Skátarnir kannast ekki við að hafa hrósað Trump Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2017 10:52 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nýverið frá því að yfirmaður skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum hafi hringt í sig vegna umdeildrar ræðu sem hann hélt fyrir framan um 30 þúsund skáta. Trump sagði hann hafa hringt í sig og sagt að ræðan hefði verið „sú besta sem haldin hefði verið fyrir þá“. Skátarnir segjast þó ekki kannast við að slíkt símtal hafi átt sér stað.Michael Surbaugh, yfirmaður skátahreyfingarinnar, sendi frá sér tilkynningu eftir hina umdeildu ræðu þar sem allir þeir sem voru móðgaðir vegna ræðunnar eða höfðu áhyggjur af pólitískum tóni hennar voru beðnir afsökunar.„Í mörg ár, hefur fólk kallað eftir því að skátarnir taki stöðu í pólitískum málum, og við höfum markvisst haldið okkur hlutlausum og neitað að tjá okkur um stjórnmál. Við sjáum eftir því að stjórnmál blönduðust skátastarfinu,“ sagði Surbaugh í yfirlýsingunni. Skátahreyfingin sagði Time að ekki væri vitað til þess að umrætt símtal hefði átt sér stað og vísaði aftur á tilkynninguna og sagði hana útskýra sig sjálfa.Uppfært 16:05Skátahreyfingin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem því er haldið fram að hvorugur af hæst settu mönnum skátahreyfingarinnar hafi hringt í Trump.Ekki sáttur við umræðu um blendin viðbrögð Ummælin um ræðuna lét Trump falla í viðtali við Wall Street Journal, sem hefur vakið mikla athygli. (Greiða þarf fyrir aðgang að viðtalinu)Politico hefur þó komið höndum yfir afrit af viðtalinu þar sem nokkrir blaðamenn WSJ, þeirra á meðal aðalritstjóri miðilsins, ræddu við forsetann í Hvíta húsinu.Einn af blaðamönnum WSJ spurði forsetann út í ræðuna og sagði hana hafa fengið blendin viðbrögð. Trump virtist ekki sáttur við þá lýsingu. „Það var ekkert blendið þarna. Ég fékk standandi lófatak frá því að ég gekk út og þar til ég hætti, og í fimm mínútur eftir að ég fór. Viðbrögðin voru ekki blendin. Svo fékk ég símtal frá yfirmanni skátahreyfingarinnar sem sagði þetta hafa verið bestu ræðu sem haldin hefði verið fyrir þá og þeir voru mjög þakklátir. Það var ekkert blendið,“ sagði Trump.Sjáum til hvort að Mueller verði rekinn Ýmis ummæli forsetans í viðtalinu við WSJ hafa vakið athygli. Þar á meðal eru ummæli hans um viðleitni hans og repúblikana til að breyta heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, ummæli hans um mögulegt sjálfstæði Skotlands vegna Brexit og svar hans við spurningu um skattastefnu. Aðspurður hvað Trump þætti rétt skattprósenta á fyrirtæki sagði hann að þeir stefndu á fimmtán prósent. Því næst fór Trump að tala um samskipti sín við ráðamenn ríkja eins og Malasíu og Indónesíu og að hann hefði spurt þá út í hve margir íbúar væru í ríkjunum. Varðandi Brexit og Skotland þá spurði Trump blaðamennina hvort að þeir teldu að Skotland myndi sækjast eftir sjálfstæði og virtist Trump vera á móti því vegna Opna breska golfmótsins. Trump var einnig spurður út í það hvort að starf Robert Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim, væri öruggt sagði forsetinn að þeir yrðu „að sjá til“. Þar að auki sagði forsetinn enn einu sinni að þessar ásakanir væru runnar undan rifjum demókrata til að afsaka vandræðalegt tap þeirra í kosningunum. Þá tókst honum einnig að gagnrýna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, eins og hann hefur ítrekað gert að undanförnu. „Ef Jeff Sessions hefði ekki sagt sig frá rússarannsókninni, þá værum við ekki einu sinni að tala um þetta.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nýverið frá því að yfirmaður skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum hafi hringt í sig vegna umdeildrar ræðu sem hann hélt fyrir framan um 30 þúsund skáta. Trump sagði hann hafa hringt í sig og sagt að ræðan hefði verið „sú besta sem haldin hefði verið fyrir þá“. Skátarnir segjast þó ekki kannast við að slíkt símtal hafi átt sér stað.Michael Surbaugh, yfirmaður skátahreyfingarinnar, sendi frá sér tilkynningu eftir hina umdeildu ræðu þar sem allir þeir sem voru móðgaðir vegna ræðunnar eða höfðu áhyggjur af pólitískum tóni hennar voru beðnir afsökunar.„Í mörg ár, hefur fólk kallað eftir því að skátarnir taki stöðu í pólitískum málum, og við höfum markvisst haldið okkur hlutlausum og neitað að tjá okkur um stjórnmál. Við sjáum eftir því að stjórnmál blönduðust skátastarfinu,“ sagði Surbaugh í yfirlýsingunni. Skátahreyfingin sagði Time að ekki væri vitað til þess að umrætt símtal hefði átt sér stað og vísaði aftur á tilkynninguna og sagði hana útskýra sig sjálfa.Uppfært 16:05Skátahreyfingin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem því er haldið fram að hvorugur af hæst settu mönnum skátahreyfingarinnar hafi hringt í Trump.Ekki sáttur við umræðu um blendin viðbrögð Ummælin um ræðuna lét Trump falla í viðtali við Wall Street Journal, sem hefur vakið mikla athygli. (Greiða þarf fyrir aðgang að viðtalinu)Politico hefur þó komið höndum yfir afrit af viðtalinu þar sem nokkrir blaðamenn WSJ, þeirra á meðal aðalritstjóri miðilsins, ræddu við forsetann í Hvíta húsinu.Einn af blaðamönnum WSJ spurði forsetann út í ræðuna og sagði hana hafa fengið blendin viðbrögð. Trump virtist ekki sáttur við þá lýsingu. „Það var ekkert blendið þarna. Ég fékk standandi lófatak frá því að ég gekk út og þar til ég hætti, og í fimm mínútur eftir að ég fór. Viðbrögðin voru ekki blendin. Svo fékk ég símtal frá yfirmanni skátahreyfingarinnar sem sagði þetta hafa verið bestu ræðu sem haldin hefði verið fyrir þá og þeir voru mjög þakklátir. Það var ekkert blendið,“ sagði Trump.Sjáum til hvort að Mueller verði rekinn Ýmis ummæli forsetans í viðtalinu við WSJ hafa vakið athygli. Þar á meðal eru ummæli hans um viðleitni hans og repúblikana til að breyta heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, ummæli hans um mögulegt sjálfstæði Skotlands vegna Brexit og svar hans við spurningu um skattastefnu. Aðspurður hvað Trump þætti rétt skattprósenta á fyrirtæki sagði hann að þeir stefndu á fimmtán prósent. Því næst fór Trump að tala um samskipti sín við ráðamenn ríkja eins og Malasíu og Indónesíu og að hann hefði spurt þá út í hve margir íbúar væru í ríkjunum. Varðandi Brexit og Skotland þá spurði Trump blaðamennina hvort að þeir teldu að Skotland myndi sækjast eftir sjálfstæði og virtist Trump vera á móti því vegna Opna breska golfmótsins. Trump var einnig spurður út í það hvort að starf Robert Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim, væri öruggt sagði forsetinn að þeir yrðu „að sjá til“. Þar að auki sagði forsetinn enn einu sinni að þessar ásakanir væru runnar undan rifjum demókrata til að afsaka vandræðalegt tap þeirra í kosningunum. Þá tókst honum einnig að gagnrýna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, eins og hann hefur ítrekað gert að undanförnu. „Ef Jeff Sessions hefði ekki sagt sig frá rússarannsókninni, þá værum við ekki einu sinni að tala um þetta.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira