Manndráp í Mosfellsdal: Andrea Kristín afar ósátt við slúður og nafnbirtingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2017 10:45 Ég væri ekki mannleg ef ég iðraðist ekki gjörða minna og hef átt erfitt með að horfast í augu við þær allan tímann, sagði Andrea Kristín í viðtali við Fréttablaðið árið 2012. Vísir/Stefán Andrea Kristín Unnarsdóttir er afar ósátt við að hún sé sögð meðal hinna handteknu í manndrápsmálinu í Mosfellsdal í gær. Andrea á sér brotasögu en segist hafa snúið við blaðinu. Það sé hins vegar langt í frá auðvelt og draugar fortíðar banki reglulega upp á. Sex voru handtekin í gærkvöldi vegna alvarlegrar líkamsárásar við Æsustaði í Mosfellsdal á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Um er að ræða fimm karlmenn og eina konu. Árásin var hrottaleg en meðal hinna handteknu er Jón Trausti Lúthersson og bræður sem hlutu fangelsisdóm í febrúar fyrir skotárás. Andrea var nafngreind í að minnsta kosti tveimur fjölmiðlum í tengslum við málið í morgun. Hávær orðrómur hefur verið uppi um að konan sé Andrea Kristín og hafa verið birtar fréttir þess efnis í einstökum fjölmiðlum. „Ég hef tekið út minn dóm,“ segir Andrea sem var á mótorhjólinu með vini sínum í gærkvöldi og hvergi nálægt vettvangi árásarinnar. Síminn hafi hins vegar ekki stoppað og hvað þá „messenger“ á Facebook þar sem hvert skjáskotið með nafni hennar á fætur öðru hefur birst. Sjá einnig: Byrja upp á nýtt eftir afplánun „Ég held þau séu orðin 36,“ segir Andrea um skjáskotin en um er að ræða spjall á samfélagsmiðlinum þar sem fullyrt er að hún sé á meðal hinna handteknu. Hafði hún hringt eitt símtal í aðila sem hún þekkti ekki en hafði nafngreint hana til að leiðrétta misskilninginn. Andrea getur ekki neitað því að hún þekkir til þeirra sem handteknir voru vegna málsins og eru í haldi lögreglu. Hún hafi sagt skilið við þessa drauga fortíðar en það sé þó erfitt. „Ef ég segi nei, þá er ég rænd eða eitthvað skemmt,“ segir Andrea sem er flutt af höfuðborgarsvæðinu og leggur áherslu á að sinna börnunum sínum. „Ég vil ekki vera partur af neinu af þessu lengur.“ Hún bendir á að lífið hjá fólki hljóti að vera leiðinlegt ef það hafi ekkert betra að gera en að slúðra um nafnið hennar á Facebook í tengslum við svo sorglegt mál.Uppfært klukkan 12:03DV hefur beðist afsökunar á nafnbirtingunni. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Manndráp í Mosfellsdal: Endurlífgun reynd á vettvangi Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi. 8. júní 2017 10:41 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mamma gerði mistök Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex, segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu, 27. nóvember 2012 10:48 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Andrea Kristín Unnarsdóttir er afar ósátt við að hún sé sögð meðal hinna handteknu í manndrápsmálinu í Mosfellsdal í gær. Andrea á sér brotasögu en segist hafa snúið við blaðinu. Það sé hins vegar langt í frá auðvelt og draugar fortíðar banki reglulega upp á. Sex voru handtekin í gærkvöldi vegna alvarlegrar líkamsárásar við Æsustaði í Mosfellsdal á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Um er að ræða fimm karlmenn og eina konu. Árásin var hrottaleg en meðal hinna handteknu er Jón Trausti Lúthersson og bræður sem hlutu fangelsisdóm í febrúar fyrir skotárás. Andrea var nafngreind í að minnsta kosti tveimur fjölmiðlum í tengslum við málið í morgun. Hávær orðrómur hefur verið uppi um að konan sé Andrea Kristín og hafa verið birtar fréttir þess efnis í einstökum fjölmiðlum. „Ég hef tekið út minn dóm,“ segir Andrea sem var á mótorhjólinu með vini sínum í gærkvöldi og hvergi nálægt vettvangi árásarinnar. Síminn hafi hins vegar ekki stoppað og hvað þá „messenger“ á Facebook þar sem hvert skjáskotið með nafni hennar á fætur öðru hefur birst. Sjá einnig: Byrja upp á nýtt eftir afplánun „Ég held þau séu orðin 36,“ segir Andrea um skjáskotin en um er að ræða spjall á samfélagsmiðlinum þar sem fullyrt er að hún sé á meðal hinna handteknu. Hafði hún hringt eitt símtal í aðila sem hún þekkti ekki en hafði nafngreint hana til að leiðrétta misskilninginn. Andrea getur ekki neitað því að hún þekkir til þeirra sem handteknir voru vegna málsins og eru í haldi lögreglu. Hún hafi sagt skilið við þessa drauga fortíðar en það sé þó erfitt. „Ef ég segi nei, þá er ég rænd eða eitthvað skemmt,“ segir Andrea sem er flutt af höfuðborgarsvæðinu og leggur áherslu á að sinna börnunum sínum. „Ég vil ekki vera partur af neinu af þessu lengur.“ Hún bendir á að lífið hjá fólki hljóti að vera leiðinlegt ef það hafi ekkert betra að gera en að slúðra um nafnið hennar á Facebook í tengslum við svo sorglegt mál.Uppfært klukkan 12:03DV hefur beðist afsökunar á nafnbirtingunni.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Manndráp í Mosfellsdal: Endurlífgun reynd á vettvangi Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi. 8. júní 2017 10:41 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mamma gerði mistök Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex, segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu, 27. nóvember 2012 10:48 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54
Manndráp í Mosfellsdal: Endurlífgun reynd á vettvangi Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi. 8. júní 2017 10:41
Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11
Mamma gerði mistök Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex, segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu, 27. nóvember 2012 10:48