Gert að sitja með tveggja ára son sinn í flugi United Airlines Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2017 20:45 Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. Vísir/AFP Flugfélagið United Airlines er nú í miðju enn eins hneykslisins í fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Shirley Yamauchi sagði í viðtali við fjölmiðla að flugfélagið hafi gefið sæti tveggja ára sonar hennar frá sér sem olli því að drengurinn þurfti að sitja í kjöltu hennar í rúmlega þrjá klukkutíma. „Hann er 11 pund og um það bil helmingi minni en ég,“ sagði Yamauchi í samtali við fjölmiðla. „Þetta var mjög óþægilegt... ég missti tilfinningu í báðum fótleggjum og vinstri handlegg.“ Yamauchi og sonur hennar voru á síðasta legg 18 klukkutíma ferðalags frá Hawaii til Boston. Í millilendingu í borginni Houston í Texas hafi maður sem var á biðlista komið um borð með miða merktan sama sætisnúmeri og sæti sonar hennar. Yamauchi sagðist ekki hafa viljað kvarta sökum frétta af slæmri meðferð flugfélagsins á farþegum. Athygli vakti í apríl síðastliðnum þegar maður ar dregin frá borði flugvélar United vegna þess að hún var yfirbókuð.Sjá einnig: Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út„Ég er hrædd. Ég er áhyggjufull. Ég er að ferðast með lítið barn,“ sagði Yamauchi. „Ég vildi ekki slasast. Ég vildi að hvorugt okkar myndi slasast.“ Farþeginn settist í miðjusætið sem sonurinn var skráður á og Yamauchi sat með son sinn í fanginu það sem var eftir af ferðinni. United Airlnes krefst þess að börn yfir 2 ára aldri ferðist á borguðum miða og á vefsíðu flugfélagsins er þess krafist að þau séu í sínu eigin sæti í flugi. Yamauchi segist hafa borgað 969 dollara fyrir sæti sonarins, eða rúmlega 100 þúsund krónur. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að miði drengsins hafi ekki verið rétt yfirfarinn og þess vegna hafi sæti hans verið gefið öðrum farþega. Yamauchi fær gjafabréf frá flugfélaginu ásamt því að fá miða drengsins endurgreiddan. „Við biðjum fröken Yamauchi og son hennar innilegrar afsökunar,“ segir í yfirlýsingunni. „Við erum einnig að vinna með starfsfólki okkar á flugvellinum til að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53 Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44 Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22 Ein milljón í skiptum fyrir flugsætið Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. 27. apríl 2017 08:12 Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Sjá meira
Flugfélagið United Airlines er nú í miðju enn eins hneykslisins í fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Shirley Yamauchi sagði í viðtali við fjölmiðla að flugfélagið hafi gefið sæti tveggja ára sonar hennar frá sér sem olli því að drengurinn þurfti að sitja í kjöltu hennar í rúmlega þrjá klukkutíma. „Hann er 11 pund og um það bil helmingi minni en ég,“ sagði Yamauchi í samtali við fjölmiðla. „Þetta var mjög óþægilegt... ég missti tilfinningu í báðum fótleggjum og vinstri handlegg.“ Yamauchi og sonur hennar voru á síðasta legg 18 klukkutíma ferðalags frá Hawaii til Boston. Í millilendingu í borginni Houston í Texas hafi maður sem var á biðlista komið um borð með miða merktan sama sætisnúmeri og sæti sonar hennar. Yamauchi sagðist ekki hafa viljað kvarta sökum frétta af slæmri meðferð flugfélagsins á farþegum. Athygli vakti í apríl síðastliðnum þegar maður ar dregin frá borði flugvélar United vegna þess að hún var yfirbókuð.Sjá einnig: Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út„Ég er hrædd. Ég er áhyggjufull. Ég er að ferðast með lítið barn,“ sagði Yamauchi. „Ég vildi ekki slasast. Ég vildi að hvorugt okkar myndi slasast.“ Farþeginn settist í miðjusætið sem sonurinn var skráður á og Yamauchi sat með son sinn í fanginu það sem var eftir af ferðinni. United Airlnes krefst þess að börn yfir 2 ára aldri ferðist á borguðum miða og á vefsíðu flugfélagsins er þess krafist að þau séu í sínu eigin sæti í flugi. Yamauchi segist hafa borgað 969 dollara fyrir sæti sonarins, eða rúmlega 100 þúsund krónur. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að miði drengsins hafi ekki verið rétt yfirfarinn og þess vegna hafi sæti hans verið gefið öðrum farþega. Yamauchi fær gjafabréf frá flugfélaginu ásamt því að fá miða drengsins endurgreiddan. „Við biðjum fröken Yamauchi og son hennar innilegrar afsökunar,“ segir í yfirlýsingunni. „Við erum einnig að vinna með starfsfólki okkar á flugvellinum til að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53 Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44 Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22 Ein milljón í skiptum fyrir flugsætið Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. 27. apríl 2017 08:12 Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Sjá meira
Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53
Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44
Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22
Ein milljón í skiptum fyrir flugsætið Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. 27. apríl 2017 08:12
Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent