Framandi framtíðarstörf Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 31. maí 2017 07:00 Fyrir nokkru birti PriceWaterhouseCoopers í Bretlandi skýrslu um efnahagshorfur þar í landi. Ein meginniðurstaða skýrslu þessarar var sú að 30% núverandi starfa í Bretlandi verði fyrir áhrifum sjálfvirkni á næstu 15 árum. Hin aukna sjálfvirkni felst þá í aukinni nýtingu vélmenna og gervigreindar til að leysa verkefni sem manneskjan hefur til þessa haft með höndum. Talið er að 38% starfa í Bandaríkjunum og 35% starfa í Þýskalandi verði fyrir sambærilegum áhrifum á þessu sama tímabili. Þær atvinnugreinar sem taldar eru að verði fyrir mestum áhrifum tækniframfara eru flutningar, framleiðsla, heildsala og smásala. Hefðbundin karlastörf eru líklegri til að verða fyrir áhrifum en kvennastörf og störf sem krefjast aukinnar menntunar eru ólíklegri til að verða fyrir áhrifum sjálfvirkni heldur en störf sem krefjast lítillar menntunar. Þess skal getið að háskólamenntun er ekki trygging fyrir því að störf þess fólks verði ónæm fyrir aukinni tækni. Sem dæmi má nefna að fyrir nokkru voru sagðar af því fréttir í Bandaríkjunum að lögmenn gætu orðið næsta starfsstétt þar sem tölvur leystu fólk af hólmi. Nú er meðal annars unnt að nýta gervigreind til að gefa rökstudda niðurstöðu lögfræðilegra álitamála, þar sem vísað er til lagaákvæða, dómafordæma og fræða. Þessa þróun sáu fáir fyrir. Um 205.000 manns eru á íslenskum vinnumarkaði. Verði þróunin hér á landi sambærileg þeirri sem er fyrirséð í Bretlandi og víðar, má áætla að um 60.000 störf verði fyrir verulegum áhrifum sjálfvirkni á næstu 15 árum. Þetta er ótrúlega hröð þróun á skömmum tíma og mikilvægt er að vera undir hana búin. Atvinnurekendur verða að huga að endurmenntun og aðlögun þeirra starfsmanna sem verða fyrir áhrifum sjálfvirkni og á stjórnvöldum hvílir að mennta komandi kynslóðir í skapandi og gagnrýninni hugsun. Þó enginn geti með nákvæmni sagt hvert verði eðli starfa í framtíð, þá er í öllu falli ljóst að sú tæknibylting sem þegar er komin á fleygiferð kallar á víðtæka tækni- og iðnmenntun. Boltinn er því hjá menntakerfinu og nú ríður á að glutra ekki úr höndum okkar einstöku sóknarfæri.Höfundur er framkvæmdastjóri SFS og FKA-félagskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Markaðir Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru birti PriceWaterhouseCoopers í Bretlandi skýrslu um efnahagshorfur þar í landi. Ein meginniðurstaða skýrslu þessarar var sú að 30% núverandi starfa í Bretlandi verði fyrir áhrifum sjálfvirkni á næstu 15 árum. Hin aukna sjálfvirkni felst þá í aukinni nýtingu vélmenna og gervigreindar til að leysa verkefni sem manneskjan hefur til þessa haft með höndum. Talið er að 38% starfa í Bandaríkjunum og 35% starfa í Þýskalandi verði fyrir sambærilegum áhrifum á þessu sama tímabili. Þær atvinnugreinar sem taldar eru að verði fyrir mestum áhrifum tækniframfara eru flutningar, framleiðsla, heildsala og smásala. Hefðbundin karlastörf eru líklegri til að verða fyrir áhrifum en kvennastörf og störf sem krefjast aukinnar menntunar eru ólíklegri til að verða fyrir áhrifum sjálfvirkni heldur en störf sem krefjast lítillar menntunar. Þess skal getið að háskólamenntun er ekki trygging fyrir því að störf þess fólks verði ónæm fyrir aukinni tækni. Sem dæmi má nefna að fyrir nokkru voru sagðar af því fréttir í Bandaríkjunum að lögmenn gætu orðið næsta starfsstétt þar sem tölvur leystu fólk af hólmi. Nú er meðal annars unnt að nýta gervigreind til að gefa rökstudda niðurstöðu lögfræðilegra álitamála, þar sem vísað er til lagaákvæða, dómafordæma og fræða. Þessa þróun sáu fáir fyrir. Um 205.000 manns eru á íslenskum vinnumarkaði. Verði þróunin hér á landi sambærileg þeirri sem er fyrirséð í Bretlandi og víðar, má áætla að um 60.000 störf verði fyrir verulegum áhrifum sjálfvirkni á næstu 15 árum. Þetta er ótrúlega hröð þróun á skömmum tíma og mikilvægt er að vera undir hana búin. Atvinnurekendur verða að huga að endurmenntun og aðlögun þeirra starfsmanna sem verða fyrir áhrifum sjálfvirkni og á stjórnvöldum hvílir að mennta komandi kynslóðir í skapandi og gagnrýninni hugsun. Þó enginn geti með nákvæmni sagt hvert verði eðli starfa í framtíð, þá er í öllu falli ljóst að sú tæknibylting sem þegar er komin á fleygiferð kallar á víðtæka tækni- og iðnmenntun. Boltinn er því hjá menntakerfinu og nú ríður á að glutra ekki úr höndum okkar einstöku sóknarfæri.Höfundur er framkvæmdastjóri SFS og FKA-félagskona.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar