Afhjúpandi áætlun Oddný G. Harðardóttir skrifar 13. júní 2017 07:00 Aðfaranótt 1. júní var fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára samþykkt með einu atkvæði, 32-31. Áætlunin hefur fengið furðu litla athygli miðað við hversu áhrif hennar verða mikil fyrir íslenskt samfélag ef hún nær fram að ganga. Sérstaklega þarf að hafa áhyggjur af heilbrigðismálum, menntamálum, málefnum öryrkja og fatlaðs fólks, húsnæðis- og fjölskyldumálum ásamt samgöngum og löggæslu. Þetta eru einmitt málin sem rætt var mikið um í kosningabaráttunni og allir flokkar gáfu loforð um að raða framar. En auk þessa eru helstu jöfnunartækin veikt; barnabætur og húsnæðisbætur og áætlunin mun leiða til aukins ójafnaðar. Þetta gengur allt gegn stefnu jafnaðarmanna. Þess vegna lagði Samfylkingin fram breytingartillögur við fyrrgreind málasvið áætlunarinnar svo og við þróunarsamvinnu. Við gerðum einnig tillögur á tekjuhliðinni um réttlátara skattkerfi, sem spornar gegn auðsöfnun á fárra hendur og gefur sanngjarnari tekjur af auðlindum þjóðarinnar. Tillögur okkar eru raunhæfar og hefðu stuðlað að auknum jöfnuði, uppbyggingu innviða og betra velferðarkerfi ef þær hefðu verið samþykktar. En þær voru felldar af hægristjórninni eins og við var að búast, enda hafa þau þegar svikið nær allt sem þau lofuðu fyrir kosningar. Ríkisfjármálin hafa stýrandi áhrif á velferð landsmanna. Ekki er að vænta endurreisnar heilbrigðiskerfisins í valdatíð núverandi ríkisstjórnar þó um 90 þúsund manns hafi krafist þess með undirskriftum. Jafnrétti til náms á einnig undir högg að sækja vegna sveltistefnu bæði á framhaldsskóla- og háskólastiginu. Það sama á við um umferðaröryggi á holóttum og þröngum vegum. Stefnuleysi og skortur á uppbyggingu hjúkrunarheimila hefur ekki aðeins slæm áhrif á fólkið sem þarf á þjónustunni að halda, heldur einnig á daglegt líf þeirra sem hlúa að öldruðum fjölskyldumeðlimum sem bíða mánuðum saman eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Fjármálaáætlunin ríkisstjórnarinnar varðar alla landsmenn og afhjúpar stjórnarflokkana þrjá, betur en nokkuð annað, sem hægriflokka undir sterkum áhrifum nýfrjálshyggju. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Aðfaranótt 1. júní var fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára samþykkt með einu atkvæði, 32-31. Áætlunin hefur fengið furðu litla athygli miðað við hversu áhrif hennar verða mikil fyrir íslenskt samfélag ef hún nær fram að ganga. Sérstaklega þarf að hafa áhyggjur af heilbrigðismálum, menntamálum, málefnum öryrkja og fatlaðs fólks, húsnæðis- og fjölskyldumálum ásamt samgöngum og löggæslu. Þetta eru einmitt málin sem rætt var mikið um í kosningabaráttunni og allir flokkar gáfu loforð um að raða framar. En auk þessa eru helstu jöfnunartækin veikt; barnabætur og húsnæðisbætur og áætlunin mun leiða til aukins ójafnaðar. Þetta gengur allt gegn stefnu jafnaðarmanna. Þess vegna lagði Samfylkingin fram breytingartillögur við fyrrgreind málasvið áætlunarinnar svo og við þróunarsamvinnu. Við gerðum einnig tillögur á tekjuhliðinni um réttlátara skattkerfi, sem spornar gegn auðsöfnun á fárra hendur og gefur sanngjarnari tekjur af auðlindum þjóðarinnar. Tillögur okkar eru raunhæfar og hefðu stuðlað að auknum jöfnuði, uppbyggingu innviða og betra velferðarkerfi ef þær hefðu verið samþykktar. En þær voru felldar af hægristjórninni eins og við var að búast, enda hafa þau þegar svikið nær allt sem þau lofuðu fyrir kosningar. Ríkisfjármálin hafa stýrandi áhrif á velferð landsmanna. Ekki er að vænta endurreisnar heilbrigðiskerfisins í valdatíð núverandi ríkisstjórnar þó um 90 þúsund manns hafi krafist þess með undirskriftum. Jafnrétti til náms á einnig undir högg að sækja vegna sveltistefnu bæði á framhaldsskóla- og háskólastiginu. Það sama á við um umferðaröryggi á holóttum og þröngum vegum. Stefnuleysi og skortur á uppbyggingu hjúkrunarheimila hefur ekki aðeins slæm áhrif á fólkið sem þarf á þjónustunni að halda, heldur einnig á daglegt líf þeirra sem hlúa að öldruðum fjölskyldumeðlimum sem bíða mánuðum saman eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Fjármálaáætlunin ríkisstjórnarinnar varðar alla landsmenn og afhjúpar stjórnarflokkana þrjá, betur en nokkuð annað, sem hægriflokka undir sterkum áhrifum nýfrjálshyggju. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun