Ég er heppna lamaða konan Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 24. ágúst 2017 09:08 Ég er ein af þeim sem er svo heppin að hafa fengið NPA samning (Notendastýrð persónuleg aðstoð), ég segi heppin af því að fáir hafa notið þeirra sjálfsögðu mannréttinda. Í dag er staðan sú að verið er að vinna að innleiðingu og lögfestingu NPA og var tími til kominn. Mér þykir þó furðu sæta hve langan tíma stjórnvöld ætla sér til að fjölga NPA samningum. Hægt, mjög hægt verður samningum fjölgað þannig að þörfinni sem fyrir liggur í dag, eða um 170 samningar, verður ekki svarað fyrr en árið 2022. Í dag eru NPA samningar 51, árið 2018 á að fjölga þeim upp í 80 og svo hægt og bítandi upp í 172 árið 2022. Þessi ár og sennilega lengur verða einstaklingar fangar í eigin rúmum, án valds yfir eigin lífi í boði stjórnvalda, það er ömurlegt og hörmulegra en orð fá lýst að stjórnvöld skuli leggja þetta til. Viðhorf gagnvart fötluðu fólki eru að breytast hægt og bítandi og ég verð að segja, að þetta er áhugaverður tími í íslensku samfélagi. Ekki aðeins er fatlað fólk nú almennt að stíga fram og krefjast réttar síns til mannsæmandi lífs, heldur er samfélagið að verða meðvitaðra um, að brotið hefur verið á fötluðu fólki, það vanvirt, ráðskast kerfisbundið með það og forræðishyggja ófatlaðs fólk ríkt sem dimmur skuggi yfir lífi margra fatlaðra einstaklinga. Fatlað fólk gerir sér betur og betur grein fyrir því að það er verðmætt, að það auðgar samfélagið og að það getur lagt sitt af mörkum til þess að gera Ísland að betra landi til að búa í, ef það fær réttu tækin til þess. Það að NPA hafi ekki enn verið löggilt hér á landi er ekki bara slæmt það er mannréttindabrot! Karp stjórnvalda um mannréttindi okkar sem þurfum á NPA að halda er ekki ásættanlegt og ég spyr mig, eru stjórnvöld enn bundin í fjötra fortíðar, hrædd við að sleppa hendinni af okkur, fötluðu fólki, og treysta okkur fyrir eigin lífi? Í dag liggur í raun allt fyrir hjá ráðuneytinu til þess að hægt sé að lögfesta rétt fatlaðs fólk til NPA, meðal annars allar lagalegar og tæknilegar lausnir. Útfærslur liggja fyrir sem og mat á áhrifum. Reynsla af NPA hefur verið jákvæð, jafnvel fjárhagslega fyrir sveitarfélögin en aðallega fyrir einstaklingana sjálfa. Fatlað fólk er virkt fólk, það hefur þegar sýnt sig að það fólk sem notið hefur NPA er virkara í samfélaginu, hvort sem er í námi, vinnu, íþróttum, stjórnmálum eða frítíma.Hvers virði er líf? Það að vera fatlaður á ekki að vera ávísun á; minni mannréttindi, minnkað líf, að vera minna virði, að verða eign kerfisins, annarra ákvarðana. Það að lifa og búa við fötlun, er í raun þekkingabrunnur, og það fatlaða fólk sem fær tækifæri til að dafna í daglegu lífi, námi og starfi fyrir tilstuðlan NPA gerir samfélagið örugglega ríkara heldur en það fólk sem lokað er inni á herbergjum sínum, fjötrað í forræðishyggju stjórnvalda vegna auðvirðilegra afsakana, eins og þeirra að fjármagn ráði. Ég hvet ráðafólk til að setjast niður í eitt skipti fyrir öll og veita sjálfsögðum mannréttindum á borð við NPA brautargengi og láta karp um hvernig fjármagna á fyrirbærið ekki tefja aðgerðir lengur því okkur liggur lífið á að fara að lifa þvi.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar lsh. