Aðgreining og mismunun, fyrir hverja og af hverju? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2017 09:04 Fyrir nokkrum dögum kom frétt á Vísi um að litlu hefði mátt muna, að ung stúlka í hjólastól hefði nærri orðið strandaglópur á Keflavíkurflugvelli. Af góðsemi sinni bjargaði bílstjóri Kynnisferða henni frá því að þurfa að vera nóttina á flugvellinum. Talað var við Kristján Daníelsson framkvæmdastjóra Kynnisferða og Reykjavík Excursions, sem setti ábyrgðina á fatlað fólk, að það eigi að láta vita af sér ef því detti í hug að ferðast til landsins. Í sömu frétt er talað við Guðríði Björg Guðfinnsdóttur hjá Gray line rúturfyrirtækinu sem sagði að hægt væri að aðstoða fatlaða einstaklinga svo lengi sem hægt væri að leggja hjólastól þeirra saman og einstaklingurinn staðið í fæturna, annars er ekki tekið við fötluðu fólki nema í sér bíl! Hvað á að kalla þetta, þröngsýnis, forræðishyggju og skort á samkennd? Ætli það ágæta fólk sem stýrir almenningssamgöngum, strætó, rútum o.fl. vildi sjálft þurfa að standa í allskonar sértækum aðgerðum til að komast leiðar sinnar. Það er tími til komin að þið sem rekið almenningssamgöngur á Íslandi opnið augun fyrir því, að fatlað fólk hefur rétt til að fara um í samfélaginu á sama hátt og annað fólk. Ykkar er að koma með lausnina en ekki okkar að endalaust hringja og láta vita af því að við séum á ferðinni og panta sértæka bíla, svo hægt sé að aðgreina okkur enn frekar frá samfélaginu. Það væri gott að þið sem sjáið um samgöngur hér á landi hættið að ýta ábyrgðinni á fatlað fólk sem einfaldlega gerir ráð fyrir að geta ferðast til og frá flugvelli á Íslandi, svona eins og sennilega víðast hvar í siðmenntuðum löndum, án þess að þurfa að tilkynna sig sérstaklega og fá þar af leiðandi sér ferð í sér bíl. Sérdeilis mikið rugl hvað íslendingar eiga erfitt með að mismuna ekki og aðgreina ekki.Höfundur er varaformaður Sjálfsbjargar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum kom frétt á Vísi um að litlu hefði mátt muna, að ung stúlka í hjólastól hefði nærri orðið strandaglópur á Keflavíkurflugvelli. Af góðsemi sinni bjargaði bílstjóri Kynnisferða henni frá því að þurfa að vera nóttina á flugvellinum. Talað var við Kristján Daníelsson framkvæmdastjóra Kynnisferða og Reykjavík Excursions, sem setti ábyrgðina á fatlað fólk, að það eigi að láta vita af sér ef því detti í hug að ferðast til landsins. Í sömu frétt er talað við Guðríði Björg Guðfinnsdóttur hjá Gray line rúturfyrirtækinu sem sagði að hægt væri að aðstoða fatlaða einstaklinga svo lengi sem hægt væri að leggja hjólastól þeirra saman og einstaklingurinn staðið í fæturna, annars er ekki tekið við fötluðu fólki nema í sér bíl! Hvað á að kalla þetta, þröngsýnis, forræðishyggju og skort á samkennd? Ætli það ágæta fólk sem stýrir almenningssamgöngum, strætó, rútum o.fl. vildi sjálft þurfa að standa í allskonar sértækum aðgerðum til að komast leiðar sinnar. Það er tími til komin að þið sem rekið almenningssamgöngur á Íslandi opnið augun fyrir því, að fatlað fólk hefur rétt til að fara um í samfélaginu á sama hátt og annað fólk. Ykkar er að koma með lausnina en ekki okkar að endalaust hringja og láta vita af því að við séum á ferðinni og panta sértæka bíla, svo hægt sé að aðgreina okkur enn frekar frá samfélaginu. Það væri gott að þið sem sjáið um samgöngur hér á landi hættið að ýta ábyrgðinni á fatlað fólk sem einfaldlega gerir ráð fyrir að geta ferðast til og frá flugvelli á Íslandi, svona eins og sennilega víðast hvar í siðmenntuðum löndum, án þess að þurfa að tilkynna sig sérstaklega og fá þar af leiðandi sér ferð í sér bíl. Sérdeilis mikið rugl hvað íslendingar eiga erfitt með að mismuna ekki og aðgreina ekki.Höfundur er varaformaður Sjálfsbjargar.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar