Samvinnutónn í Sádi-Arabíu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. maí 2017 07:00 Trump ásamt leiðtogum Sád-Arabíu, Kúveit, Barein, Katar, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Óman í Ríad í gær. vísir/epa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði með leiðtogum og fulltrúum 55 múslimaríkja í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Trump fer út fyrir landsteinana í forsetatíð sinni. Efni fundarins var að sameina þjóðirnar í baráttunni gegn hryðjuverkum. „Íslam mun ávallt vera trú miskunnar og friðsamlegrar sambúðar,“ sagði Salman bin Abdulaziz, Sádakonungur, í opnunarávarpi fundarins. „Við, þjóðir og ríki, höfnum því á hvaða tungumáli sem er að spilla samböndum múslimaríkja við vinveitt ríki á grundvelli trúarbragða.“ Í ávarpi sínu kom Trump inn á það að hann vonaðist eftir því að þátttökuríki fundarins gætu sameinast um að þvinga öfgamenn burt úr Miðausturlöndum. Langstærstur hluti fórnarlamba hryðjuverka væru sakleysingjar frá ríkjum Arabíu og Miðausturlanda. Bandaríkjaforseti ávarpaði samkomuna einnig og var hann blíðmálli gagnvart íslamstrú og múslimum en hann hefur oft verið. Forsetinn hefur í gegnum tíðina verið sakaður um að vera óvæginn í garð þeirra og þótti það afar umdeilt þegar hann vildi meina ríkisborgurum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin. „Stríðið gegn hryðjuverkum er stríð barbarískra glæpamanna sem vilja eyðileggja líf heiðvirðs og háttprúðs fólks, af öllum trúarbrögðum, og þeirra sem vilja vernda það. Þetta er ekki stríð trúarbragða eða menningarheima,“ sagði Trump. Forsetinn mæltist til þess að ríkin tækju sig til og hreinsuðu lönd sín af öfgum og að Bandaríkin væru reiðubúin til að aðstoða við það verkefni. Arabaheimurinn gæti hins vegar ekki setið aðgerðalaus hjá og beðið eftir því að Bandaríkin eyddu óvinum þeirra fyrir þeirra hönd. „Ég er ekki kominn hingað til að segja ykkur hvernig þið eigið að lifa eða hvern þið skulið tilbiðja. Þess í stað kem ég hingað og býð samstarf fyrir sameiginlega hagsmuni og baráttumál okkar,“ sagði Trump. Auk yfirlýsinga um sameiginlega baráttu gegn hryðjuverkum var fjöldi viðskiptasamninga undirritaður í heimsókn Trump til Sádi-Arabíu. Þar á meðal má nefna 110 milljarða bandaríkjadollara vopnaviðskiptasamkomulag við Sáda en samningurinn er sá stærsti í sögu Bandaríkjanna. Þegar heimsókn forsetans til Sádi-Arabíu rennur sitt skeið liggur leið hans til Ísraels og Palestínu áður en hann færir sig yfir til Evrópu. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Óman Sádi-Arabía Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði með leiðtogum og fulltrúum 55 múslimaríkja í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Trump fer út fyrir landsteinana í forsetatíð sinni. Efni fundarins var að sameina þjóðirnar í baráttunni gegn hryðjuverkum. „Íslam mun ávallt vera trú miskunnar og friðsamlegrar sambúðar,“ sagði Salman bin Abdulaziz, Sádakonungur, í opnunarávarpi fundarins. „Við, þjóðir og ríki, höfnum því á hvaða tungumáli sem er að spilla samböndum múslimaríkja við vinveitt ríki á grundvelli trúarbragða.“ Í ávarpi sínu kom Trump inn á það að hann vonaðist eftir því að þátttökuríki fundarins gætu sameinast um að þvinga öfgamenn burt úr Miðausturlöndum. Langstærstur hluti fórnarlamba hryðjuverka væru sakleysingjar frá ríkjum Arabíu og Miðausturlanda. Bandaríkjaforseti ávarpaði samkomuna einnig og var hann blíðmálli gagnvart íslamstrú og múslimum en hann hefur oft verið. Forsetinn hefur í gegnum tíðina verið sakaður um að vera óvæginn í garð þeirra og þótti það afar umdeilt þegar hann vildi meina ríkisborgurum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin. „Stríðið gegn hryðjuverkum er stríð barbarískra glæpamanna sem vilja eyðileggja líf heiðvirðs og háttprúðs fólks, af öllum trúarbrögðum, og þeirra sem vilja vernda það. Þetta er ekki stríð trúarbragða eða menningarheima,“ sagði Trump. Forsetinn mæltist til þess að ríkin tækju sig til og hreinsuðu lönd sín af öfgum og að Bandaríkin væru reiðubúin til að aðstoða við það verkefni. Arabaheimurinn gæti hins vegar ekki setið aðgerðalaus hjá og beðið eftir því að Bandaríkin eyddu óvinum þeirra fyrir þeirra hönd. „Ég er ekki kominn hingað til að segja ykkur hvernig þið eigið að lifa eða hvern þið skulið tilbiðja. Þess í stað kem ég hingað og býð samstarf fyrir sameiginlega hagsmuni og baráttumál okkar,“ sagði Trump. Auk yfirlýsinga um sameiginlega baráttu gegn hryðjuverkum var fjöldi viðskiptasamninga undirritaður í heimsókn Trump til Sádi-Arabíu. Þar á meðal má nefna 110 milljarða bandaríkjadollara vopnaviðskiptasamkomulag við Sáda en samningurinn er sá stærsti í sögu Bandaríkjanna. Þegar heimsókn forsetans til Sádi-Arabíu rennur sitt skeið liggur leið hans til Ísraels og Palestínu áður en hann færir sig yfir til Evrópu.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Óman Sádi-Arabía Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira