Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal

Jón Trausti fær 1,8 milljónir króna frá ríkinu
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Jóni Trausta Lútherssyni 1,8 milljónir króna í skaðabætur vegna gæsluvarðhaldsetu í 21 dag í tengslum við rannsókn á dauða Arnars Jónssonar Aspar í fyrra.

Jón Trausti vill 10,5 milljónir í bætur frá ríkinu
Hann sat í einangrun í 21 dag vegna rannsóknar á dauða Arnars Jónssonar Aspar í fyrra.

Sex ára dómur yfir Sveini Gesti staðfestur
Landsréttur hefur staðfest sex ára fangelsisdóm yfir Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar á Æsustöðum í Mosfellsdal í júní í fyrra.

Segir flækjustig Æsustaðarmálsins hátt og þurfti ekki mikið til að illa færi
Réttarmeinafræðingur fór yfir dánarorsök hins látna.

Segist hafa logið að lögreglu til að halda hlífiskildi yfir Jóni Trausta
Sveinn Gestur Tryggvason líkir rannsókn á Æsustaðamálinu við rannsókn lögreglu á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þessu hélt hann fram í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti í morgun.

Gæsluvarðhald Sveins Gests staðfest
Sveinn var dæmdur í sex ára fangelsi í desember í fyrra fyrir alvarlega líkamsárás sem leiddi til dauða Arnar Jónssonar aspar í Mosfellsdal í fyrra.

Sýndi mótþróa og gekk laus mínútum síðar
Landsréttur segir Svein Gest Tryggvason hafa skapað aðstæður sjálfur sem leiddu til þess að varðhald yfir honum rann út og hann gekk laus í nokkrar mínútur.

Sveinn Gestur gekk laus fyrir mistök
Sveinn Gestur Tryggvason, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, var óvænt sleppt úr haldi í gær.

Átökin á Æsustöðum stóðu yfir í minnst sjö mínútur
Breyttur framburður Sveins Gests Tryggvasonar, sem dæmdur var í dag til sex ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, var mjög ótrúverðugur að mati Héraðsdóms Reykjavíkur.

Verjandi Sveins Gests: Þessu verður áfrýjað
Þetta er töluvert þyngra en menn bjuggust við, segir Þorgils Þorgilsson.

Sveinn Gestur í sex ára fangelsi
Fyrir líkamsárás sem varð Arnari Jóni Aspar að bana í Mosfellsdal í júní.

Jón Trausti segist hvorki hafa staðið hjá né hvatt Svein Gest áfram
Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar þá áverka sem leiddu hann til dauða. Sveinn Gestur Tryggvason hafði fyrr í dag sagt fyrir dómi að Jón Trausti bæri ábyrgð á áverkunum.

„Þetta átti ekki að enda svona“
Allir samferðamenn Sveins Gests segja Arnar hafa ráðist að fyrra bragði á Svein Gest.

Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars
Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Réttað yfir Sveini Gesti í dag
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15.

Jón Trausti laus allra mála í Æsustaðamáli
Ríkissaksóknari hefur staðfest niðurstöðu héraðssaksóknara um niðurfellingu mála gegn öðrum en Sveini Gesti Tryggvasyni í Æsustaðamálinu. Vitni ber að Jón Trausti hafi ekki tekið þátt í atlögunni.

Fleiri ákærur í Æsustaðamáli ekki útilokaðar
Ríkissaksóknari hefur til skoðunar ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki aðra sakborninga en Svein Gest Tryggvason vegna dauða Arnars Aspar. Kæra réttargæslumanns ættingja Arnars er grundvöllur endurskoðunarinnar.

Sveinn Gestur í gæsluvarðhaldi til 26. október
Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás þegar ráðist var á Arnar Jónsson Aspar á Æsustöðum í Mosfellsbæ þann 7. júní síðastliðinn.

Sveinn Gestur neitar sök
Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás þegar ráðist var á Arnar Jónsson Aspar á Æsustöðum í Mosfellsbæ þann 7. júní síðastliðinn.

Æsingsóráðið banvæna
Afar sjaldgæft er að æsingsóráðsheilkenni valdi dauða í kjölfar átaka milli tveggja óbreyttra borgara, segir réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz.

Þingfest í máli Sveins Gests á fimmtudag
Sveinn Gestur Tryggvason er grunaður um að hafa ráðið Arnari Jónssyni Aspar bana í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn.

Krefst tuga milljóna króna í skaðabætur
Háar skaðabótakröfur vegna stórfelldrar líkamsárásar í Mosfellsdal sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar.

Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta
Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar.

Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp
Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás.

Ákæra gefin út á hendur Sveini Gesti í dag
Sveinn Gestur Tryggvason hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur. Hann er sakaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á heimili Arnars í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn.

Sveinn Gestur í áframhaldandi gæsluvarðhaldi
Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni til 31.ágúst.

Ósáttur við umfjöllun og segir hið sanna munu koma í ljós
Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Mosfellsdal í júní, neitar því alfarið að hafa slegið til hins látna eða tekið hann hálstaki.

Æsingsóráðsheilkenni talið ein ástæða andlátsins
Æsingsóráðsheilkenni er talið vera það sem dró Arnar Jónsson Aspar til dauða þegar hópur manna veittist að honum við heimili hans í Mosfellsdal í júní, samkvæmt krufningsskýrslu réttarmeinafræðings.

Saksóknari tekur við manndrápsmálinu í Mosfellsdal
Manndrápsmálið í Mosfellsdal er nú komið á borð héraðssaksóknara sem hefur fjórar vikur til þess að gefa út ákæru.

Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi.