Reykholtshátíð Óttar Guðmundsson skrifar 22. júlí 2017 07:00 Um nýliðna helgi var haldin hátíð í Reykholti til að minnast þess að 70 ár eru liðin síðan Norðmenn gáfu staðnum styttu af Snorra. Mikið var um dýrðir. Snorri Sturluson, frændi minn, er merkasti Íslendingur allra tíma. Hann bjargaði norrænni goðafræði frá glötun og skrifaði ævisögu forföður okkar beggja, Egils Skallagrímssonar. Heimskringla skáldsins gerði Noregskonunga og hetjudáðir þeirra ódauðlegar. Það er kaldhæðni sögunnar að einmitt norskur kóngur lét drepa Snorra með aðstoð fyrrum tengdasonar hans, Gissurar Þorvaldssonar, og tveggja smáglæpona, Símonar knúts og Árna beisks. Þetta morð er mesti menningarglæpur á Norðurlöndum. Enginn veit hvaða meistaraverk Snorri hafði í kollinum þegar lið undirmálsmanna sótti að honum. Norðmenn hafa með tímanum eignað sér Snorra. Meira að segja höggmyndin í Reykholti er af norska listamanninum Kristjáni Krogh (f. 1852) en ekki af skáldinu. Sjálfsmynd Kroghs var fyrirmynd Wigelands sem gerði styttuna. Norðmenn gáfu því myndastyttu af ferköntuðum, nítjándualdar Norðmanni, íklæddum kufli og skrítnum hattkúfi með gamla símaskrá undir hendinni. Enginn ættarsvipur er með styttunni og ættmennum Snorra Sturlusonar að mati færustu sérfræðinga. Þótt liðnar séu tæpar átta aldir frá glæpnum hafa Norðmenn ekki sýnt neitt samviskubit. Fulltrúar norsku krúnunnar koma saman á morðstaðnum til að upphefja sjálfa sig. Við afkomendur Snorra teljum að nú sé nóg komið. Krafan er að styttunni af Kristjáni Krogh verði skilað til föðurhúsanna og stjórnmálasambandi við Noreg verði slitið þangað til Norðmenn og norska konungsfjölskyldan sýna tilhlýðilega iðrun og biðjast opinberlega fyrirgefningar á morðinu á Snorra Sturlusyni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um nýliðna helgi var haldin hátíð í Reykholti til að minnast þess að 70 ár eru liðin síðan Norðmenn gáfu staðnum styttu af Snorra. Mikið var um dýrðir. Snorri Sturluson, frændi minn, er merkasti Íslendingur allra tíma. Hann bjargaði norrænni goðafræði frá glötun og skrifaði ævisögu forföður okkar beggja, Egils Skallagrímssonar. Heimskringla skáldsins gerði Noregskonunga og hetjudáðir þeirra ódauðlegar. Það er kaldhæðni sögunnar að einmitt norskur kóngur lét drepa Snorra með aðstoð fyrrum tengdasonar hans, Gissurar Þorvaldssonar, og tveggja smáglæpona, Símonar knúts og Árna beisks. Þetta morð er mesti menningarglæpur á Norðurlöndum. Enginn veit hvaða meistaraverk Snorri hafði í kollinum þegar lið undirmálsmanna sótti að honum. Norðmenn hafa með tímanum eignað sér Snorra. Meira að segja höggmyndin í Reykholti er af norska listamanninum Kristjáni Krogh (f. 1852) en ekki af skáldinu. Sjálfsmynd Kroghs var fyrirmynd Wigelands sem gerði styttuna. Norðmenn gáfu því myndastyttu af ferköntuðum, nítjándualdar Norðmanni, íklæddum kufli og skrítnum hattkúfi með gamla símaskrá undir hendinni. Enginn ættarsvipur er með styttunni og ættmennum Snorra Sturlusonar að mati færustu sérfræðinga. Þótt liðnar séu tæpar átta aldir frá glæpnum hafa Norðmenn ekki sýnt neitt samviskubit. Fulltrúar norsku krúnunnar koma saman á morðstaðnum til að upphefja sjálfa sig. Við afkomendur Snorra teljum að nú sé nóg komið. Krafan er að styttunni af Kristjáni Krogh verði skilað til föðurhúsanna og stjórnmálasambandi við Noreg verði slitið þangað til Norðmenn og norska konungsfjölskyldan sýna tilhlýðilega iðrun og biðjast opinberlega fyrirgefningar á morðinu á Snorra Sturlusyni.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun