frá því að vera sannfærandi. Skemmtilegir punktar úr BoltavaktinniHörð barátt á Kópavogsvelli.Vísir/AntonKristinn Páll Teitsson á Kópavogsvelli „Vallarþulurinn tilkynnir að gamla stúkan hafi verið opnuð til að koma fleiri áhorfendum fyrir og það fer strax straumur af fólki yfir. Það er vel mætt í kvöld.“Anton Ingi Leifsson á Grindavíkurvelli „Eftir aukaspyrnu virtist skot Andra Rúnars Bjarnasonar vera á leið yfir, en boltinn náði ekki alla leið og vindurinn greip í hann. Boltinn skoppaði nánast á marklínu, en fauk svo bara í burtu. Vindurinn að taka þátt!“Arnar Geir Halldórsson á Akureyrarvelli „Það er heldur betur mikið um dýrðir hér í aðdraganda leiksins. Leiðin okkar allra með Hjálmunum er flutt af forsöngvara og myndarlegum karlakór. Liðin eru að ganga inn á völlinn. Stúkan nánast orðin full.“Tryggvi Páll Tryggvason á Valsvelli „Heimir situr á rökstólunum með aðstoðarmönnum sínum. Þeir þurfa að finna lausnir og það fljótt því að annars fer FH með 0 stig heim í fjörðinn fagra.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Aleksandar Trninic, KA 8 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 8 Rasmus Steenberg Christiansen; Val 8 Sindri Snær Magnússon, ÍBV 8 Sigurður Grétar Benónýsson, ÍBV 8 Atli Guðnason, FH 8 Halldór Orri Björnsson; FH 4 Viktor Örn Margeirsson, Breiðabliki 4 Hrvoje Tokic, Breiðabliki 4 Dofri Snorrason, Víkingi R. 4 Vladimir Tufegdzic, Víkingi R. 4 Aron Ingi Kristinsson, ÍA 4 Arnar Már Guðjónsson, ÍA 4 Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 4 Hans Viktor Guðmundsson, Fjölni 4 Igor Jugovic, Fjölni 4 Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni 4 Hákon Ívar Ólafsson, Grindavík 4 Gunnar Þorsteinsson, Grindavík 4 Jón Ingason, Grindavík 4 Aron Freyr Róbertsson, Grindavík 4 Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 4Umræðan á #pepsi365Besta við Pepsi Deildina er að 25% þjálfara eru frá gömlu Júgóslavíu. Veisla í fjórða hverju viðtali #pepsi365— Aron Heiðdal (@aronheiddal) May 15, 2017 6 "útlendingar" í liði vikunnar - Gleymum ekki að deildin væri miklu verri án þeirra #pepsi365 #fotbolti— Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) May 15, 2017 Veit ekki hvort það sé þessum rennislétta Valsvelli og góðu veðri að þakka en þetta var langbesti leikur tímabilsins. #pepsi365 #ValurFH— Teitur Örlygsson (@teitur11) May 15, 2017 Síðast þegar Stjarnan var ekki í topp 3 umræðu fyrir mót var árið 2014 #pepsi365— Aron Heiðdal (@aronheiddal) May 15, 2017 Powerranking 15.5 #pepsi365 pic.twitter.com/B9wlDHWPtK— Teitur Örlygsson (@teitur11) May 15, 2017 GullmarkiðAugnablikiðBesturTrabantinn120 sekúndur
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Sjá meira
Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn