Ítalska sjö ára reglan að ganga upp einu sinni enn í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 14:30 Jose Mourinho stýrði Inter til sigurs í Meistaradeildinni 2010. Vísir/Getty Juventus er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir að hafa slegið út franska spútnikliðið Mónakó út úr undanúrslitunum í gær. Juventus mætir annaðhvort Real Madrid eða Atletico Madrid í úrslitaleiknum sem fer fram í Cardiff 3. júní næstkomandi. Spænski knattspyrnutölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo var fljótur að benda á það eftir úrslitin í gær að nú væri útlit fyrir það að ítalska sjö ára reglan væri að ganga upp einu sinni enn.CAMPEONES COPA DE EUROPA: 1989 ITALIA (Milan) +7 1996 ITALIA (Juve) +7 2003 ITALIA (Milan) +7 2010 ITALIA (Inter) +7 2017 ¿ITALIA (Juve)? — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 9, 2017 Frá og með árinu 1989 hefur ítalska lið nefnilega fagna sigri í Meistaradeildinni á sjö ára fresti en ítölsku liðin hafa reyndar bætt við nokkrum Meistaradeildartitlum líka í bónus. AC Milan tryggði sér sigur í Evrópukeppni meistaraliða 1989 eftir sannfærandi 4–0 sigur á Steaua Búkarest í úrslitaleik á Nývangi í Barcelona. Hollendingarnir Ruud Gullit og Marco van Basten skoruðu báðir tvö mörk fyrir AC Milan. Sjö árum síðar var úrslitaleikurinn á Ólympíuleikvanginum í Róm og þá vann Juventus sigur á Ajax í vítakeppni. Leikmenn Juve nýttu öll fjögur vítin sín en leikmenn Ajax aðeins tvö. Árið 2003 fór úrslitaleikurinn fram á Old Trafford í Manchester og það var ljóst fyrir leikinn að ítalskt lið myndi vinna. AC Milan vann á endanum 3-2 í vítakeppni eftir að leikmenn Juve klikkuðu á þremur vítaspyrnum. Fyrir sjö árum, eða árið 2010, vann Internazionale síðan 2-0 sigur á Bayern München í úrslitaleiknum sem fór fram á Santiago Bernabéu leikvanginum í Madrid. Nú árið 2017 ætti því að vera komið aftur að ítölsku liði. Juventus mætir að öllum líkindum liði Real Madrid í úrslitaleiknum en Real-menn unnu í fyrra og eiga ekki bara möguleika á að vinna tvö ár í röð heldur í þriðja sinn á fjórum árum. Auk þess að vinna á sjö ára fresti (1989, 1996, 2003 og 2010) þá unnu ítölsk lið einnig Meistaradeildina 1990 (AC Milan), 1994 (AC Milan) og 2007 (AC Milan). Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hélt marki sínu hreinu í tíu klukkutíma | „Trúið á draumana ykkar“ Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fær nú þriðja tækifærið til að vinna Meistaradeildina en hann og félagar hans tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi. 10. maí 2017 09:00 Allt gengið á afturfótunum í þjálfaramálunum síðan að Mourinho stakk af Ítalska knattspyrnufélagið Internazionale frá Mílanó rak í gær þjálfara sinn Stefano Pioli eftir aðeins sex mánuði í starfi. Hann er annar þjálfarinn sem þarf að taka pokann sinn á tímabilinu. 10. maí 2017 07:30 Juventus í úrslitaleikinn í níunda sinn Juventus vann 4-1 samanlagðan sigur á Monaco og leikur til úrslita í Meistaradeildinni. 