Ábyrgð ríkisins á íþróttahreyfingunni Bjarni Már Magnússon og Margrét Lilja Guðmundsdóttir skrifar 31. júlí 2017 07:00 Áminningarbréf Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til íslenska ríkisins vegna meintra brota Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) á reglum EES-samningsins, um frjálsa för launþega innan EES-svæðisins, hefur verið í brennidepli að undanförnu. Í bréfinu kemur fram að ESA telur að hin svokallaða 4+1 regla, sem leyfir aðeins einn erlendan leikmann í hvoru liði inni á vellinum í einu, feli í sér brot á réttindum EES-ríkisborgara enda gera reglur KKÍ engar undantekningar vegna þeirra. Ríkið og ÍSÍ Þó svo að hér sé um að ræða stórtíðindi fyrir íslenskan körfubolta er, að mati undirritaðra, umfjöllun áminningarbréfsins um tengsl ríkisvaldsins og íþróttahreyfingarinnar mun merkilegri. Í stuttu máli segir í bréfinu að í íþróttalögum hafi ríkið framselt lagasetningarvald til Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) til að setja reglur um íþróttir hérlendis og að ÍSÍ sé að miklu leyti fjármagnað af íslenska ríkinu. Vegna náinna tengsla ríkisins við íþróttahreyfinguna sé því skylt að sjá til þess að reglum EES-samningsins og afleidds réttar sé framfylgt innan ÍSÍ. Undir ÍSÍ heyra héraðssambönd, íþróttabandalög og sérsambönd eins og KKÍ og KSÍ, m.ö.o. stór hluti íþróttalífs í landinu heyrir undir ÍSÍ. Jafnrétti kynjanna Í framhaldinu verður að spyrja hvort að ríkið geti verið ábyrgt vegna annarra hugsanlegra lögbrota innan íþróttahreyfingarinnar, s.s. vegna jafnréttismála, á sömu forsendum. Auk þess verður að spyrja hvort að ríkið verði ekki að herða eftirlit og eftirfylgni með að íþróttahreyfingin fari að lögum ef það ber að einhverju leyti ábyrgð á því sem fram fer innan hennar. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðisvið HR. Ljóst er að stjórnvöld, sem og íþróttahreyfingin, verða að taka áminningarbréf ESA til gaumgæfilegrar skoðunar. Slíkt bréf markar upphaf málsmeðferðar sem getur endað með dómsmáli ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Telja verður líklegt að svör íslenska ríkisins til ESA muni að miklu leyti snúast um tengsl ríkisvaldsins við íþróttahreyfinguna og hvort að ríkið geti borið ábyrgð á lögbrotum innan ÍSÍ. Þetta er mikilvægt málefni fyrir íþróttalífið í landinu sem verðskuldar athygli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Áminningarbréf Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til íslenska ríkisins vegna meintra brota Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) á reglum EES-samningsins, um frjálsa för launþega innan EES-svæðisins, hefur verið í brennidepli að undanförnu. Í bréfinu kemur fram að ESA telur að hin svokallaða 4+1 regla, sem leyfir aðeins einn erlendan leikmann í hvoru liði inni á vellinum í einu, feli í sér brot á réttindum EES-ríkisborgara enda gera reglur KKÍ engar undantekningar vegna þeirra. Ríkið og ÍSÍ Þó svo að hér sé um að ræða stórtíðindi fyrir íslenskan körfubolta er, að mati undirritaðra, umfjöllun áminningarbréfsins um tengsl ríkisvaldsins og íþróttahreyfingarinnar mun merkilegri. Í stuttu máli segir í bréfinu að í íþróttalögum hafi ríkið framselt lagasetningarvald til Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) til að setja reglur um íþróttir hérlendis og að ÍSÍ sé að miklu leyti fjármagnað af íslenska ríkinu. Vegna náinna tengsla ríkisins við íþróttahreyfinguna sé því skylt að sjá til þess að reglum EES-samningsins og afleidds réttar sé framfylgt innan ÍSÍ. Undir ÍSÍ heyra héraðssambönd, íþróttabandalög og sérsambönd eins og KKÍ og KSÍ, m.ö.o. stór hluti íþróttalífs í landinu heyrir undir ÍSÍ. Jafnrétti kynjanna Í framhaldinu verður að spyrja hvort að ríkið geti verið ábyrgt vegna annarra hugsanlegra lögbrota innan íþróttahreyfingarinnar, s.s. vegna jafnréttismála, á sömu forsendum. Auk þess verður að spyrja hvort að ríkið verði ekki að herða eftirlit og eftirfylgni með að íþróttahreyfingin fari að lögum ef það ber að einhverju leyti ábyrgð á því sem fram fer innan hennar. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðisvið HR. Ljóst er að stjórnvöld, sem og íþróttahreyfingin, verða að taka áminningarbréf ESA til gaumgæfilegrar skoðunar. Slíkt bréf markar upphaf málsmeðferðar sem getur endað með dómsmáli ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Telja verður líklegt að svör íslenska ríkisins til ESA muni að miklu leyti snúast um tengsl ríkisvaldsins við íþróttahreyfinguna og hvort að ríkið geti borið ábyrgð á lögbrotum innan ÍSÍ. Þetta er mikilvægt málefni fyrir íþróttalífið í landinu sem verðskuldar athygli.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun