Ritstjóri DV nú forsíðumynd á Facebook-reikningi Sveins Gests Jakob Bjarnar skrifar 13. júlí 2017 09:51 Kristjón Kormákur vill túlka þennan gjörning, að hann sé orðinn að prófælmynd hjá Sveini Gesti, sem gráglettinn Litla Hraunshúmor fremur en að um hótun sé að ræða. Í gærkvöldi var breyttist forsíðumynd á Facebookreikningi Sveins Gests Tryggvasonar. Forsíðumyndin, eða profile-myndin, er nú af Kristjóni Kormáki ritstjóra DV en ekki Sveini sjálfum. Þetta kemur beint í kjölfar fréttaflutnings á dv.is af hreyfingum á Facebook-síðu Sveins Gest. Sveinn Gestur situr nú í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna en hann er grunaður um aðild að manndrápsmálinu í Mosfellsdal.Gráglettinn Litla HraunshúmorTéður fréttaflutningur DV snérist meðal annars um það að hreyfingar hafi orðið á Facebook-síðu Sveins Gest og fylgdi það sögunni að föngum á Litla Hrauni væri óheimill netaðgangur nema þá afar takmarkaður. Ekki er úr vegi að túlka þetta sem beina hótun, að ritstjórinn ætti að tempra fréttaflutninginn en Kristjón Kormákur vill ekki gera mikið úr þessu atviki.Svona lítur Sveinn Gestur út í dag gagnvart þeim sem heimsækja Facebooksíðu hans, en um er að ræða mynd af Kristjóni Kormáki sem ljósmyndarinn Sigtryggur Ari Jóhannsson tók af ritstjóranum.„Sjálfur vil ég sem minnst úr því gera. Ég lít á þetta sem gráglettinn Litla-Hraunshúmor, í rauninni. En öðrum í kringum mig finnst þetta ekki þægilegt, en mér finnst þetta fyrst og fremst fyndið. Ég held að þetta geri engum gagn, illt verra og endi í fjölmiðlum eins og er að gerast núna.“Þú túlkar þetta þá ekki sem hótun? „Nei, ég geri það ekki. Glasið er hálffullt hjá mér. Lít fyrst og fremst á þetta sem gráglettinn húmor. Getur verið að aðrir túlki þetta á annan hátt. En, það er ekki hægt að koma í veg fyrir að fjölmiðlar fjalli um þetta.“„DV með allt niðrum sig enn aðra ferðina“Kristjón segist hafa beðið blaðamann sinn um að hafa samband við lögfræðing Sveins til að taka stöðuna á málinu í Mosfellsdal. „Í kjölfarið gerðum við frétt þar sem við greindum frá þeim upplýsingum sem við höfðum um málið ásamt því að greina frá því að hreyfingar sem hefðu verið á Facebooksíðu Sveins. Að hann hefði skipt um prófæl-mynd og átt þar eitt eða tvö svör undir mynd,“ segir Kristjón í samtali við Vísi. Eftir að frétt DV fór í loftið er gerð athugasemd á síðu Sveins við fréttina en þar sem segir:„Já, þar segir að Sveinn hafi gefið vini sínum, einhverjum Gunna E., að gang að Facebook-síðu sinni til að svara skilaboðum. Mér fannst skylda mín að bæta því við fréttina. Í kjölfarið gerist það svo að það birtist allt í einu mynd af mér þarna,“ segir Kristjón Kormákur, heldur hlessa fremur en að um hann fari. Hann segist ekki vita hver Gunni E sé og ítrekar að hann hafi ekki þungar áhyggjur af þessu. Og hann hefur ekki gripið til neinna ráðstafana, svo sem þeirra að hafa samband við lögreglu vegna málsins. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Þeir Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. júlí á grundvelli almannahagsmuna. 23. júní 2017 14:30 Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Í gærkvöldi var breyttist forsíðumynd á Facebookreikningi Sveins Gests Tryggvasonar. Forsíðumyndin, eða profile-myndin, er nú af Kristjóni Kormáki ritstjóra DV en ekki Sveini sjálfum. Þetta kemur beint í kjölfar fréttaflutnings á dv.is af hreyfingum á Facebook-síðu Sveins Gest. Sveinn Gestur situr nú í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna en hann er grunaður um aðild að manndrápsmálinu í Mosfellsdal.Gráglettinn Litla HraunshúmorTéður fréttaflutningur DV snérist meðal annars um það að hreyfingar hafi orðið á Facebook-síðu Sveins Gest og fylgdi það sögunni að föngum á Litla Hrauni væri óheimill netaðgangur nema þá afar takmarkaður. Ekki er úr vegi að túlka þetta sem beina hótun, að ritstjórinn ætti að tempra fréttaflutninginn en Kristjón Kormákur vill ekki gera mikið úr þessu atviki.Svona lítur Sveinn Gestur út í dag gagnvart þeim sem heimsækja Facebooksíðu hans, en um er að ræða mynd af Kristjóni Kormáki sem ljósmyndarinn Sigtryggur Ari Jóhannsson tók af ritstjóranum.„Sjálfur vil ég sem minnst úr því gera. Ég lít á þetta sem gráglettinn Litla-Hraunshúmor, í rauninni. En öðrum í kringum mig finnst þetta ekki þægilegt, en mér finnst þetta fyrst og fremst fyndið. Ég held að þetta geri engum gagn, illt verra og endi í fjölmiðlum eins og er að gerast núna.“Þú túlkar þetta þá ekki sem hótun? „Nei, ég geri það ekki. Glasið er hálffullt hjá mér. Lít fyrst og fremst á þetta sem gráglettinn húmor. Getur verið að aðrir túlki þetta á annan hátt. En, það er ekki hægt að koma í veg fyrir að fjölmiðlar fjalli um þetta.“„DV með allt niðrum sig enn aðra ferðina“Kristjón segist hafa beðið blaðamann sinn um að hafa samband við lögfræðing Sveins til að taka stöðuna á málinu í Mosfellsdal. „Í kjölfarið gerðum við frétt þar sem við greindum frá þeim upplýsingum sem við höfðum um málið ásamt því að greina frá því að hreyfingar sem hefðu verið á Facebooksíðu Sveins. Að hann hefði skipt um prófæl-mynd og átt þar eitt eða tvö svör undir mynd,“ segir Kristjón í samtali við Vísi. Eftir að frétt DV fór í loftið er gerð athugasemd á síðu Sveins við fréttina en þar sem segir:„Já, þar segir að Sveinn hafi gefið vini sínum, einhverjum Gunna E., að gang að Facebook-síðu sinni til að svara skilaboðum. Mér fannst skylda mín að bæta því við fréttina. Í kjölfarið gerist það svo að það birtist allt í einu mynd af mér þarna,“ segir Kristjón Kormákur, heldur hlessa fremur en að um hann fari. Hann segist ekki vita hver Gunni E sé og ítrekar að hann hafi ekki þungar áhyggjur af þessu. Og hann hefur ekki gripið til neinna ráðstafana, svo sem þeirra að hafa samband við lögreglu vegna málsins.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Þeir Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. júlí á grundvelli almannahagsmuna. 23. júní 2017 14:30 Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Þeir Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. júlí á grundvelli almannahagsmuna. 23. júní 2017 14:30
Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39