Erlent

Klæddur í hvítan læknaslopp vopnaður byssu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn hleypti úr byssunni á sextándu og sautjándu hæð sjúkrahússins, áður en hann skaut sjálfan sig til bana.
Maðurinn hleypti úr byssunni á sextándu og sautjándu hæð sjúkrahússins, áður en hann skaut sjálfan sig til bana. vísir/afp
Tveir eru látnir og nokkrir særðir eftir skotárásina á Bronx Lebanon sjúkrahúsinu í New York í Bandaríkjunum fyrr í kvöld. Árásarmaðurinn var fyrrverandi læknir á spítalanum og var klæddur hvítum læknasloppi þegar hann skaut úr riffli, en hann er á meðal hinna látnu.

Árásin var gerð rétt fyrir klukkan 15 að staðartíma í dag, eða um klukkan 19 að íslenskum tíma, á 16. hæð sjúkrahússins. Skömmu eftir að maðurinn, Henry Bello, hleypti skotunum af skaut hann sjálfan sig og að sögn AP-fréttastofunnar fannst lík konu við hlið hans.

Óstaðfestar fregnir herma að sex séu særðir eftir árásina, þar af þrír læknar, en ekki er vitað um líðan þeirra.

Lögreglan sendi frá sér skilaboð á Twitter skömmu eftir árásina þar sem hún bað fólk um að halda sig fjarri spítalabyggingunni. Árásarmaðurinn fannst ekki strax og var spítalinn girtur af á meðan leit stóð yfir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×