Stuðningsmenn Trump ósáttir við sjálfstæðisyfirlýsinguna Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2017 23:34 Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna var meðal annars lesin af svölum Gamla ríkishússins í miðborg Boston á þjóðhátíðardaginn. Vísir/EPA Sú nýbreytni opinberu útvarpsstöðvarinnar NPR að tísta allri sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna á þjóðhátíðardaginn 4. júlí dró dilk á eftir sér. Sumir stuðningsmenn Donalds Trump töldu hluta yfirlýsingarinnar vera áróður gegn forsetanum. NPR hefur haldið þá hefð í þrjátíu ár að lesa upp sjálfstæðisyfirlýsinguna frá 1776 í heild sinni á þjóðhátíðardaginn. Í ár var tekin sú ákvörðun að tísta henni einnig á Twitter, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Þar sem hver færsla á Twitter getur aðeins verið 140 stafabil birtist yfirlýsingin í röð 113 tísta. Sumir netnotendur vitust ekki gera sér grein fyrir samhengi tístanna og brugðust reiðir við þeim.„Ekki hæfur til að vera leiðtogi frjáls fólks“ Sérstaklega tóku sumir stuðningsmenn Trump óstinnt upp kafla yfirlýsingarinnar þar sem farið er yfir hvernig Georg þriðji Bretakonungur hafði beitt nýlendurnar vestanhafs órétti sem leiddi til þess að þær lýstu yfir sjálfstæði. „Hann hefur hindrað framkvæmd réttlætisins með því að hafna því að samþykkja lög sem koma á dómsvaldi,“ sagði í einu tístanna. „Prins hvers mannkostir eru markaðir af öllum þeim gjörðum sem einkenna harðstjóra er ekki hæfur til að vera leiðtogi frjáls fólks,“ sagði í öðru. Andsvörin létu ekki á sér standa. „Áróður er það allt sem þið kunnið? Reynið að styðja mann sem vill gera eitthvað í óréttlætinu í þessu landi #þurrkandiuppfenið“,“ tísti einn Twitter-notandi sem eyddi síðan reikningi sínum.*heavy sigh* pic.twitter.com/Pb35SNdKqe— Melissa Martin (@DoubleEmMartin) July 4, 2017 Aðrir sökuðu NPR um að hvetja til uppreisnar gegn forsetanum.Sumir báðust þó afsökunar á að hafa hlaupið á sig og báru því við þeir hafi ekki gert sér grein fyrir að tístin kæmu beint úr einu grundvallarskjali Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Sú nýbreytni opinberu útvarpsstöðvarinnar NPR að tísta allri sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna á þjóðhátíðardaginn 4. júlí dró dilk á eftir sér. Sumir stuðningsmenn Donalds Trump töldu hluta yfirlýsingarinnar vera áróður gegn forsetanum. NPR hefur haldið þá hefð í þrjátíu ár að lesa upp sjálfstæðisyfirlýsinguna frá 1776 í heild sinni á þjóðhátíðardaginn. Í ár var tekin sú ákvörðun að tísta henni einnig á Twitter, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Þar sem hver færsla á Twitter getur aðeins verið 140 stafabil birtist yfirlýsingin í röð 113 tísta. Sumir netnotendur vitust ekki gera sér grein fyrir samhengi tístanna og brugðust reiðir við þeim.„Ekki hæfur til að vera leiðtogi frjáls fólks“ Sérstaklega tóku sumir stuðningsmenn Trump óstinnt upp kafla yfirlýsingarinnar þar sem farið er yfir hvernig Georg þriðji Bretakonungur hafði beitt nýlendurnar vestanhafs órétti sem leiddi til þess að þær lýstu yfir sjálfstæði. „Hann hefur hindrað framkvæmd réttlætisins með því að hafna því að samþykkja lög sem koma á dómsvaldi,“ sagði í einu tístanna. „Prins hvers mannkostir eru markaðir af öllum þeim gjörðum sem einkenna harðstjóra er ekki hæfur til að vera leiðtogi frjáls fólks,“ sagði í öðru. Andsvörin létu ekki á sér standa. „Áróður er það allt sem þið kunnið? Reynið að styðja mann sem vill gera eitthvað í óréttlætinu í þessu landi #þurrkandiuppfenið“,“ tísti einn Twitter-notandi sem eyddi síðan reikningi sínum.*heavy sigh* pic.twitter.com/Pb35SNdKqe— Melissa Martin (@DoubleEmMartin) July 4, 2017 Aðrir sökuðu NPR um að hvetja til uppreisnar gegn forsetanum.Sumir báðust þó afsökunar á að hafa hlaupið á sig og báru því við þeir hafi ekki gert sér grein fyrir að tístin kæmu beint úr einu grundvallarskjali Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira