Rannsókn lögreglu á manndrápsmáli í Mosfellsdal lýkur fljótlega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2017 20:58 Frá vettvangi í Mosfellsdal miðvikudagskvöldið 7. júní. Vísir Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Mosfellsdal miðar vel og í raun er mjög lítið eftir í rannsókninni að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, lögreglufulltrúa. Von er á síðustu gögnunum í málinu á allra næstu dögum og er því gert ráð fyrir að skila málinu til héraðssaksóknara fljótlega sem ákveður hvort gefin verði út ákæra í málinu. Einn maður, Sveinn Gestur Tryggvason, situr í gæsluvarðhaldi grunaður um manndrápið en Arnar Jónsson Aspar lést eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri líkamsárás við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. Auk Sveins voru fimm einstaklingar handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að málinu en fjórum þeirra var sleppt úr haldi þann 15. júní. Þeim fimmta, Jóni Trausta Lútherssyni, var svo sleppt úr haldi þann 27. júní eftir að Hæstiréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur úr gildi. Þremur dögum síðar var hann svo farinn úr landi en allir þeir sem handteknir voru í upphafi hafa enn stöðu sakbornings að sögn Ævars Pálma. Gæsluvarðhaldið yfir Sveini rennur út á föstudaginn í næstu viku. Ævar Pálmi segir að ekki liggi fyrir hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en hann telji þó líklegt að slík krafa verði lögð fram. Aðspurður segir Ævar Pálmi að Sveinn Gestur hafi ekki verið yfirheyrður frá því að hann var úrskurðaður síðast í gæsluvarðhald. Þá hafa engar aðrar yfirheyrslur farið fram í tengslum við málið. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39 Manndráp í Mosfellsdal: Telja atburðarásina liggja nokkuð ljósa fyrir Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur þeirra grunuðu í dag. 23. júní 2017 11:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Mosfellsdal miðar vel og í raun er mjög lítið eftir í rannsókninni að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, lögreglufulltrúa. Von er á síðustu gögnunum í málinu á allra næstu dögum og er því gert ráð fyrir að skila málinu til héraðssaksóknara fljótlega sem ákveður hvort gefin verði út ákæra í málinu. Einn maður, Sveinn Gestur Tryggvason, situr í gæsluvarðhaldi grunaður um manndrápið en Arnar Jónsson Aspar lést eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri líkamsárás við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. Auk Sveins voru fimm einstaklingar handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að málinu en fjórum þeirra var sleppt úr haldi þann 15. júní. Þeim fimmta, Jóni Trausta Lútherssyni, var svo sleppt úr haldi þann 27. júní eftir að Hæstiréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur úr gildi. Þremur dögum síðar var hann svo farinn úr landi en allir þeir sem handteknir voru í upphafi hafa enn stöðu sakbornings að sögn Ævars Pálma. Gæsluvarðhaldið yfir Sveini rennur út á föstudaginn í næstu viku. Ævar Pálmi segir að ekki liggi fyrir hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en hann telji þó líklegt að slík krafa verði lögð fram. Aðspurður segir Ævar Pálmi að Sveinn Gestur hafi ekki verið yfirheyrður frá því að hann var úrskurðaður síðast í gæsluvarðhald. Þá hafa engar aðrar yfirheyrslur farið fram í tengslum við málið.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39 Manndráp í Mosfellsdal: Telja atburðarásina liggja nokkuð ljósa fyrir Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur þeirra grunuðu í dag. 23. júní 2017 11:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28
Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39
Manndráp í Mosfellsdal: Telja atburðarásina liggja nokkuð ljósa fyrir Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur þeirra grunuðu í dag. 23. júní 2017 11:08