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er ein af þeim sem er svo heppin að hafa fengið NPA samning (Notendastýrð persónuleg aðstoð), ég segi heppin af því að fáir hafa notið þeirra sjálfsögðu mannréttinda. Í dag er staðan sú að verið er að vinna að innleiðingu og lögfestingu NPA og var tími til kominn. Mér þykir þó furðu sæta hve langan tíma stjórnvöld ætla sér til að fjölga NPA samningum. Hægt, mjög hægt verður samningum fjölgað þannig að þörfinni sem fyrir liggur í dag, eða um 170 samningar, verður ekki svarað fyrr en árið 2022. Í dag eru NPA samningar 51, árið 2018 á að fjölga þeim upp í 80 og svo hægt og bítandi upp í 172 árið 2022. Þessi ár og sennilega lengur verða einstaklingar fangar í eigin rúmum, án valds yfir eigin lífi í boði stjórnvalda, það er ömurlegt og hörmulegra en orð fá lýst að stjórnvöld skuli leggja þetta til. Viðhorf gagnvart fötluðu fólki eru að breytast hægt og bítandi og ég verð að segja, að þetta er áhugaverður tími í íslensku samfélagi. Ekki aðeins er fatlað fólk nú almennt að stíga fram og krefjast réttar síns til mannsæmandi lífs, heldur er samfélagið að verða meðvitaðra um, að brotið hefur verið á fötluðu fólki, það vanvirt, ráðskast kerfisbundið með það og forræðishyggja ófatlaðs fólk ríkt sem dimmur skuggi yfir lífi margra fatlaðra einstaklinga. Fatlað fólk gerir sér betur og betur grein fyrir því að það er verðmætt, að það auðgar samfélagið og að það getur lagt sitt af mörkum til þess að gera Ísland að betra landi til að búa í, ef það fær réttu tækin til þess. Það að NPA hafi ekki enn verið löggilt hér á landi er ekki bara slæmt það er mannréttindabrot! Karp stjórnvalda um mannréttindi okkar sem þurfum á NPA að halda er ekki ásættanlegt og ég spyr mig, eru stjórnvöld enn bundin í fjötra fortíðar, hrædd við að sleppa hendinni af okkur, fötluðu fólki, og treysta okkur fyrir eigin lífi? Í dag liggur í raun allt fyrir hjá ráðuneytinu til þess að hægt sé að lögfesta rétt fatlaðs fólk til NPA, meðal annars allar lagalegar og tæknilegar lausnir. Útfærslur liggja fyrir sem og mat á áhrifum. Reynsla af NPA hefur verið jákvæð, jafnvel fjárhagslega fyrir sveitarfélögin en aðallega fyrir einstaklingana sjálfa. Fatlað fólk er virkt fólk, það hefur þegar sýnt sig að það fólk sem notið hefur NPA er virkara í samfélaginu, hvort sem er í námi, vinnu, íþróttum, stjórnmálum eða frítíma.Hvers virði er líf? Það að vera fatlaður á ekki að vera ávísun á; minni mannréttindi, minnkað líf, að vera minna virði, að verða eign kerfisins, annarra ákvarðana. Það að lifa og búa við fötlun, er í raun þekkingabrunnur, og það fatlaða fólk sem fær tækifæri til að dafna í daglegu lífi, námi og starfi fyrir tilstuðlan NPA gerir samfélagið örugglega ríkara heldur en það fólk sem lokað er inni á herbergjum sínum, fjötrað í forræðishyggju stjórnvalda vegna auðvirðilegra afsakana, eins og þeirra að fjármagn ráði. Ég hvet ráðafólk til að setjast niður í eitt skipti fyrir öll og veita sjálfsögðum mannréttindum á borð við NPA brautargengi og láta karp um hvernig fjármagna á fyrirbærið ekki tefja aðgerðir lengur því okkur liggur lífið á að fara að lifa þvi.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar lsh.
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar