Var með fallegasta brosið í fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2017 07:30 Cheick Tiote fagnar marki sínu á móti Arsenal árið 2011. Vísir/Getty Steve McClaren, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle United, hafði falleg orð að segja um miðjumanninn Cheick Tiote sem lést í gær eftir að hafa hneigið niður á æfingu hjá kínversku liði sínu. Cheick Tiote var þrítugur en hann spilaði áður með Newcastle og var í herbúðum liðsins þegar síðasta tímabil hófst. Tiote fór hinsvegar til Beijing Enterprises í Kína í febrúar. „Þegar ég var hjá Newcastle þá vissi ég að heimurinn væri í lagi þegar ég sá [Papiss] Cisse og Cheick brosa,“ sagði Steve McClaren í viðtali við BBC og bætti við: „Hann var með fallegasta brosið í fótboltanum,“ sagði McClaren. „Hann var leikmaður sem allir vildu hafa í sínu liði,“ sagði Steve McClaren og hann ætti að þekkja það enda spilaði Cheick Tiote fyrir hann hjá bæði FC Twente og Newcastle. Cheick Tiote var landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar. „Ég kynntist honum fyrst þegar hann var ungur leikmaður hjá Twente. Hann var harðasti leikmaðurinn sem ég hef séð. Inn á vellinum og á æfingum var hann svo mikill keppnismaður. Hann ætlaði sér að vinna alla leiki, allar keppnir og allar tæklingar,“ sagði McClaren. „Hann var svo mikill keppnismaður að ég þurfti stundum að taka hann af æfingunum. Hann var algjör stríðsmaður og sigurvegari,“ sagði McClaren. „Það var hans draumur að spila í Kína og ég var svo ánægður fyrir hans hönd þegar það gekk upp. Hann náði einnig að vinna sér inn pening fyrir fjölskyldu sína,“ sagði McClaren. „Hann elskaði að spila fótbolta og sjá fyrir fjölskyldu sinni í leiðinni. Öll skyldmennin, frændurnir, frænkurnar, afar hans og ömmur treystu öll á hann,“ sagði McClaren. Steve McClaren minntist líka dagsins þegar Newcastle kom til baka eftir að hafa lent 4-0 undir á móti Arsenal. Cheick Tiote skoraði einmitt jöfnunarmarkið í þeim ótrúlega leik. „Lífið er stundum ekki sanngjarnt. Ég mun minnast Cheick Tiote sem frábærs miðjumanns sem ég elskaði að stýra. Hvíldu í friði, vinur minn,“ sagði McClaren. Enski boltinn Fílabeinsströndin Fótbolti Tengdar fréttir Hneig niður á æfingu og lést Cheick Tioté, fyrrverandi leikmaður Newcastle United, er látinn, þrítugur að aldri. 5. júní 2017 15:35 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Steve McClaren, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle United, hafði falleg orð að segja um miðjumanninn Cheick Tiote sem lést í gær eftir að hafa hneigið niður á æfingu hjá kínversku liði sínu. Cheick Tiote var þrítugur en hann spilaði áður með Newcastle og var í herbúðum liðsins þegar síðasta tímabil hófst. Tiote fór hinsvegar til Beijing Enterprises í Kína í febrúar. „Þegar ég var hjá Newcastle þá vissi ég að heimurinn væri í lagi þegar ég sá [Papiss] Cisse og Cheick brosa,“ sagði Steve McClaren í viðtali við BBC og bætti við: „Hann var með fallegasta brosið í fótboltanum,“ sagði McClaren. „Hann var leikmaður sem allir vildu hafa í sínu liði,“ sagði Steve McClaren og hann ætti að þekkja það enda spilaði Cheick Tiote fyrir hann hjá bæði FC Twente og Newcastle. Cheick Tiote var landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar. „Ég kynntist honum fyrst þegar hann var ungur leikmaður hjá Twente. Hann var harðasti leikmaðurinn sem ég hef séð. Inn á vellinum og á æfingum var hann svo mikill keppnismaður. Hann ætlaði sér að vinna alla leiki, allar keppnir og allar tæklingar,“ sagði McClaren. „Hann var svo mikill keppnismaður að ég þurfti stundum að taka hann af æfingunum. Hann var algjör stríðsmaður og sigurvegari,“ sagði McClaren. „Það var hans draumur að spila í Kína og ég var svo ánægður fyrir hans hönd þegar það gekk upp. Hann náði einnig að vinna sér inn pening fyrir fjölskyldu sína,“ sagði McClaren. „Hann elskaði að spila fótbolta og sjá fyrir fjölskyldu sinni í leiðinni. Öll skyldmennin, frændurnir, frænkurnar, afar hans og ömmur treystu öll á hann,“ sagði McClaren. Steve McClaren minntist líka dagsins þegar Newcastle kom til baka eftir að hafa lent 4-0 undir á móti Arsenal. Cheick Tiote skoraði einmitt jöfnunarmarkið í þeim ótrúlega leik. „Lífið er stundum ekki sanngjarnt. Ég mun minnast Cheick Tiote sem frábærs miðjumanns sem ég elskaði að stýra. Hvíldu í friði, vinur minn,“ sagði McClaren.
Enski boltinn Fílabeinsströndin Fótbolti Tengdar fréttir Hneig niður á æfingu og lést Cheick Tioté, fyrrverandi leikmaður Newcastle United, er látinn, þrítugur að aldri. 5. júní 2017 15:35 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Hneig niður á æfingu og lést Cheick Tioté, fyrrverandi leikmaður Newcastle United, er látinn, þrítugur að aldri. 5. júní 2017 15:35