Óskiljanleg og háskaleg vaxta- og gengisstjórn Seðlabanka Ole Anton Bieltvedt skrifar 19. júlí 2017 07:00 Fram að banka- og fjármálakreppunni viðgekkst sú stefna meðal stjórnenda peningamála, að þeir, sem ættu fé, fjármagnseigendur, ættu rétt á að fá meira fé út á það fé, án nokkurra aðgerða, án fjárfestingar eða áhættu. Ég er auðvitað að tala um vextina, sem fjármagnseigendur fengu á áhættulausar og dauðar bankainnistæður. Þeir, sem urðu að greiða þessa vexti, voru vitaskuld lántakendur, skuldarar, og urðu þeir fátækari og fátækari meðan þeir ríku urðu ríkari og ríkari, af engu.Vaxtastefna Seðlabanka úreltBankakreppan kenndi ráðamönnum, nema kannske Seðlabankastjóra og peningastefnunefnd, að þetta kerfi stæðist ekki, hvorki siðferðislega né í framkvæmd, enda átti það stóran þátt í kreppunni, og féllu því allir vakandi og upplýstir stjórnendur peningamála frá þessari raunvaxtastefnu á árunum eftir 2008.Raunvextir rífa upp krónunaSeðlabankinn hefur haft 2,5% verðbólgumarkmið síðustu árin, sem er í lagi, en að byggja það inn í stýrivextina og bæta svo við 2-3%, til að raunvextir náist, er ekki í lagi, einkum, þegar engin önnur vestræn þjóð gerir það og raunverðbólga er aðeins 1,5%. Stýrivextir hér eru því 4,5%, meðan að þeir eru við núllið annars staðar, og rífur þetta upp krónuna og afskræmir tekjur og gjöld. Auk yfirkeyrðrar krónu er afleiðingin, að vextir til fólks hér eru á okurstigi, og verða menn m.a. að greiða íbúðir sínar margfalt, kannske 3-5 sinnum, vegna okurvaxtanna, meðan aðrir Evrópubúar greiða sínar íbúðir 1,5-2 sinnum, þökk sé lágvöxtum á evrusvæðinu.Hverjar eru afleiðingarnarFyrir rúmu ári síðan voru um 140 krónur í evru. Í millitíðinni fór Evran um tíma í 110 krónur, og lækkuðu tekjur útflutningsatvinnuveganna því um allt að 22% á einu ári. Ég er að tala um ferðaþjónustu, sjávarútveg, áliðnað, hátækniiðnað og flutningaþjónustu. Margar helztu atvinnugreinar landsins. Á sama tíma hefur ýmis rekstrarkostnaður þessara fyrirtækja hækkað. Er afkoma þeirra því um 30% lakari nú, en fyrir ári. Hver lifir slíkt af!? Það hlýtur því að vera öllum ljóst – nema kannske Seðlabankamönnum – að þessi hækkun á krónunni fær ekki staðizt. Útflutningsfyrirtækin fara úr sæmilegri eða góðri afkomu, sem er nauðsynleg og eðlileg, í bullandi tap. Allavega flest þeirra. Ef útflutningsfyrirtækin okkar lenda í tapi og greiðsluerfiðleikum, sem síðan bitnar á starfsmönnum, innlendum þjónustuaðilum, eigendum, bönkum og ríkinu sjálfu, því ekki falla skattar og skyldur niður, er hér vá fyrir dyrum; ný kreppa í uppsiglingu. Þetta er dauðans alvara!Nauðsynleg gengisleiðrétting stöðvuðEftir umræðu, gagnrýni og ört vaxandi vanda margra fyrirtækja, tók Seðlabanki loks við sér og lækkaði stýrivexti smávægilega í 2 þrepum; Úr 5,00% í 4,5%. Þetta, ásamt með hraðminnkandi gjaldeyristekjum, vegna yfirkeyrðs kostnaðar fyrir ferðamenn, leiddi loks til þess, að gengi krónunnar hóf frjálst og eðlilegt leiðréttingarferli. Í fyrri viku lækkaði gengi krónunnar í nærri 120 í evru. Drógu nú sumir andann léttar og vonuðust eftir raunhæfu og „réttu gengi“, sem virðist liggja við 130 krónur. En hvað gerist þá!? Seðlabankinn veður inn á markaðinn og kaupir krónur í stórum stíl til að styrkja krónuna aftur. Með handafli. Hrökk hún þá upp í um 115. Gekk Seðlabanki með þessu óðagoti fram gegn áhrifum nýgerðra vaxtalækkana sjálfs sín! Eftir greiningu helztu hliða þessa gengismáls, virðist eðlilegt gengissvið krónunnar 125-135 í Evru. Þetta ætti ekki að hækka vöruverð, því mér sýnist verzlunin ekki hafa þorað eða treyst sér neðar, og útflutningsatvinnuvegirnir ættu að ná viðunandi afkomu.Enginn raungrundvöllur fyrir sterkri krónuFramganga Seðlabanka og ríkisstjórnar í vaxta-, gengis- og efnahagsmálum hefur verið vanhugsuð, fumkennd og lítt traustvekjandi. Helztu atvinnuvegir landsins eru reknir með tapi. Enginn gjaldmiðill hefur meiri styrk til lengdar en atvinnuvegirnir á bak við hann. Gæti trúin á krónuna snúizt í vantrú og hræðslu. Kæmi þá meira en eðlileg gengisleiðrétting. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Fram að banka- og fjármálakreppunni viðgekkst sú stefna meðal stjórnenda peningamála, að þeir, sem ættu fé, fjármagnseigendur, ættu rétt á að fá meira fé út á það fé, án nokkurra aðgerða, án fjárfestingar eða áhættu. Ég er auðvitað að tala um vextina, sem fjármagnseigendur fengu á áhættulausar og dauðar bankainnistæður. Þeir, sem urðu að greiða þessa vexti, voru vitaskuld lántakendur, skuldarar, og urðu þeir fátækari og fátækari meðan þeir ríku urðu ríkari og ríkari, af engu.Vaxtastefna Seðlabanka úreltBankakreppan kenndi ráðamönnum, nema kannske Seðlabankastjóra og peningastefnunefnd, að þetta kerfi stæðist ekki, hvorki siðferðislega né í framkvæmd, enda átti það stóran þátt í kreppunni, og féllu því allir vakandi og upplýstir stjórnendur peningamála frá þessari raunvaxtastefnu á árunum eftir 2008.Raunvextir rífa upp krónunaSeðlabankinn hefur haft 2,5% verðbólgumarkmið síðustu árin, sem er í lagi, en að byggja það inn í stýrivextina og bæta svo við 2-3%, til að raunvextir náist, er ekki í lagi, einkum, þegar engin önnur vestræn þjóð gerir það og raunverðbólga er aðeins 1,5%. Stýrivextir hér eru því 4,5%, meðan að þeir eru við núllið annars staðar, og rífur þetta upp krónuna og afskræmir tekjur og gjöld. Auk yfirkeyrðrar krónu er afleiðingin, að vextir til fólks hér eru á okurstigi, og verða menn m.a. að greiða íbúðir sínar margfalt, kannske 3-5 sinnum, vegna okurvaxtanna, meðan aðrir Evrópubúar greiða sínar íbúðir 1,5-2 sinnum, þökk sé lágvöxtum á evrusvæðinu.Hverjar eru afleiðingarnarFyrir rúmu ári síðan voru um 140 krónur í evru. Í millitíðinni fór Evran um tíma í 110 krónur, og lækkuðu tekjur útflutningsatvinnuveganna því um allt að 22% á einu ári. Ég er að tala um ferðaþjónustu, sjávarútveg, áliðnað, hátækniiðnað og flutningaþjónustu. Margar helztu atvinnugreinar landsins. Á sama tíma hefur ýmis rekstrarkostnaður þessara fyrirtækja hækkað. Er afkoma þeirra því um 30% lakari nú, en fyrir ári. Hver lifir slíkt af!? Það hlýtur því að vera öllum ljóst – nema kannske Seðlabankamönnum – að þessi hækkun á krónunni fær ekki staðizt. Útflutningsfyrirtækin fara úr sæmilegri eða góðri afkomu, sem er nauðsynleg og eðlileg, í bullandi tap. Allavega flest þeirra. Ef útflutningsfyrirtækin okkar lenda í tapi og greiðsluerfiðleikum, sem síðan bitnar á starfsmönnum, innlendum þjónustuaðilum, eigendum, bönkum og ríkinu sjálfu, því ekki falla skattar og skyldur niður, er hér vá fyrir dyrum; ný kreppa í uppsiglingu. Þetta er dauðans alvara!Nauðsynleg gengisleiðrétting stöðvuðEftir umræðu, gagnrýni og ört vaxandi vanda margra fyrirtækja, tók Seðlabanki loks við sér og lækkaði stýrivexti smávægilega í 2 þrepum; Úr 5,00% í 4,5%. Þetta, ásamt með hraðminnkandi gjaldeyristekjum, vegna yfirkeyrðs kostnaðar fyrir ferðamenn, leiddi loks til þess, að gengi krónunnar hóf frjálst og eðlilegt leiðréttingarferli. Í fyrri viku lækkaði gengi krónunnar í nærri 120 í evru. Drógu nú sumir andann léttar og vonuðust eftir raunhæfu og „réttu gengi“, sem virðist liggja við 130 krónur. En hvað gerist þá!? Seðlabankinn veður inn á markaðinn og kaupir krónur í stórum stíl til að styrkja krónuna aftur. Með handafli. Hrökk hún þá upp í um 115. Gekk Seðlabanki með þessu óðagoti fram gegn áhrifum nýgerðra vaxtalækkana sjálfs sín! Eftir greiningu helztu hliða þessa gengismáls, virðist eðlilegt gengissvið krónunnar 125-135 í Evru. Þetta ætti ekki að hækka vöruverð, því mér sýnist verzlunin ekki hafa þorað eða treyst sér neðar, og útflutningsatvinnuvegirnir ættu að ná viðunandi afkomu.Enginn raungrundvöllur fyrir sterkri krónuFramganga Seðlabanka og ríkisstjórnar í vaxta-, gengis- og efnahagsmálum hefur verið vanhugsuð, fumkennd og lítt traustvekjandi. Helztu atvinnuvegir landsins eru reknir með tapi. Enginn gjaldmiðill hefur meiri styrk til lengdar en atvinnuvegirnir á bak við hann. Gæti trúin á krónuna snúizt í vantrú og hræðslu. Kæmi þá meira en eðlileg gengisleiðrétting.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun