Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2017 11:52 Umfangsmikil netárás var gerð í að minnsta kosti 99 löndum í gær. vísir/epa Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni sem gerð var víðs vegar um heiminn í gær, samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun. Þeir hins vegar sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótunum eru beðnir um að hafa samband við stofnunina. Árásin var gerð á tugþúsundir tölva í að minnsta kosti 99 löndum í gær en um er að ræða netárás af áður óþekktri stærðargráðu. Hún er rakin til hóps sem kallar sig Shadow Brothers en í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA, þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Breska heilbrigðiskerfið, NHS, hefur meðal annars verið í lamasessi vegna árásarinnar.Mikilvægt að taka afrit af gögnum Snæbjörn Ingi Ingólfsson, viðskiptastjóri hjá Nýherja, segir það skipta höfuðmáli að vera með tölvugögn á fleiri en einum stað. „Það skiptir máli að vera með öll gögn afrituð og fleiri staðir en færri er betra. Jafnvel í þessum skýjaþjónustum hjá Microsoft, Google og Apple eða öðrum aðilum þar sem þú ert að tryggja þér aðgang að gögnunum þínum. Svo skiptir máli, því þessi árás virðist hafa verið gerð mikið á eldri stýrikerfi, að uppfæra stýrikerfin og hugbúnaðinn í tölvunum um leið og það koma nýir öryggispakkar,“ segir Snæbjörn. Árásir sem þessar verði sífellt algengari. „Þetta er talin mjög algeng leið hjá glæpasamtökum og jafnvel hryðjuverkahópum til að afla fjár með því að taka svona gögn í gíslingu. Af því að hver vill ekki borga til þess að fá myndasafnið sitt, sem dæmi? Eða rithöfundar að fá bókina sem þeir eru að skrifa.“Alltaf hægt að opna læstu gögnin Líklega sé þó engin leið til þess að komast hjá netglæpum. „Ef þú getur lokað einhverju og læst, þá er alltaf einhver annar sem getur opnað það. Þetta er ógnvekjandi staðreynd en svona er þetta.“ Samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun hafa engar tilkynningar borist um að Íslendingar eða íslenskar stofnanir hafi orðið fyrir árás. Fólk er beðið um að tilkynna ef það verður fyrir árás til stofnunarinnar og leita strax til þjónustuaðila til að fá aðstoð. Tölvuárásir Tengdar fréttir Breska heilbrigðisstofnunin varð fyrir árás tölvuhakkara Sinntu mörg sjúkrahúsin aðeins bráðatilvikum vegna þessa ástands sem skapaðist. 12. maí 2017 15:17 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira
Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni sem gerð var víðs vegar um heiminn í gær, samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun. Þeir hins vegar sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótunum eru beðnir um að hafa samband við stofnunina. Árásin var gerð á tugþúsundir tölva í að minnsta kosti 99 löndum í gær en um er að ræða netárás af áður óþekktri stærðargráðu. Hún er rakin til hóps sem kallar sig Shadow Brothers en í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA, þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Breska heilbrigðiskerfið, NHS, hefur meðal annars verið í lamasessi vegna árásarinnar.Mikilvægt að taka afrit af gögnum Snæbjörn Ingi Ingólfsson, viðskiptastjóri hjá Nýherja, segir það skipta höfuðmáli að vera með tölvugögn á fleiri en einum stað. „Það skiptir máli að vera með öll gögn afrituð og fleiri staðir en færri er betra. Jafnvel í þessum skýjaþjónustum hjá Microsoft, Google og Apple eða öðrum aðilum þar sem þú ert að tryggja þér aðgang að gögnunum þínum. Svo skiptir máli, því þessi árás virðist hafa verið gerð mikið á eldri stýrikerfi, að uppfæra stýrikerfin og hugbúnaðinn í tölvunum um leið og það koma nýir öryggispakkar,“ segir Snæbjörn. Árásir sem þessar verði sífellt algengari. „Þetta er talin mjög algeng leið hjá glæpasamtökum og jafnvel hryðjuverkahópum til að afla fjár með því að taka svona gögn í gíslingu. Af því að hver vill ekki borga til þess að fá myndasafnið sitt, sem dæmi? Eða rithöfundar að fá bókina sem þeir eru að skrifa.“Alltaf hægt að opna læstu gögnin Líklega sé þó engin leið til þess að komast hjá netglæpum. „Ef þú getur lokað einhverju og læst, þá er alltaf einhver annar sem getur opnað það. Þetta er ógnvekjandi staðreynd en svona er þetta.“ Samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun hafa engar tilkynningar borist um að Íslendingar eða íslenskar stofnanir hafi orðið fyrir árás. Fólk er beðið um að tilkynna ef það verður fyrir árás til stofnunarinnar og leita strax til þjónustuaðila til að fá aðstoð.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Breska heilbrigðisstofnunin varð fyrir árás tölvuhakkara Sinntu mörg sjúkrahúsin aðeins bráðatilvikum vegna þessa ástands sem skapaðist. 12. maí 2017 15:17 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira
Breska heilbrigðisstofnunin varð fyrir árás tölvuhakkara Sinntu mörg sjúkrahúsin aðeins bráðatilvikum vegna þessa ástands sem skapaðist. 12. maí 2017 15:17
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22
Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00