9. maí 2017 20:45 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Juventus er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir að hafa slegið út franska spútnikliðið Mónakó út úr undanúrslitunum í gær. Juventus mætir annaðhvort Real Madrid eða Atletico Madrid í úrslitaleiknum sem fer fram í Cardiff 3. júní næstkomandi. Spænski knattspyrnutölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo var fljótur að benda á það eftir úrslitin í gær að nú væri útlit fyrir það að ítalska sjö ára reglan væri að ganga upp einu sinni enn.CAMPEONES COPA DE EUROPA: 1989 ITALIA (Milan) +7 1996 ITALIA (Juve) +7 2003 ITALIA (Milan) +7 2010 ITALIA (Inter) +7 2017 ¿ITALIA (Juve)? — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 9, 2017 Frá og með árinu 1989 hefur ítalska lið nefnilega fagna sigri í Meistaradeildinni á sjö ára fresti en ítölsku liðin hafa reyndar bætt við nokkrum Meistaradeildartitlum líka í bónus. AC Milan tryggði sér sigur í Evrópukeppni meistaraliða 1989 eftir sannfærandi 4–0 sigur á Steaua Búkarest í úrslitaleik á Nývangi í Barcelona. Hollendingarnir Ruud Gullit og Marco van Basten skoruðu báðir tvö mörk fyrir AC Milan. Sjö árum síðar var úrslitaleikurinn á Ólympíuleikvanginum í Róm og þá vann Juventus sigur á Ajax í vítakeppni. Leikmenn Juve nýttu öll fjögur vítin sín en leikmenn Ajax aðeins tvö. Árið 2003 fór úrslitaleikurinn fram á Old Trafford í Manchester og það var ljóst fyrir leikinn að ítalskt lið myndi vinna. AC Milan vann á endanum 3-2 í vítakeppni eftir að leikmenn Juve klikkuðu á þremur vítaspyrnum. Fyrir sjö árum, eða árið 2010, vann Internazionale síðan 2-0 sigur á Bayern München í úrslitaleiknum sem fór fram á Santiago Bernabéu leikvanginum í Madrid. Nú árið 2017 ætti því að vera komið aftur að ítölsku liði. Juventus mætir að öllum líkindum liði Real Madrid í úrslitaleiknum en Real-menn unnu í fyrra og eiga ekki bara möguleika á að vinna tvö ár í röð heldur í þriðja sinn á fjórum árum. Auk þess að vinna á sjö ára fresti (1989, 1996, 2003 og 2010) þá unnu ítölsk lið einnig Meistaradeildina 1990 (AC Milan), 1994 (AC Milan) og 2007 (AC Milan).
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hélt marki sínu hreinu í tíu klukkutíma | „Trúið á draumana ykkar“ Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fær nú þriðja tækifærið til að vinna Meistaradeildina en hann og félagar hans tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi. 10. maí 2017 09:00 Allt gengið á afturfótunum í þjálfaramálunum síðan að Mourinho stakk af Ítalska knattspyrnufélagið Internazionale frá Mílanó rak í gær þjálfara sinn Stefano Pioli eftir aðeins sex mánuði í starfi. Hann er annar þjálfarinn sem þarf að taka pokann sinn á tímabilinu. 10. maí 2017 07:30 Juventus í úrslitaleikinn í níunda sinn Juventus vann 4-1 samanlagðan sigur á Monaco og leikur til úrslita í Meistaradeildinni. 9. maí 2017 20:45 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Hélt marki sínu hreinu í tíu klukkutíma | „Trúið á draumana ykkar“ Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fær nú þriðja tækifærið til að vinna Meistaradeildina en hann og félagar hans tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi. 10. maí 2017 09:00
Allt gengið á afturfótunum í þjálfaramálunum síðan að Mourinho stakk af Ítalska knattspyrnufélagið Internazionale frá Mílanó rak í gær þjálfara sinn Stefano Pioli eftir aðeins sex mánuði í starfi. Hann er annar þjálfarinn sem þarf að taka pokann sinn á tímabilinu. 10. maí 2017 07:30
Juventus í úrslitaleikinn í níunda sinn Juventus vann 4-1 samanlagðan sigur á Monaco og leikur til úrslita í Meistaradeildinni. 9. maí 2017 20:45