Usain Bolt: Ég hef aldrei verið svona stressaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 11:45 Usain Bolt fagnar eftir að hafa unnið hlaupið. Vísir/AP Usain Bolt kyssti jörðina eftir að hann kláraði 100 metra hlaupið í gærkvöldi enda ástæða til. Þetta var hans síðasta keppnishlaup í heimalandinu. Usain Bolt kom í mark á 10,03 sekúndum fyrir framan troðfullan völl en það vildi enginn missa að kveðjuhlaupi stærstu íþróttastjörnu Jamaíka fyrr og síðar. 30 þúsund manns voru mættir til að horfa á Bolt sem brást ekki aðdáendum sínum og vann öruggan sigur. Hann var reyndar langt frá heimsmeti sínu sem er hlaup sem tók aðeins 9,58 sekúndur. „Hlaupið var allt í lagi en ekki meira en það. Ég held að ég hafi aldrei verið svona stressaður fyrir 100 metra hlaup,“ sagði Usain Bolt eftir hlaupið. BBC segir frá. „Ég er svo þakklátur fyrir allan stuðninginn í gegnum árin. Andrúmsloftið og stuðningurinn sem fólkið sýndi í kvöld gerði mig stressaðan. Ég bjóst aldrei við þessi. Ég vissi að þetta yrði eitthvað stórt af því að leikvangurinn var troðfullur. Takk fyrir allir að koma og styðja við bakið á mér í kvöld,“ sagði Bolt. Hinn þrítugi Usain Bolt mun leggja hlaupaskóna upp á hillu eftir að hann lýkur keppni á heimsmeistaramótinu í London í ágúst. Usain Bolt er áttfaldur Ólympíumeistari og ellefufaldur heimsmeistari. Hann keppir bara í 100 metra hlaupi á lokatímabili sínu. Usain Bolt fagnaði vel og lengi með áhorfendunum eins og hann er vanur. Hann bauð líka upp á frægu sigurstellingu sína eftir að hann kyssti marklínuna í kveðjuskini. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af Usain Bolt eftir síðasta hlaupið sitt á Jamaíka.Vísir/APVísir/APVísir/APVísir/AP Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Usain Bolt kyssti jörðina eftir að hann kláraði 100 metra hlaupið í gærkvöldi enda ástæða til. Þetta var hans síðasta keppnishlaup í heimalandinu. Usain Bolt kom í mark á 10,03 sekúndum fyrir framan troðfullan völl en það vildi enginn missa að kveðjuhlaupi stærstu íþróttastjörnu Jamaíka fyrr og síðar. 30 þúsund manns voru mættir til að horfa á Bolt sem brást ekki aðdáendum sínum og vann öruggan sigur. Hann var reyndar langt frá heimsmeti sínu sem er hlaup sem tók aðeins 9,58 sekúndur. „Hlaupið var allt í lagi en ekki meira en það. Ég held að ég hafi aldrei verið svona stressaður fyrir 100 metra hlaup,“ sagði Usain Bolt eftir hlaupið. BBC segir frá. „Ég er svo þakklátur fyrir allan stuðninginn í gegnum árin. Andrúmsloftið og stuðningurinn sem fólkið sýndi í kvöld gerði mig stressaðan. Ég bjóst aldrei við þessi. Ég vissi að þetta yrði eitthvað stórt af því að leikvangurinn var troðfullur. Takk fyrir allir að koma og styðja við bakið á mér í kvöld,“ sagði Bolt. Hinn þrítugi Usain Bolt mun leggja hlaupaskóna upp á hillu eftir að hann lýkur keppni á heimsmeistaramótinu í London í ágúst. Usain Bolt er áttfaldur Ólympíumeistari og ellefufaldur heimsmeistari. Hann keppir bara í 100 metra hlaupi á lokatímabili sínu. Usain Bolt fagnaði vel og lengi með áhorfendunum eins og hann er vanur. Hann bauð líka upp á frægu sigurstellingu sína eftir að hann kyssti marklínuna í kveðjuskini. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af Usain Bolt eftir síðasta hlaupið sitt á Jamaíka.Vísir/APVísir/APVísir/APVísir/AP
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira