Gagnrýnivert að ferðamennirnir hafi sloppið með lögreglusekt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. júlí 2017 19:30 Dýraverndunarsamband Íslands gagnrýnir það að ferðamennirnir átta, sem handteknir voru fyrir að hafa drepið lamb í gærkvöldi, hafi sloppið með lögreglusekt. Matvælastofnun hafi átt að hafa yfirumsjón með málinu og kæra mennina og sekta fyrir brot á dýraverndunarlögum. „Eins og þetta horfir við okkur hjá DÍS þá eru þeir að sleppa með sekt fyrir eignaspjöll og þjófnað en dýraníðshlutinn liggur óbættur. Lögreglunni ber að beina slíku til Matvælastofnunar og Matvælastofnun átt að refsa þeim, eins og hún á að gera. Þannig að í rauninni er eitthvað að stjórnsýslunni ef lögreglan beinir þessu máli ekki áfram,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands. Ferðamennirnir átta sluppu með 120 þúsund króna sekt eftir að hafa gerst uppvísir að því að stela lambi og slátra því. Þeir sögðust hjá lögreglu vera Afganar búsettir í Bandaríkjunum í fríi hér á landi. Lambið fannst afhausað í svörtum ruslapoka í húsbíl ferðamannanna. „MAST beitir sektum við illri meðferð á dýrum þannig að það hefði átt að refsa þeim fyrir illa meðferð á dýrinu en ekki eingöngu fyrir eignaspjöll eða þjófnað. Við höfum þegar sent erindi til MAST og óskað eftir því að þeir hlutist til við að fá þessar upplýsingar til sín ef þær hafa ekki borist nú þegar,“ segir Hallgerður. Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Dýraverndunarsamband Íslands gagnrýnir það að ferðamennirnir átta, sem handteknir voru fyrir að hafa drepið lamb í gærkvöldi, hafi sloppið með lögreglusekt. Matvælastofnun hafi átt að hafa yfirumsjón með málinu og kæra mennina og sekta fyrir brot á dýraverndunarlögum. „Eins og þetta horfir við okkur hjá DÍS þá eru þeir að sleppa með sekt fyrir eignaspjöll og þjófnað en dýraníðshlutinn liggur óbættur. Lögreglunni ber að beina slíku til Matvælastofnunar og Matvælastofnun átt að refsa þeim, eins og hún á að gera. Þannig að í rauninni er eitthvað að stjórnsýslunni ef lögreglan beinir þessu máli ekki áfram,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands. Ferðamennirnir átta sluppu með 120 þúsund króna sekt eftir að hafa gerst uppvísir að því að stela lambi og slátra því. Þeir sögðust hjá lögreglu vera Afganar búsettir í Bandaríkjunum í fríi hér á landi. Lambið fannst afhausað í svörtum ruslapoka í húsbíl ferðamannanna. „MAST beitir sektum við illri meðferð á dýrum þannig að það hefði átt að refsa þeim fyrir illa meðferð á dýrinu en ekki eingöngu fyrir eignaspjöll eða þjófnað. Við höfum þegar sent erindi til MAST og óskað eftir því að þeir hlutist til við að fá þessar upplýsingar til sín ef þær hafa ekki borist nú þegar,“ segir Hallgerður.
Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55