Æsingsóráðsheilkenni talið ein ástæða andlátsins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. ágúst 2017 18:36 Æsingsóráðsheilkenni er talið vera það sem dró Arnar Jónsson Aspar til dauða þegar hópur manna veittist að honum við heimili hans í Mosfellsdal í júní, samkvæmt krufningsskýrslu réttarmeinafræðings. Rannsókn lögreglu vegna málsins er lokið og mun héraðssaksóknari í framhaldinu ákveða hvort grunaður aðili í málinu verði sóttur til saka. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að orsakir andlátsins séu tvær. Önnur þeirra hefur verið birt opinberlega á vef Hæstaréttar en þar segir að andlátið sé rakið til nokkurra samverkandi þátta og að þvinguð frambeygð staða og hálstak sem kærði hafi haldið brotaþola í sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem hafi leitt til köfnunar. Hæstiréttur birti ekki hina ástæðuna, en í krufningsskýrslu réttarmeinafræðings, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að Arnar hafi greinst með svokallað æsingsóráðsheilkenni. Heilkennið kemur almennt fram við handtökur en það var talsvert til umfjöllunar árið 2007 þegar Jón Helgason lést í kjölfar handtöku árinu áður. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að dánarorsökin hafi verið æsingsóráðsheilkenni og var málið látið niður falla. Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir á fíknideild Landspítalans, segir að um sé að ræða afar sjaldgæft heilkenni. Rétt er að taka fram að Sigurður er ekki sá sem skilaði krufningsskýrslu heldur erlendur réttarmeinafræðingur. „Þetta er talið í dag vera eins konar sjúkdómsástand sem kemur fram undir þeim kringumstæðum að viðkomandi aðili er að veita viðnám eða mótspyrnu, streitast á móti, er í mjög æstu hugarástandi og berst um á hæl og hnakka. Þegar reynt er að leggja hömlur á viðkomandi með böndum eða handjárnum þá magnast ástandið og viðkomandi er gjarnan með hita og óráð og í ruglástandi. Síðan getur þetta magnast upp og þá veldur þetta á endanum öndunarstoppi, hjartastoppi og getur dregið fólk til dauða, en það gerir það ekki alltaf,“ segir Sigurður. Aðspurður segir hann heilkennið það sjaldgæft að fáar rannsóknir séu til staðar. Því sé ekki vitað hvort það geti greinst hjá hverjum sem er, eða hvort undirliggjandi sjúkdómar eða annað valdi því. „Þetta eru svo sjaldgæf tilvik og það er erfitt að átta sig á því hverjar orsakirnar eru og hætturnar. En það sem við sjáum fyrst og fremst í dag er að þetta tengist mikilli neyslu og langvarandi neyslu á örvandi efnum.“ Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu sagðist ekki geta tjáð sig efnislega um málið. Hann staðfesti þó að margir samverkandi þættir hafi valdið dauðanum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni og sent málið til héraðssaksóknara, sem tekur svo ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu. Ekki fengust upplýsingar um hvort greiningin á heilkenninu gæti leitt til þess að farið verði fram á vægari refsingu í málinu – verði ákæra gefin út. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Þeir Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. júlí á grundvelli almannahagsmuna. 23. júní 2017 14:30 Rannsókn lögreglu á manndrápsmáli í Mosfellsdal lýkur fljótlega Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Mosfellsdal miðar vel og í raun er mjög lítið eftir í rannsókninni að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, lögreglufulltrúa. 12. júlí 2017 20:58 Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Æsingsóráðsheilkenni er talið vera það sem dró Arnar Jónsson Aspar til dauða þegar hópur manna veittist að honum við heimili hans í Mosfellsdal í júní, samkvæmt krufningsskýrslu réttarmeinafræðings. Rannsókn lögreglu vegna málsins er lokið og mun héraðssaksóknari í framhaldinu ákveða hvort grunaður aðili í málinu verði sóttur til saka. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að orsakir andlátsins séu tvær. Önnur þeirra hefur verið birt opinberlega á vef Hæstaréttar en þar segir að andlátið sé rakið til nokkurra samverkandi þátta og að þvinguð frambeygð staða og hálstak sem kærði hafi haldið brotaþola í sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem hafi leitt til köfnunar. Hæstiréttur birti ekki hina ástæðuna, en í krufningsskýrslu réttarmeinafræðings, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að Arnar hafi greinst með svokallað æsingsóráðsheilkenni. Heilkennið kemur almennt fram við handtökur en það var talsvert til umfjöllunar árið 2007 þegar Jón Helgason lést í kjölfar handtöku árinu áður. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að dánarorsökin hafi verið æsingsóráðsheilkenni og var málið látið niður falla. Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir á fíknideild Landspítalans, segir að um sé að ræða afar sjaldgæft heilkenni. Rétt er að taka fram að Sigurður er ekki sá sem skilaði krufningsskýrslu heldur erlendur réttarmeinafræðingur. „Þetta er talið í dag vera eins konar sjúkdómsástand sem kemur fram undir þeim kringumstæðum að viðkomandi aðili er að veita viðnám eða mótspyrnu, streitast á móti, er í mjög æstu hugarástandi og berst um á hæl og hnakka. Þegar reynt er að leggja hömlur á viðkomandi með böndum eða handjárnum þá magnast ástandið og viðkomandi er gjarnan með hita og óráð og í ruglástandi. Síðan getur þetta magnast upp og þá veldur þetta á endanum öndunarstoppi, hjartastoppi og getur dregið fólk til dauða, en það gerir það ekki alltaf,“ segir Sigurður. Aðspurður segir hann heilkennið það sjaldgæft að fáar rannsóknir séu til staðar. Því sé ekki vitað hvort það geti greinst hjá hverjum sem er, eða hvort undirliggjandi sjúkdómar eða annað valdi því. „Þetta eru svo sjaldgæf tilvik og það er erfitt að átta sig á því hverjar orsakirnar eru og hætturnar. En það sem við sjáum fyrst og fremst í dag er að þetta tengist mikilli neyslu og langvarandi neyslu á örvandi efnum.“ Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu sagðist ekki geta tjáð sig efnislega um málið. Hann staðfesti þó að margir samverkandi þættir hafi valdið dauðanum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni og sent málið til héraðssaksóknara, sem tekur svo ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu. Ekki fengust upplýsingar um hvort greiningin á heilkenninu gæti leitt til þess að farið verði fram á vægari refsingu í málinu – verði ákæra gefin út.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Þeir Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. júlí á grundvelli almannahagsmuna. 23. júní 2017 14:30 Rannsókn lögreglu á manndrápsmáli í Mosfellsdal lýkur fljótlega Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Mosfellsdal miðar vel og í raun er mjög lítið eftir í rannsókninni að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, lögreglufulltrúa. 12. júlí 2017 20:58 Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28
Úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Þeir Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. júlí á grundvelli almannahagsmuna. 23. júní 2017 14:30
Rannsókn lögreglu á manndrápsmáli í Mosfellsdal lýkur fljótlega Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Mosfellsdal miðar vel og í raun er mjög lítið eftir í rannsókninni að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, lögreglufulltrúa. 12. júlí 2017 20:58
Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39