Sumarið er tíminn Ingrid Kuhlman skrifar 19. júlí 2017 07:00 Sumarið er tíminn til að njóta og hlaða batteríin fyrir veturinn. Hér á eftir eru nokkrar leiðir til að hlúa að sjálfum okkur og þeim sem okkur þykir vænt um: Skerptu á skilningarvitunum Að gefa sér tíma til að nota skynfærin á meðvitaðan hátt hefur mikil áhrif en getur verið áskorun í heimi sem einkennist af miklum hraða. Hægðu á þér á meðan þú borðar grillmatinn á ferðalaginu og gefðu þér tíma til að virkilega finna lyktina og bragðið af rauðvíninu. Farðu í gegnum daginn án þess að flýta þér. Sökktu þér niður í augnablikið Reyndu að slökkva á hugsunum þínum og taka inn jákvæðar tilfinningar, t.d. þegar þú verður hugfangin(n) af náttúrufegurð landsins. Veltu fyrir þér jákvæðum upplifunum á stað og stund. Þakkaðu fyrir Segðu ástvinum þínum hversu lánsamur/-söm þú ert að eiga þá að, eða gefðu þér tíma til að þakka fyrir matinn þinn. Rannsóknir sýna að það að tjá þakklæti upphátt getur gert okkur hamingjusamari. Taktu ljósmynd í huganum Staldraðu við í augnablik og vertu meðvitaður/-uð um þá hluti sem þú ætlar að muna seinna, eins og hlátur einhvers nákomins eða hjartnæmt augnablik milli tveggja fjölskyldumeðlima. Minntu þig á að tíminn flýgur Verðmæt augnablik líða fljótt og því er um að gera að njóta þeirra meðan á þeim stendur. Gefðu þér tíma til að virða fyrir þér það sem þú hefur afrekað og hvernig þú munt horfa til baka með fullt af góðum minningum. Brostu þínu blíðasta Mundu eftir að brosa, það gleður okkur sjálf og aðra, léttir lundina og hefur jákvæð áhrif á líkama og sál. Deildu góðum tilfinningum með öðrum Segðu öðrum frá því þegar þú upplifir þakklætistilfinningu, hvort sem um er að ræða hlátur í góðra vina hópi eða fallegt náttúrulandslag. Rannsóknir á því hvernig fólk bregst við jákvæðum atburðum hafa sýnt að þeir sem deila jákvæðum tilfinningum með öðrum eru almennt hamingjusamari en þeir sem gera það ekki. Jafnvel hugsunin ein um að segja öðrum frá kemur okkur upp á hærra hamingjustig. Gleðilegt sumar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Sumarið er tíminn til að njóta og hlaða batteríin fyrir veturinn. Hér á eftir eru nokkrar leiðir til að hlúa að sjálfum okkur og þeim sem okkur þykir vænt um: Skerptu á skilningarvitunum Að gefa sér tíma til að nota skynfærin á meðvitaðan hátt hefur mikil áhrif en getur verið áskorun í heimi sem einkennist af miklum hraða. Hægðu á þér á meðan þú borðar grillmatinn á ferðalaginu og gefðu þér tíma til að virkilega finna lyktina og bragðið af rauðvíninu. Farðu í gegnum daginn án þess að flýta þér. Sökktu þér niður í augnablikið Reyndu að slökkva á hugsunum þínum og taka inn jákvæðar tilfinningar, t.d. þegar þú verður hugfangin(n) af náttúrufegurð landsins. Veltu fyrir þér jákvæðum upplifunum á stað og stund. Þakkaðu fyrir Segðu ástvinum þínum hversu lánsamur/-söm þú ert að eiga þá að, eða gefðu þér tíma til að þakka fyrir matinn þinn. Rannsóknir sýna að það að tjá þakklæti upphátt getur gert okkur hamingjusamari. Taktu ljósmynd í huganum Staldraðu við í augnablik og vertu meðvitaður/-uð um þá hluti sem þú ætlar að muna seinna, eins og hlátur einhvers nákomins eða hjartnæmt augnablik milli tveggja fjölskyldumeðlima. Minntu þig á að tíminn flýgur Verðmæt augnablik líða fljótt og því er um að gera að njóta þeirra meðan á þeim stendur. Gefðu þér tíma til að virða fyrir þér það sem þú hefur afrekað og hvernig þú munt horfa til baka með fullt af góðum minningum. Brostu þínu blíðasta Mundu eftir að brosa, það gleður okkur sjálf og aðra, léttir lundina og hefur jákvæð áhrif á líkama og sál. Deildu góðum tilfinningum með öðrum Segðu öðrum frá því þegar þú upplifir þakklætistilfinningu, hvort sem um er að ræða hlátur í góðra vina hópi eða fallegt náttúrulandslag. Rannsóknir á því hvernig fólk bregst við jákvæðum atburðum hafa sýnt að þeir sem deila jákvæðum tilfinningum með öðrum eru almennt hamingjusamari en þeir sem gera það ekki. Jafnvel hugsunin ein um að segja öðrum frá kemur okkur upp á hærra hamingjustig. Gleðilegt sumar!
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun