Ætlar ekki að segja af sér fyrr en Trump segir til Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2017 22:32 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/GETTY Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja af sér. Nema Donald Trump, forseti, segi honum að gera það. Sessions segir þá deila sömu gildum og hann muni berjast fyrir stefnu forsetans eins lengi og „það sé við hæfi. Undanfarna viku hefur Trump ítrekað gagnrýnt Sessions opinberlega. Meðal annars hefur forsetinn kallað ráðherra sinn „veikburða“ og „óskilvirkan“.„Ef hann vill gera breytingu, þá er það réttur hans,“ sagði Sessions við AP fréttaveituna. „Ég þjóna forsetanum og ég hef skilið það frá því að ég tók við starfinu.“Sessions var fyrsti öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins til að lýsa yfir stuðningi við forsetaframboð Trump og hefur ávallt verið dyggur stuðningsmaður forsetans. Trump varð hins vegar reiður við Sessions eftir að hann sagði sig frá öllu sem kemur að rannsókninni á afskiptum stjórnvalda í Rússlandi af forsetakosningunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump við Rússa. Það gerði Sessions eftir að hann sagði þingmönnum ósatt um fundi sína með Sergey Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Ekki hans besta vika Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa komið Sessions til varnar og formaður dómsmálefndar þingsins hefur sagt að ekki sé inn í myndinni að staðfesta annan í embættið á þessu ári. Fregnir hafa borist af því að Trump sé því að íhuga aðra leið. Sjá einnig: Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherraRáðherrann sagðist hæstánægður með þann stuðning sem hann hefur fengið. „Ég held að við séum með gott Dómsmálaráðuneyti. Ég hef trú á því og veit hvað þarf í ráðuneytinu og hvað Donald Trump vill. Ég deili stefnu hans.“ Þó sagði Sessions ljóst að síðasta vika hefði ekki verið sú besta fyrir hann og samband hans og forsetans. Hann sagði þá ekki hafa rætt saman um skeið en hann hlakkaði til þess að ræða þessi mál við Trump. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja af sér. Nema Donald Trump, forseti, segi honum að gera það. Sessions segir þá deila sömu gildum og hann muni berjast fyrir stefnu forsetans eins lengi og „það sé við hæfi. Undanfarna viku hefur Trump ítrekað gagnrýnt Sessions opinberlega. Meðal annars hefur forsetinn kallað ráðherra sinn „veikburða“ og „óskilvirkan“.„Ef hann vill gera breytingu, þá er það réttur hans,“ sagði Sessions við AP fréttaveituna. „Ég þjóna forsetanum og ég hef skilið það frá því að ég tók við starfinu.“Sessions var fyrsti öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins til að lýsa yfir stuðningi við forsetaframboð Trump og hefur ávallt verið dyggur stuðningsmaður forsetans. Trump varð hins vegar reiður við Sessions eftir að hann sagði sig frá öllu sem kemur að rannsókninni á afskiptum stjórnvalda í Rússlandi af forsetakosningunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump við Rússa. Það gerði Sessions eftir að hann sagði þingmönnum ósatt um fundi sína með Sergey Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Ekki hans besta vika Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa komið Sessions til varnar og formaður dómsmálefndar þingsins hefur sagt að ekki sé inn í myndinni að staðfesta annan í embættið á þessu ári. Fregnir hafa borist af því að Trump sé því að íhuga aðra leið. Sjá einnig: Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherraRáðherrann sagðist hæstánægður með þann stuðning sem hann hefur fengið. „Ég held að við séum með gott Dómsmálaráðuneyti. Ég hef trú á því og veit hvað þarf í ráðuneytinu og hvað Donald Trump vill. Ég deili stefnu hans.“ Þó sagði Sessions ljóst að síðasta vika hefði ekki verið sú besta fyrir hann og samband hans og forsetans. Hann sagði þá ekki hafa rætt saman um skeið en hann hlakkaði til þess að ræða þessi mál við Trump.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent