Reyna að koma í veg fyrir að Trump reki sérstakan rannsakanda Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2017 07:31 Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins 17. maí. Trump var ekki skemmt. Vísir/EPA Nokkrir öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum á Bandaríkjaþingi hafa lagt fram frumvörp sem er ætlað að koma í veg fyrir að Donald Trump forseti geti rekið Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, án fullnægjandi ástæðu. Mueller rannsakar nú meint samráð bandamanna Trump við fulltrúa rússneskra stjórnvalda í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Trump hefur ekki viljað útiloka algerlega að hann muni reka Mueller, til dæmis ef hann byrjar að rannsaka fjármál hans eða fjölskyldu hans. Trump hefur lýst rannsókninni sem „nornaveiðum“ og er sagður kenna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum, um að Mueller hafi verið skipaður. Sessions steig til hliðar í rannsókn ráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði bandamanna Trump við þá. „Þeir eru að reyna að svíkja ykkur um forystuna sem þið viljið með gervifrétt,“ sagði Trump um rannsóknina við þúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í Vestur-Virginíu í gærkvöldi.Þyrfti að fá samþykki þriggja alríkisdómaraForsetinn getur ekki rekið Mueller sjálfur en miklar vangaveltur hafa verið um að hann muni reka Sessions og skipa eftirmann sem væri tilbúinn að láta Mueller fara. Samvæmt frumvörpum sem fjórir öldungadeildarþingmenn, tveir repúblikanar og tveir demókratar, hafa lagt fram gæti Trump ekki rekið Mueller nema með samþykki alríkisdómara, að því er segir í frétt Washington Post. „Þetta er fyrsta skrefið í að setja hraðahindrun í veg ófyrirséðs brottreksturs hans,“ segir Thom Tillis, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Norður-Karólínu sem stendur að öðru frumvarpinu.Trump hefur hamast í Sessions (t.h.) síðustu vikur og hefur það gefið sögum um að hann hyggist reka dómsmálaráðherrann byr undir báða vængi.Vísir/AFPStefnur gefnar út fyrir kviðdómAukinn þungi hefur færst í rannsókn Mueller. Í gær var greint frá því að hann hefði gefið út stefnur fyrir kviðdóm sem er ætlað að leggja mat á sönnunargögn sem varða fund Donalds Trump yngri, sonar forsetans, Jareds Kushner, tengdasonar forsetans, og Pauls Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með rússneskum lögmanni í fyrra. Þá hefur verið sagt frá því að rannsakendur Mueller séu komnir á peningaslóðina og kanni mögulega fjármálaglæpi bandamanna Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Nokkrir öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum á Bandaríkjaþingi hafa lagt fram frumvörp sem er ætlað að koma í veg fyrir að Donald Trump forseti geti rekið Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, án fullnægjandi ástæðu. Mueller rannsakar nú meint samráð bandamanna Trump við fulltrúa rússneskra stjórnvalda í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Trump hefur ekki viljað útiloka algerlega að hann muni reka Mueller, til dæmis ef hann byrjar að rannsaka fjármál hans eða fjölskyldu hans. Trump hefur lýst rannsókninni sem „nornaveiðum“ og er sagður kenna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum, um að Mueller hafi verið skipaður. Sessions steig til hliðar í rannsókn ráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði bandamanna Trump við þá. „Þeir eru að reyna að svíkja ykkur um forystuna sem þið viljið með gervifrétt,“ sagði Trump um rannsóknina við þúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í Vestur-Virginíu í gærkvöldi.Þyrfti að fá samþykki þriggja alríkisdómaraForsetinn getur ekki rekið Mueller sjálfur en miklar vangaveltur hafa verið um að hann muni reka Sessions og skipa eftirmann sem væri tilbúinn að láta Mueller fara. Samvæmt frumvörpum sem fjórir öldungadeildarþingmenn, tveir repúblikanar og tveir demókratar, hafa lagt fram gæti Trump ekki rekið Mueller nema með samþykki alríkisdómara, að því er segir í frétt Washington Post. „Þetta er fyrsta skrefið í að setja hraðahindrun í veg ófyrirséðs brottreksturs hans,“ segir Thom Tillis, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Norður-Karólínu sem stendur að öðru frumvarpinu.Trump hefur hamast í Sessions (t.h.) síðustu vikur og hefur það gefið sögum um að hann hyggist reka dómsmálaráðherrann byr undir báða vængi.Vísir/AFPStefnur gefnar út fyrir kviðdómAukinn þungi hefur færst í rannsókn Mueller. Í gær var greint frá því að hann hefði gefið út stefnur fyrir kviðdóm sem er ætlað að leggja mat á sönnunargögn sem varða fund Donalds Trump yngri, sonar forsetans, Jareds Kushner, tengdasonar forsetans, og Pauls Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með rússneskum lögmanni í fyrra. Þá hefur verið sagt frá því að rannsakendur Mueller séu komnir á peningaslóðina og kanni mögulega fjármálaglæpi bandamanna Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50
Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12
Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38
Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18