Stuðningsmenn Trump ósáttir við sjálfstæðisyfirlýsinguna Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2017 23:34 Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna var meðal annars lesin af svölum Gamla ríkishússins í miðborg Boston á þjóðhátíðardaginn. Vísir/EPA Sú nýbreytni opinberu útvarpsstöðvarinnar NPR að tísta allri sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna á þjóðhátíðardaginn 4. júlí dró dilk á eftir sér. Sumir stuðningsmenn Donalds Trump töldu hluta yfirlýsingarinnar vera áróður gegn forsetanum. NPR hefur haldið þá hefð í þrjátíu ár að lesa upp sjálfstæðisyfirlýsinguna frá 1776 í heild sinni á þjóðhátíðardaginn. Í ár var tekin sú ákvörðun að tísta henni einnig á Twitter, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Þar sem hver færsla á Twitter getur aðeins verið 140 stafabil birtist yfirlýsingin í röð 113 tísta. Sumir netnotendur vitust ekki gera sér grein fyrir samhengi tístanna og brugðust reiðir við þeim.„Ekki hæfur til að vera leiðtogi frjáls fólks“ Sérstaklega tóku sumir stuðningsmenn Trump óstinnt upp kafla yfirlýsingarinnar þar sem farið er yfir hvernig Georg þriðji Bretakonungur hafði beitt nýlendurnar vestanhafs órétti sem leiddi til þess að þær lýstu yfir sjálfstæði. „Hann hefur hindrað framkvæmd réttlætisins með því að hafna því að samþykkja lög sem koma á dómsvaldi,“ sagði í einu tístanna. „Prins hvers mannkostir eru markaðir af öllum þeim gjörðum sem einkenna harðstjóra er ekki hæfur til að vera leiðtogi frjáls fólks,“ sagði í öðru. Andsvörin létu ekki á sér standa. „Áróður er það allt sem þið kunnið? Reynið að styðja mann sem vill gera eitthvað í óréttlætinu í þessu landi #þurrkandiuppfenið“,“ tísti einn Twitter-notandi sem eyddi síðan reikningi sínum.*heavy sigh* pic.twitter.com/Pb35SNdKqe— Melissa Martin (@DoubleEmMartin) July 4, 2017 Aðrir sökuðu NPR um að hvetja til uppreisnar gegn forsetanum.Sumir báðust þó afsökunar á að hafa hlaupið á sig og báru því við þeir hafi ekki gert sér grein fyrir að tístin kæmu beint úr einu grundvallarskjali Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Sú nýbreytni opinberu útvarpsstöðvarinnar NPR að tísta allri sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna á þjóðhátíðardaginn 4. júlí dró dilk á eftir sér. Sumir stuðningsmenn Donalds Trump töldu hluta yfirlýsingarinnar vera áróður gegn forsetanum. NPR hefur haldið þá hefð í þrjátíu ár að lesa upp sjálfstæðisyfirlýsinguna frá 1776 í heild sinni á þjóðhátíðardaginn. Í ár var tekin sú ákvörðun að tísta henni einnig á Twitter, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Þar sem hver færsla á Twitter getur aðeins verið 140 stafabil birtist yfirlýsingin í röð 113 tísta. Sumir netnotendur vitust ekki gera sér grein fyrir samhengi tístanna og brugðust reiðir við þeim.„Ekki hæfur til að vera leiðtogi frjáls fólks“ Sérstaklega tóku sumir stuðningsmenn Trump óstinnt upp kafla yfirlýsingarinnar þar sem farið er yfir hvernig Georg þriðji Bretakonungur hafði beitt nýlendurnar vestanhafs órétti sem leiddi til þess að þær lýstu yfir sjálfstæði. „Hann hefur hindrað framkvæmd réttlætisins með því að hafna því að samþykkja lög sem koma á dómsvaldi,“ sagði í einu tístanna. „Prins hvers mannkostir eru markaðir af öllum þeim gjörðum sem einkenna harðstjóra er ekki hæfur til að vera leiðtogi frjáls fólks,“ sagði í öðru. Andsvörin létu ekki á sér standa. „Áróður er það allt sem þið kunnið? Reynið að styðja mann sem vill gera eitthvað í óréttlætinu í þessu landi #þurrkandiuppfenið“,“ tísti einn Twitter-notandi sem eyddi síðan reikningi sínum.*heavy sigh* pic.twitter.com/Pb35SNdKqe— Melissa Martin (@DoubleEmMartin) July 4, 2017 Aðrir sökuðu NPR um að hvetja til uppreisnar gegn forsetanum.Sumir báðust þó afsökunar á að hafa hlaupið á sig og báru því við þeir hafi ekki gert sér grein fyrir að tístin kæmu beint úr einu grundvallarskjali Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira