Styttum vinnuvikuna í 36 stundir Elín Björg Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 07:00 Ný rannsókn Hagstofu Íslands staðfestir það sem fyrri rannsóknir sýna, að karlar vinni lengri vinnuviku en konur og rúmlega tvöfalt fleiri konur en karlar vinna hlutastörf. Þrátt fyrir að þetta hafi verið staðan síðustu áratugi hefur lítið sem ekkert verið gert til að bregðast við þessum mun. Á þeirri tæplega hálfu öld sem liðin er frá því að fjörutíu stunda vinnuvika var lögfest hefur samfélagið tekið miklum breytingum. Ein af þeim breytingum er verulega aukin atvinnuþátttaka kvenna. Við þekkjum vel fjölmörg neikvæð áhrif af löngum vinnudögum. Við vitum að hætt er við streitu, álagi og veikindum þegar fólk sem vinnur langan vinnudag reynir að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það hefur augljós áhrif að konur séu frekar í hlutastörfum en karlar. Tekjur þeirra eru lægri en tekjur karla og ellilífeyririnn sömuleiðis. En það er ástæða fyrir því að konur leita frekar í hlutastörf. Karlar sem vinna hlutastörf gera það einkum vegna veikinda. Konur sækja í hlutastörf til að hafa sveigjanleika til að sinna heimili og uppeldi barna, en þar axla konur enn þann dag í dag ríkari ábyrgð en karlar. Þá er mikill meirihluti þeirra sem starfa við umönnun og í heilbrigðisgeiranum konur. Þær kjósa almennt að minnka vinnutímann til að draga úr álagi og jafna sig milli vakta. Þannig taka þær á sig ábyrgðina af því að tryggja andlegt og líkamlegt heilbrigði og koma í veg fyrir fjarveru vegna neikvæðra áhrifa vinnutímans. Viðhorf Íslendinga til vinnu er að taka breytingum. Yngsta kynslóðin á vinnumarkaði, karlar jafnt sem konur, leggur ríka áherslu á sveigjanlegan vinnutíma og velur sér störf eftir því. Eftir stendur spurningin um hvernig við sem samfélag ætlum að mæta þessum breyttu áherslum. BSRB hefur barist fyrir því að vinnuvikan verði stytt úr fjörutíu stundum í 36. Bandalagið vinnur nú að tilraunaverkefnum ásamt Reykjavíkurborg og ríkinu til að kanna áhrif slíkra breytinga. Með því að fækka vinnustundunum má taka mikilvægt skref í að breyta vinnumenningunni og auka jafnrétti á vinnumarkaði. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ný rannsókn Hagstofu Íslands staðfestir það sem fyrri rannsóknir sýna, að karlar vinni lengri vinnuviku en konur og rúmlega tvöfalt fleiri konur en karlar vinna hlutastörf. Þrátt fyrir að þetta hafi verið staðan síðustu áratugi hefur lítið sem ekkert verið gert til að bregðast við þessum mun. Á þeirri tæplega hálfu öld sem liðin er frá því að fjörutíu stunda vinnuvika var lögfest hefur samfélagið tekið miklum breytingum. Ein af þeim breytingum er verulega aukin atvinnuþátttaka kvenna. Við þekkjum vel fjölmörg neikvæð áhrif af löngum vinnudögum. Við vitum að hætt er við streitu, álagi og veikindum þegar fólk sem vinnur langan vinnudag reynir að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það hefur augljós áhrif að konur séu frekar í hlutastörfum en karlar. Tekjur þeirra eru lægri en tekjur karla og ellilífeyririnn sömuleiðis. En það er ástæða fyrir því að konur leita frekar í hlutastörf. Karlar sem vinna hlutastörf gera það einkum vegna veikinda. Konur sækja í hlutastörf til að hafa sveigjanleika til að sinna heimili og uppeldi barna, en þar axla konur enn þann dag í dag ríkari ábyrgð en karlar. Þá er mikill meirihluti þeirra sem starfa við umönnun og í heilbrigðisgeiranum konur. Þær kjósa almennt að minnka vinnutímann til að draga úr álagi og jafna sig milli vakta. Þannig taka þær á sig ábyrgðina af því að tryggja andlegt og líkamlegt heilbrigði og koma í veg fyrir fjarveru vegna neikvæðra áhrifa vinnutímans. Viðhorf Íslendinga til vinnu er að taka breytingum. Yngsta kynslóðin á vinnumarkaði, karlar jafnt sem konur, leggur ríka áherslu á sveigjanlegan vinnutíma og velur sér störf eftir því. Eftir stendur spurningin um hvernig við sem samfélag ætlum að mæta þessum breyttu áherslum. BSRB hefur barist fyrir því að vinnuvikan verði stytt úr fjörutíu stundum í 36. Bandalagið vinnur nú að tilraunaverkefnum ásamt Reykjavíkurborg og ríkinu til að kanna áhrif slíkra breytinga. Með því að fækka vinnustundunum má taka mikilvægt skref í að breyta vinnumenningunni og auka jafnrétti á vinnumarkaði. Höfundur er formaður BSRB.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun