Emil Páls: Röð mistaka sem á ekki að gerast í svona leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júlí 2017 22:53 Emil Pálsson í leik FH gegn Breiðabliki. Emil Pálsson skoraði mark FH í 1-1 jafnteflinu gegn Víkingi í Götu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem fram fór á Kaplakrika í kvöld. Hann gat ekki sagt annað en FH-ingar væru hund-svekktir með jafnteflið. „Þeir lágu mjög aftarlega og voru mjög þéttir, en við vorum að skapa okkur færi. Virkilega klaufalegt að hafa fengið á okkur þetta víti, en þetta er bara hálfnað og við tökum bara leikinn úti.“ sagði Emil. Emil skoraði á 49. mínútu leiksins en Víkingar jöfnuðu á 73. mínútu eftir að Pétur Viðarsson braut á sér inni í eigin vítateig og dómarinn gat ekki annað en dæmt vítaspyrnu. „Það er erfitt að spila á móti liði þar sem fremsti maður er á miðjum þeirra vallarhelmingi, þeir pakka vel inn. Við þurftum að reyna að færa boltann hratt á milli kanta sem mér fannst við gera ágætlega. Við vorum að komast í ágætis stöður úti á köntunum til að fá fyrirgjafir og hefðum átt að skora fleiri heldur en eitt mark.“ FH-ingar þurftu að hafa fyrir hlutunum í kvöld og gerðu sér erfitt fyrir með því að fá þetta mark á sig þar sem þeir þurfa að skora í Færeyjum ætli þeir sér áfram í keppninni. „Þetta verður alveg eins úti, held ég. Þeir eru að fara að liggja aftarlega og treysta á skyndisóknir. Við þekkjum aðeins meira inn á þá núna og ég held við eigum klárlega eftir að taka þá úti, það verður skemmtilegur leikur.“ „Við vorum búnir að skoða þá og þeir eru bara svona lið sem að liggur hrikalega aftarlega og þrífast á mistökum hinna liðanna. Við gerðum mistök í eina mínútu og fáum mark á okkur í bakið.“ Vörn heimamanna stóð þokkalega vel í kvöld, reyndi ekki mikið á hana en þeir héldu oftast nema í þetta eina skipti. Hvað var það sem olli markinu? „Röð mistaka sem á ekki að gerast í svona leik, en því miður gerðist þetta og við verðum bara að halda áfram,“ svarar Emil. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þriðji heimaleikur FH á móti Víkingsliði á 23 dögum FH-ingar taka á móti Víkingi frá Götu í Færeyjum í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 12. júlí 2017 16:30 Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur í Götu 1-1 | FH-ingar urðu að sætta sig við jafntefli Víkingur Götu fer með útivallarmark í seinni leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 12. júlí 2017 22:45 „FH er með þennan stóra Andy Carroll í framlínunni“ | Myndband Fyrirliði Víkings í Götu líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við framherja West Ham. 12. júlí 2017 16:00 Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Sjá meira
Emil Pálsson skoraði mark FH í 1-1 jafnteflinu gegn Víkingi í Götu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem fram fór á Kaplakrika í kvöld. Hann gat ekki sagt annað en FH-ingar væru hund-svekktir með jafnteflið. „Þeir lágu mjög aftarlega og voru mjög þéttir, en við vorum að skapa okkur færi. Virkilega klaufalegt að hafa fengið á okkur þetta víti, en þetta er bara hálfnað og við tökum bara leikinn úti.“ sagði Emil. Emil skoraði á 49. mínútu leiksins en Víkingar jöfnuðu á 73. mínútu eftir að Pétur Viðarsson braut á sér inni í eigin vítateig og dómarinn gat ekki annað en dæmt vítaspyrnu. „Það er erfitt að spila á móti liði þar sem fremsti maður er á miðjum þeirra vallarhelmingi, þeir pakka vel inn. Við þurftum að reyna að færa boltann hratt á milli kanta sem mér fannst við gera ágætlega. Við vorum að komast í ágætis stöður úti á köntunum til að fá fyrirgjafir og hefðum átt að skora fleiri heldur en eitt mark.“ FH-ingar þurftu að hafa fyrir hlutunum í kvöld og gerðu sér erfitt fyrir með því að fá þetta mark á sig þar sem þeir þurfa að skora í Færeyjum ætli þeir sér áfram í keppninni. „Þetta verður alveg eins úti, held ég. Þeir eru að fara að liggja aftarlega og treysta á skyndisóknir. Við þekkjum aðeins meira inn á þá núna og ég held við eigum klárlega eftir að taka þá úti, það verður skemmtilegur leikur.“ „Við vorum búnir að skoða þá og þeir eru bara svona lið sem að liggur hrikalega aftarlega og þrífast á mistökum hinna liðanna. Við gerðum mistök í eina mínútu og fáum mark á okkur í bakið.“ Vörn heimamanna stóð þokkalega vel í kvöld, reyndi ekki mikið á hana en þeir héldu oftast nema í þetta eina skipti. Hvað var það sem olli markinu? „Röð mistaka sem á ekki að gerast í svona leik, en því miður gerðist þetta og við verðum bara að halda áfram,“ svarar Emil.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þriðji heimaleikur FH á móti Víkingsliði á 23 dögum FH-ingar taka á móti Víkingi frá Götu í Færeyjum í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 12. júlí 2017 16:30 Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur í Götu 1-1 | FH-ingar urðu að sætta sig við jafntefli Víkingur Götu fer með útivallarmark í seinni leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 12. júlí 2017 22:45 „FH er með þennan stóra Andy Carroll í framlínunni“ | Myndband Fyrirliði Víkings í Götu líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við framherja West Ham. 12. júlí 2017 16:00 Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Sjá meira
Þriðji heimaleikur FH á móti Víkingsliði á 23 dögum FH-ingar taka á móti Víkingi frá Götu í Færeyjum í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 12. júlí 2017 16:30
Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur í Götu 1-1 | FH-ingar urðu að sætta sig við jafntefli Víkingur Götu fer með útivallarmark í seinni leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 12. júlí 2017 22:45
„FH er með þennan stóra Andy Carroll í framlínunni“ | Myndband Fyrirliði Víkings í Götu líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við framherja West Ham. 12. júlí 2017 16:00