Íslendingar flýja regnið Sæunn Gísladóttir skrifar 1. júlí 2017 06:00 Íslendingar fara helst til Tenerife þegar skúrir eru hér á landi. vísir/epa „Fólk hringir og vill fara og vill helst bara fara strax eftir hádegi. Það er sáralítið eftir af sólarlandaferðum í júlímánuði.“ Þetta segir Guðrún Sigurgeirsdóttir, framleiðslustjóri hjá ferðaskrifstofunni VITA. Svalt hefur verið í veðri víða um landið og skúrir. Ekki er útlit fyrir batnandi veður á næstunni samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og virðast Íslendingar því í auknum mæli vera að hoppa út í sól. „Það er í sjálfu sér ekki skrítið. Fjölskyldan er komin í fríið, þau langar í sólina. Fólk vill leyfa börnunum sínum að labba um án þess að þau séu í pollagöllum,“ segir Guðrún. Hún segir meiri ásókn í sólina nú en í fyrra. Helsta ástæðan fyrir aukinni eftirspurn núna, sé miðað við sama tíma í fyrra sé EM í fótbolta sem dró marga til Frakklands til að fylgjast með ævintýrum íslenska landsliðsins. Krít, Tenerife og aðrir áfangastaðir á Spáni eru vinsælir hjá VITA. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, finnur einnig fyrir meiri eftirspurn. „Það er svolítið sérstakt að það þarf stundum nokkra daga í einu af slæmu veðri. Kannski heldur fólk að veðrið breytist eftir nokkra daga. En þegar fólk er búið að vera í rigningartíð í þrjá fjóra daga og spáin ekki góð þá kemur holskeflan. Við höfum fundið fyrir því síðustu daga. Ég held að veðráttan spili dálítið mikið inn núna.“ Aukningin sé mikil í sumar en enn meiri áhugi sé fyrir ferðum í haust. Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri hjá Úrval Útsýn, segir fólk vera að stökkva í sólina. „Kanarí er mjög vinsælt, Almería er líka mjög vinsælt sem og Alicante og Tenerife. Það er töluverður munur milli ára – aukning.“ Svo er almennt meiri ferðagleði hjá Íslendingum að mati Þórunnar. „Það er mikilvægt að Íslendingar létti á þjóðvegi 1 og fari í sólina á meðan útlendingarnir eru hérna,“ segir hún kímin. Forsvarsmenn leitarvélarinnar Dohop segjast ekki taka eftir því að fólk sé að bóka í flýti í sólina hjá þeim. „Við höfum fundið fyrir mikilli aukningu í ferðalögum almennt, allt að 50%, en ekki sérstaklega núna með skömmum fyrirvara,“ segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Fólk hringir og vill fara og vill helst bara fara strax eftir hádegi. Það er sáralítið eftir af sólarlandaferðum í júlímánuði.“ Þetta segir Guðrún Sigurgeirsdóttir, framleiðslustjóri hjá ferðaskrifstofunni VITA. Svalt hefur verið í veðri víða um landið og skúrir. Ekki er útlit fyrir batnandi veður á næstunni samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og virðast Íslendingar því í auknum mæli vera að hoppa út í sól. „Það er í sjálfu sér ekki skrítið. Fjölskyldan er komin í fríið, þau langar í sólina. Fólk vill leyfa börnunum sínum að labba um án þess að þau séu í pollagöllum,“ segir Guðrún. Hún segir meiri ásókn í sólina nú en í fyrra. Helsta ástæðan fyrir aukinni eftirspurn núna, sé miðað við sama tíma í fyrra sé EM í fótbolta sem dró marga til Frakklands til að fylgjast með ævintýrum íslenska landsliðsins. Krít, Tenerife og aðrir áfangastaðir á Spáni eru vinsælir hjá VITA. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, finnur einnig fyrir meiri eftirspurn. „Það er svolítið sérstakt að það þarf stundum nokkra daga í einu af slæmu veðri. Kannski heldur fólk að veðrið breytist eftir nokkra daga. En þegar fólk er búið að vera í rigningartíð í þrjá fjóra daga og spáin ekki góð þá kemur holskeflan. Við höfum fundið fyrir því síðustu daga. Ég held að veðráttan spili dálítið mikið inn núna.“ Aukningin sé mikil í sumar en enn meiri áhugi sé fyrir ferðum í haust. Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri hjá Úrval Útsýn, segir fólk vera að stökkva í sólina. „Kanarí er mjög vinsælt, Almería er líka mjög vinsælt sem og Alicante og Tenerife. Það er töluverður munur milli ára – aukning.“ Svo er almennt meiri ferðagleði hjá Íslendingum að mati Þórunnar. „Það er mikilvægt að Íslendingar létti á þjóðvegi 1 og fari í sólina á meðan útlendingarnir eru hérna,“ segir hún kímin. Forsvarsmenn leitarvélarinnar Dohop segjast ekki taka eftir því að fólk sé að bóka í flýti í sólina hjá þeim. „Við höfum fundið fyrir mikilli aukningu í ferðalögum almennt, allt að 50%, en ekki sérstaklega núna með skömmum fyrirvara,“ segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira