Áfrýjun til Hæstaréttar ástæða þess að bræðurnir ganga lausir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2017 14:41 Bræðurnir í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar mál þeirra var tekið fyrir þar. vísir/anton Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem eru í haldi lögreglu grunaðir um aðild að manndrápi í Mosfellsdal í gærkvöldi hlutu í febrúar dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í ágúst síðastliðnum. Þeir ganga hins vegar lausir þar sem ríkissaksóknari áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar sem ekki hefur kveðið upp endanlegan dóm í málinu. „Það er þannig að ef þú ert ákærður og færð dóm í héraði þá annað hvort unir þú dómi og ákæruvaldið unir dómi og þá er næsta skref afplánun. Í hinn stað þá geta náttúrulega bæði þeir sem eru dæmdir og ákæruvaldið skotið dómnum til Hæstaréttar í áfrýjun og þá er beðið með afplánun refsingar þar til endanleg niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir þannig að réttaráhrif dómsins koma ekki fram,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi.Sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps sem var grundvöllur varðhalds Annar bræðranna, Marcin, var í gæsluvarðhaldi frá 6. ágúst 2016 og þar til dómur féll þann 28. febrúar síðastliðinn. Hinn bróðirinn, Rafal, sat í gæsluvarðhaldi frá 8. ágúst 2016 til 30. nóvember 2016. Aðspurður hvort að alvarleiki brota skipti ekki máli í þessu samhengi, það er varðandi það hvort fólk hefji ekki afplánun fyrr en dómur Hæstaréttar gengur sé mál undir áfrýjun segir Ólafur: „Það er í einstaka tilvikum hægt að vista fólk í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna í allra alvarlegustu málunum þar til dómur gengur annað hvort í héraði eða Hæstarétti. Það var gert með annan af þessum aðilum fram að uppkvaðningu dóms í héraði vegna þess að hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann var svo sýknaður af því broti í dómi héraðsdóms sem var grundvöllurinn fyrir gæsluvarðhaldinu. Þar með voru forsendurnar brostnar fyrir því að hafa hann áfram í gæslu.“ Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28 Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem eru í haldi lögreglu grunaðir um aðild að manndrápi í Mosfellsdal í gærkvöldi hlutu í febrúar dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í ágúst síðastliðnum. Þeir ganga hins vegar lausir þar sem ríkissaksóknari áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar sem ekki hefur kveðið upp endanlegan dóm í málinu. „Það er þannig að ef þú ert ákærður og færð dóm í héraði þá annað hvort unir þú dómi og ákæruvaldið unir dómi og þá er næsta skref afplánun. Í hinn stað þá geta náttúrulega bæði þeir sem eru dæmdir og ákæruvaldið skotið dómnum til Hæstaréttar í áfrýjun og þá er beðið með afplánun refsingar þar til endanleg niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir þannig að réttaráhrif dómsins koma ekki fram,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi.Sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps sem var grundvöllur varðhalds Annar bræðranna, Marcin, var í gæsluvarðhaldi frá 6. ágúst 2016 og þar til dómur féll þann 28. febrúar síðastliðinn. Hinn bróðirinn, Rafal, sat í gæsluvarðhaldi frá 8. ágúst 2016 til 30. nóvember 2016. Aðspurður hvort að alvarleiki brota skipti ekki máli í þessu samhengi, það er varðandi það hvort fólk hefji ekki afplánun fyrr en dómur Hæstaréttar gengur sé mál undir áfrýjun segir Ólafur: „Það er í einstaka tilvikum hægt að vista fólk í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna í allra alvarlegustu málunum þar til dómur gengur annað hvort í héraði eða Hæstarétti. Það var gert með annan af þessum aðilum fram að uppkvaðningu dóms í héraði vegna þess að hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann var svo sýknaður af því broti í dómi héraðsdóms sem var grundvöllurinn fyrir gæsluvarðhaldinu. Þar með voru forsendurnar brostnar fyrir því að hafa hann áfram í gæslu.“
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28 Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28
Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54
Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11